16.12.2010 | 14:06
Einsdæmi í þingsögunni
Bæði fróðustu og elstu menn muna ekki aðra eins niðurlægingu nokkurs fjármálaráðherra og ríkisstjórnar á Íslandi, eins og gerðist á Alþingi í morgun þegar þrír þingmenn flokks fjármálaráðherrans sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga, ásamt öðrum stjórnarandstæðingum á þingi.
Hefði ríkisstjórnin ekki verið svo "heppin" að Þráinn Bertelsson gekk til liðs við hana fyrir nokkrum mánuðum, þá hefði fjárlagafrumvarpið væntanlega verið afgreitt og samþykkt af minnihluta þingmanna, að því gefnu að allir hinir hefðu setið hjá, eins og raunin varð í dag. Það er hins vegar lítið annað en sýndarmennska að sitja hjá við svona afgreiðslu, því annað hvort hljóta menn að vera með eða á móti málunum og eiga að taka afstöðu samkvæmt því.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, benti á þá athyglisverðu staðreynd að ekki er gert ráð fyrir einni krónu vegna Icesave í fjárlagafrumvarpinu, þó sami fjármálaráðherra hafi lagt fram frumvarp í gærkvöldi sem gerir ráð fyrir því að greiddir verði 26 milljarðar króna úr ríkisstjóði vegna þrælaskattsins til Breta og Hollendinga.
Fjármálaráðherra hefur ekki gert grein fyrir þessum mismunandi lagafrumvörpum sínum á sama deginum, þ.e. öðru sem gerir ráð fyrir 26 milljarða þrælaskatti og svo hinu, sem gerir ekki ráð fyrir honum.
Vafalaust stafar þetta af því að Steingrímur J. veit innst inni að Icesave-fjárkúgunin á hendur íslenskum skattgreiðendum verður aldrei samþykkt.
Fjárlagafrumvarpið samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki bara gott og heilbrigt að hópur ólíkra aðila sé ekki einróma samþykkt öllu sem fram er sett?
Mér þætti verra ef samhljómur væri um öll mál, jafnvel innan flokka, því það einkennir hjarðmennsku og skort á sjálfstæðri og gagnrýninni hugsun.
Páll (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 14:41
Páll, kannski er þetta alveg rétt hjá þér og ekkert óeðlilegt, en er ekki lágmarkskrafa að fólk sé svipaðrar skoðunar fyrir og eftir hádegi á sama deginum. Fyrir hádegi í dag var samþykkt fjárlagafrumvarp þar sem ekki er gert ráð fyrir að greiða tugi milljarða á næsta ári vegna Icesave og strax eftir hádegi leggur sami þingmeirihluti fram frumvarp um að greiða þessa tugi milljarða á næsta ári og svo áfram næstu ár þar á eftir.
Er hægt að sýna lélegri stjórn á fjármálum nokkurs lands?
Axel Jóhann Axelsson, 16.12.2010 kl. 15:12
Kannski er ég svona tregur, en er ekki talað um að byrja að greiða Icesave 2016?
Og eru ekki enn mestar líkur á að eignir Landsbankans gangi upp í skuldina?
Páll (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 15:51
Annar hvor ykkar Sigmundar Davíðs, formanns Framsóknarflokksins, hlýtur að vera svolítið tregur, en í fréttinni sem þetta blogg hangir við, er m.a. þessi tilvitnun í ræðu hans í dag: "Tekjur væru ofáætlaðar og stórum útgjaldalið, Icesave-samningnum, væri hreinlega sleppt, en greiða þyrfti 26 milljarða vegna þeirra á næsta ári. „Við skulum vona að þetta verði eina Grikklandsárið hjá ríkisstjórninni í fjárlagagerðinni en ég er dálítið hræddur um að svo verði ekki,“ sagði Sigmundur Davíð."
Þetta er fyrsta greiðsla vegna vaxta, en það sem fellur á íslenska skattgreiðendur af höfuðstólnum skal greiða frá og með 2016, ef rétt er skilið.
Axel Jóhann Axelsson, 16.12.2010 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.