Gnarrandi alkóhólismi

Okkar stórkostlegi, mikilhæfi, dáði og elskaði leiðtogi, Gnarr, hélt innblásna ræðu við umræður um fjárhagsáætlun borgarinnar, um afleiðingar dagdrykkju og áhrif hennar á fjölskyldu alkóhólista.  Ræðan, sem var mjög góð, enda flutt eftir fyrirframsömdu handriti góðra höfunda og vel æfð fyrir flutninginn í ræðustólnum, en tók þó ekki alls kostar rétt á umræðuefninu, þar sem sagt var að þjóðin hefði verið bláedrú og meðvirk með alkóhólista sem bruðlaði með fé sitt og annarra, þar til allt var komið í rúst og þá hafi hann farið í meðferð og skilið fjölskylduna (þjóðina) eftir með hrunið sem ofdrykkjan olli.

Það hefði verið miklu réttara að segja að stór hluti fjölskyldunnar (þjóðarinnar) hafi tekið fullan þátt í drykkjunni og því ætti þessi lýsing leiðtogans mikla við þjóðina sjálfa, en ekki eingöngu mestu drykkjuhrútana:  "Alkohólistinn er ennþá í meðferð. Við vitum ekki hvort hann verður breyttur maður þegar hann kemur tilbaka. Við vitum ekki hvort hann hefur látið af hrokanum. Kannski er honum ekki viðbjargandi. Við vitum það ekki. Við vonum það auðvitað."

Leiðtoginn stórkostlegi, mikilhæfi, dáði og elskaði, varpaði fram nokkrum spurningum í þessari annars ágætu ræðu og meðal annars þessum:  "Ætlum við að halda áfram að ásaka hvert annað hás og finna okkar einu huggun í að tala um HANN og hvað HANN sé mikið helvítis fífl? Ætlum við að halda áfram að vera sjúkir aðstandendur og fórnarlömb?"

Alkóhólisti verður aldrei fær um að takast á við vandamál sitt fyrr en hann viðurkennir vandann og í þessu tilfelli þarf fjölskyldan (þjóðin) að takast á við sinn eigin sjúkdóm og fyrsta skrefið er að viðurkenna að hún sé/hafi verið eyðslu- og lánasjúk og að á löngu árabili fyrir hrun hafi hún vanið sig á að kaupa allt sem hana langaði í og gat fengi lán til að kaupa, án þess að gera sér nokkrar grillur um hvernig ætti að vera mögulegt að endurgreiða öll lánin öðruvísi en að taka nýn og hærri lán.

Þegar sá hluti fjölskyldunnar (þjóðarinnar) sem sjálfur var í langtímaofdrykkju viðurkennir sjúkdóm sinn, þá fyrst verður hægt að taka á og lækna þessi verstu og langvinnustu veikindi, sem þjóðina hafa þjakað í marga áratugi.


mbl.is Líkti þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Jón var einmitt að tala um þessa sömu meðvirkni. Gaman að sjá að þú skulir loksins vera farinn að virða hann. Batnandi mönnum er best að lifa.

Hörður Sigurðsson Diego, 15.12.2010 kl. 16:56

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Mitt álit á Gnarrinum sem borgarstjóra hefur ekkert skánað.  Hann talaði nú reyndar um að útrásarvíkingarnir hafi verið á fylliríi en þjóðin verið bláedrú og meðvirk fjölskylda.  Staðreyndin, sem ég var að benda á, er sú að meirihluti þjóðarinnar var á líka á þessu kaupæðis- og lánafylleríi, enda margur maðurinn með fjárhagslega timburmenn núna.

Ræðan sem slík var vel samin, miðað við það sem maður gat lesið úr henni á mbl.is, og alveg sjálfsagt að virða það sem vel er gert.  Höfundahópnum í kringum Gnarrinn tókst bara vel upp með hana.

Axel Jóhann Axelsson, 15.12.2010 kl. 17:07

3 Smámynd: Magnús Ágústsson

Ég er sammála þér Axel

það var stór hluti þjóðarinnar á kaupæðis- og lánafylleríi

Ég tók ekki þátt í því hélt mínu striki átti mín 50% í íbúðinni sem eru reyndar horfin miðað við það verð sem bankarnir eru að selja sambærilegar eignir ein og mína

fyrir 10 árum keypti ég gamlan jeppa á 250þ notaði án teljandi viðgerða bara svona venjulegt slit  átti hann i 5 ár og þá þurfti verulegt viðhald sem borgaði sig ekki þannig að hann fór í endurvinnslu þá var annar jeppi sömu gerðar keyptu á 400þ ég á hann enn og sennilega í nokkur ár til viðbótar 

kannski er ég bara svona gamaldags

Magnús Ágústsson, 15.12.2010 kl. 17:20

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mér finnst þetta frábært hjá Gnarr, og ekki orð um það meir!

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.12.2010 kl. 22:02

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hversvegna þá ekki að miða við sykursýki? Nú eða brjóstakrabbamein?

Svo mætti líka notast við þunglyndi - lungnakrabba o.fl.

 Það er mannfyrirlitning að vera með svona samanburð og þeir sem styðja slíkt eru ekkert skárri en narr.

Það verður til dæmis fróðlegt að vita eftir að skammdeginu líkur hve margir alkar hafa fallið í valinn fyrir hendi Bakkusar eða eigin hendi - það væri líka fróðlegt að vita hvert annað tjón verður á þessum tíma sem er erfiður mörgum alkanum og fjölskyldum þeirra.

Þær upplýsingar munu ekki liggja á lausu - enda brenna þær bara á bökum alka og nánustu ættingjum.

En í ykkar huga er þetta aðeins skemmtilegur samanburður. Í hugum annara dauðans alvara.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.12.2010 kl. 08:43

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

"How far can you go ?"  Mikð svakalega er lífið erfitt. Hvers vegna ekki að láta vitleysuna, dauðans alvöruna og hvað þetta heitir nú allt sem þið segið, bara líða hjá og vera ekkert að "commentera" á hjalið í kallinum. Það gæti kannski orðið til þess að hann nennir þessu ekki lengur og þið allir sem æsist svona rosalega upp fengjuð smá frið í sálartetrið. Þetta er alger brandari hvernig honum tekst þetta aftur og aftur.

Alvöru alkoholismi kemur þessu í raun ekkert við. Það er engin mannfirirlitning í þessu, bara dálítið þreyttur gálgahumor sem gengur sér til húðar, ef fólk hættir að láta æsa sig svona rosalega upp.  

Bergljót Gunnarsdóttir, 16.12.2010 kl. 17:50

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Bergljót - mér er ljóst að maðurinn gengur ekki heill til skógar - en þegar fólk sem á að vera með fullu viti tekur undir gerræðistalið - þá bregður mér - varst þú sjálf ekki að commentera á ......??

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.12.2010 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband