Útrásarhugsun í menntaskólarekstri?

Óráðsía, rugl og jafnvel hreinir glæpir virðast hafa teygt sig inn í hing ýmsu skúmaskot þjóðfélagsins á árunum fyrir hrun og er nú komið í ljós að skólastarfið hefur ekki einu sinni sloppið við sukkið og svínaríið.  

Menntaskólinn Hraðbraut virðist hafa gefið upp allt of mikinn fjölda nemenda við skólann og samkvæmt þjónustusamningi við Menntamálaráðuneytið hafa fengið ofgreiddar tugi eða hudruð milljóna króna, sem síðan hafa verið notaðar til að greiða út í arð til eiganda skólans.  Furðulegt er að þessi háttsemi sýnist hafa viðgengist árum saman án þess að ráðuneytismönnum hafi nokkurn tíma dottið í hug að fá nemendafjöldann staðfestann eða að Ríkisendurskoðun skuli aldrei hafa yfirfarið samninginn við skólann og framkvæmd hans.

Menntamálanefnd Alþingis hefur nú loksins tekið málið til skoðunar og óskað eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á framkvæmdinni og segir í fréttinni m.a:  "Meirihlutinn gagnrýnir að á sama tíma og virkt eftirlit er með því gagnvart opinberum skólum að ríkisframlög fylgi raunverulegum nemendafjölda hafi ráðuneytið vanrækt að fylgja eftir hliðstæðum ákvæðum þjónustusamnings um rekstur umrædds einkaskóla. Telur meiri hlutinn mikilvægt að fullt samræmi sé í eftirfylgni ráðuneytisins með ráðstöfun opinbers fjár í menntakerfinu, hvort sem um opinbera skóla eða einkaskóla er að ræða.    ..................

Meðferð þeirra á fjárframlögum úr ríkissjóði verður að teljast sérstaklega ámælisverð þegar höfð er hliðsjón af arðgreiðslum sem byggðust á vafasömum forsendum, lánveitingum til eigenda í andstöðu við ákvæði þjónustusamnings og ítrekuðum ofgreiðslum fjármuna sem ekki voru endurgreiddar í ríkissjóð."

Sé það rétt að um ofgreiðslur hafi verið að ræða til skólans á að sjálfsögðu að innheimta þær til baka og hafi verið greiddur út arður vegna hagnaðar sem myndaðist vegna falsaðra pappíra um fjölda nemenda skólans á að sjálfsögðu að kæra slíkt umsvifalaust til Ríkislögreglustjóra, sem þá myndi væntanlega setja sakamálarannsókn í gang á grundvelli slíkra upplýsinga.

Svind og þjófnað á ekki að líða neins staðar í kerfinu.  Hvorki bankakerfinu né menntakerfinu. 


mbl.is Vilja úttekt á einkareknum skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Í hlutafélögum hélt ég að hugmyndin væri sú að menn ávöxtuðu fé sitt og þægju af því arð ef reksturinn skilaði hagnaði. Það er nýstárleg hugsun að reka skóla með fjárhagslegan ávinning eigenda sem eitt af markmiðunum. Eins og málið er kynnt í fjölmiðlum er hér um að ræða hreinan og kláran þjófnað.

Það má vel vera að stjórnendur skólans eigi eftir að koma fram með skýringar á því, hvaða bongó-rekstur þetta hefur verið að hafa skapað þeim rétt til arðgreiðslna.

Flosi Kristjánsson, 13.12.2010 kl. 22:28

2 identicon

Ég skal nú samt veðja við þig milljón dollurum að Ólafur á ekki eftir að borga til baka stóru upphæðina sem ráðuneytið afskrifaði árið 2007. Af hverju ætti hann líka að gera það? Hún var afskrifuð!

Jónas (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 22:52

3 identicon

Eitt má Ólafur eiga að hann útskrifar tossa á tveimur árum meðan aðrir framhaldsskólar takar fjögur ár í að gera slíkt hið sama,auðvita er hann ljóti karlinn. Betra er að ég sé skattlagður í fjögur ár en tvö með hverjum tossa: Áfram heymskan sem á sér enginn takmörk.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 23:27

4 Smámynd: Gunnar Waage

Ég myndi fyrst og fremst gagnrýna ráðuneytið og ríkisendurskoðun. Það er ekki eðlilegt að pumpað sé fé án eftirlits.

Ég myndi því segja Bongó-reksturinn sem Flosi talar um vera á ráðuneytinu. Þá horfi ég alveg fram hjá þessu til tekna máli. Þetta á bara ekki að geta gerst.

Gunnar Waage, 14.12.2010 kl. 03:40

5 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Það hefur sýnt sig að íslenskt réttarkerfi ræður ekki við þjófnaði þar sem hægt er að skella hluta af skuldinni á aðgæsluleysi stjórnvalda. Hér verður enginn dæmdur og hér verða engir peningar endurheimtir. Áfram verður haldið að bjóða bíræfnum og spilltum einstaklingum til veislu á kostnað almennings. Leiðinlegt að segja það, en þannig er þetta. Horfið bara í kringum ykkur á öll dæmin.

Hörður Sigurðsson Diego, 14.12.2010 kl. 03:54

6 Smámynd: Pollanna

Þetta Hraðbrautar ævintýri kemur ekki á óvart og er bara dæmigert fyrir hvernig haldið hefur verið á málum. Einn maður hefur séð í gegnum kerfið og fundið matarholu, til að fæða sig og fjölskylduna. Reyndar fitnað vel af herlegheitunum og fór ekkert leynt með það. Eftirlitið brást. Hvernig var það ekki með allt annað á Íslandi. Menn sáu matarholur og eftirlitið brást.

Þjófur kemur að ólæstu húsi, rænir húsið, þjófavarnabjallan fer í gang svo hann heldur að hann sé böstaður, sest niður og bíður eftir securitas, en securitas starfsfólkið er með eyrnatappa og heyrir ekki í bjöllunni, þjófurinn nennir ekki að bíða svo hann fer með pokann sinn heim.

Er þjófurinn saklaus vegna þess að securitas klikkaði? Eða er hann saklaus vegna þess að húsið var galopið?

Pollanna, 14.12.2010 kl. 08:37

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Pollanna, þjófurinn er sekur af því að hann stal, en verður ekki sýkn saka þó húsið hafi verið opið eða af því að eftirlitið brást. Það er einfaldlega ólöglegt að stela því sem aðrir eiga, jafnvel þó það liggi fyrir fótum manns og fyrir allan þjófnað á að refsa skilyrðislaust.

Axel Jóhann Axelsson, 14.12.2010 kl. 09:38

8 Smámynd: Gunnar Waage

mér finnst samt nokkuð til í þessu hjá henni. Ef að við (ríkið) stundum heilbrigða sjálfsgagnrýni, þá hljótum við að skoða brotalamirnar. Það réttlætir engan vegin verknaðinn Axel, því er ég sammála. En það hlýtur að vera hlutverk ríkisins að kanna starfsreglur sínar, úthlutunarreglur, innra og ytra eftirlit með þessari starfssemi.

Gunnar Waage, 14.12.2010 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband