Verður unnið hratt og vel, enda Árni Páll víðsfjarri

Á blaðamannafundi í dag kynnti Árni Páll, efnahags- og viðskiptaráðherra, ásamt fulltrúum bankanna og Samtaka atvinnulífsins, samkomulag um skuldaafskriftir bankanna vegna lítilla og meðalstórra fyrirtækja og sagði m.a. að þetta væri brýnasta efnahagsverkefnið á næstu mánuðum. Munu þessar skuldaniðurfellingar ná til á milli 5.000 og 7.000 fyrirækja.

Einstaka sinnum ratast kjöftugum satt orð á munn og það henti Árna Pál þarna, en allar framkvæmdir og aðgerðir sem Árni hefur boðað fram að þessu, hafa átt að koma til framkvæmda "eftir helgi", þegar hugmyndirnar hefðu "verið útfærðar", en svo hefur hver vikan liðið af annarri án þess að útfærðu hugmyndirnar hafi tíma komið fram í dagsljósið. 

Að þessu sinni snýr framkvæmd aðgerðanna ekkert að Árna Páli, eða ríkisstjórninni yfirleitt, enda verður þeim ýtt úr vör fljótlega og stefnt að því að þeim verði lokið fyrir vorið.  Bráðnauðsynlegt er að flýta skuldaafskriftum fyrirtækjanna, smárra, meðalstórra og stórra, ef nokkur von á að vera til þess að innlend fyrirtæki fari að fjárfesta á ný og skapa verðmæti, þannig að mannaráðningar fari að komast í gang, en það er alger forsenda þess að efnahagslífið taki við sér og ráðstöfunartekjur almennings aukist.

Mikið er búið að ræða um nauðsyn þessara skuldaafskrifta á fyrirtækin, en um leið og skriður kemst á málið má búast við miklum bollaleggingum í fjölmiðlum og á netinu um framkvæmdina og söngurinn um að það sé glæpur að fella niður skuldir af fyrirtækjum þegar aldrei sé nóg gert af slíku fyrir almenning.

Nú þýðir ekkert að láta þann söng tefja lengur fyrir endurreisn fyrirtækjanna og þar með von almennings um bættan efnahag og möguleika til að standa við skuldbindingar sínar, ásamt því að framfleyta fjölskyldunum og gefa þeim möguleika á að veita sér einhvern óþarfa til viðbótar. 

 


mbl.is Brýnasta verkefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Helgason

Heldur þú virkilega að úrlausnirnar verði gáfulegri en úrlausnir heimilina?

Fyrirtæki munu gæta sinna hagsmuna í hvívetna, málaferli hlaðast upp og sérstakur saksóknari mun vonadi flétta ofan af svikum gömlu bankaa.

 þetta mun taka mörg ár. 

að laga sködduð fyrirtæki eftir hrunið mun ekki gerast fyrr en eftir eina mjög sterka uppsveiflu þar sem framleiðni eykst verulega.

Fyrst þarf fasteignaverð að lækka meira, neyslan að aukast og mikill fjárfesting koma inní landið. 

Ekkert er að gerast af þessu næstu tvö árin.  Því mun ástandið hér vara áfram næstu árin.

Jón Þór Helgason, 16.12.2010 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband