Stjórnarmeirihlutinn er í þjóðarminnihluta

Vefsíða Financial Times, hins virta breska fjármálablaðs, birtir grein þar sem viðurkennt er að Íslendingar verði skattaþrælar Breta og Hollendinga næstu áratugina ef það ótrúlega myndi gerast að Íslendingar sjálfir samþykki að gangast undir slíka ánauð.  Auðvitað mun þjóðin aldrei samþykkja sjálfviljug að gangast þessum yfirgangsþjóðum á hönd sem skattanýlenda vegna fjárkúgunar, sem studd er og unnið öttullega að, af hendi útsendara kúgaranna hér á landi.

Í greininni kemur fram að ríkisábyrgð sé alls ekki á tryggingarsjóðum innistæðueigenda og niðurlag fréttar mbl.is um greinina er svohljóðandi:  "Þar segir jafnframt að niðurstaða Icesave-málsins sé dapurleg, því hún styðji við hugmyndir um ótakmarkaða ríkisábyrgð á rekstri banka: „Í þessu tilfelli er ekki hægt að færa lagaleg rök fyrir slíkri ábyrgð og alls ekki á forsendum sanngirni, því breska eða hollenska ríkið myndi aldrei ábyrgjast innlán í eigu erendra aðila sem jafngiltu nærri þriðjungi þjóðarframleiðslu, myndi einn af stærri bönkum þar í landi falla,“ segir leiðarahöfundur Financial Times."

Engin þjóð á vesturlöndum myndi láta kúga sig til að undirrita samþykki við öðrum eins fjárkúgunum og hér er verið að beina að Íslendingum og engin ríkisstjórn með sjálfsvirðingu myndi láta sér detta í hug að vinna þannig gegn hagsmunum sinnar eigin þjóðar og ættjarðar.

Því miður er þó ein ríkisstjórn á vesturlöndum sem gerir nú atlögu að þjóð sinni í þriðja sinn í þágu erlendra yfirgangsseggja.   Þjóðin hefur sýnt áður að hún lætur ekki bjóða sér slíkt og mun vafalaust gera það sama núna.


mbl.is Fangelsi skattgreiðenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Hvernig líst þér á tillögur SUS í dag?

Björn Birgisson, 13.12.2010 kl. 21:30

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þær eru svipaðar og oft hafa sést frá SUSurum áður. Þerra er ungt og leikur sér, en óneitanlega tekst þeim alltaf að skapa umræður með þessum ályktunum.

Það sem er jafnvel betra, er að þeim tekst alltaf með þessu að fá vinstri menn til að auglýsa upp sambandið og fjölga þannig félagsfólki.

Axel Jóhann Axelsson, 13.12.2010 kl. 21:37

3 Smámynd: Björn Birgisson

Ætli það nú nokkuð, kannski einhverjir vanvitar bíti á agnið. Þá best geymdir hjá SUS. Umræður? Af hverju hefur ekki svo mikið sem einn hægri bloggari tjáð sig um þessa vitleysu ungliðanna? Er skömmin svona mikil?

Björn Birgisson, 13.12.2010 kl. 21:44

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

SUS markar sér sjálft sína stefnu, sem ekkert endilega er algerlega í takt við heildarstefnu flokksins. Unglíðarnir, eins og aðrir, leggja tillögur fyrir Landsfund og þar fara fundarmenn yfir allar tillögur sem berast og greiða um þær atkvæði.

Á þennan lýðræðislega hátt er stefna flokksins mótuð og eftir Landsfund hverju sinni, snúa flokksmenn bökum saman og vinna stefnu flokksins fylgis í þjóðfélaginu, þó hver og einn sé ekki alltaf sammála öllum samþykktum fundarins í öllum atriðum.

Svona virkar nú lýðræðið.

Axel Jóhann Axelsson, 13.12.2010 kl. 22:06

5 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir þetta. Nú veit ég miklu meira um lýðræðið og hvernig menn eiga að skammast sín fyrir það sem vilja ekki nefna.

Björn Birgisson, 13.12.2010 kl. 22:09

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já lýðræðið er dásamleg uppfinning og ekkert til að skammast sín fyrir, síður en svo, enda eru a.m.k. Sjálfstæðismenn stoltir af þeim lýðræðislegu vinnubrögðum sem ástunduð eru innan flokksins.

Hvað kemur SUS annars Icesave við og tilraunum ríkisstjórnarinnar til að selja þjóðina í skattaþrældóm fyrir erlenda fjárkúgara?

Axel Jóhann Axelsson, 13.12.2010 kl. 22:14

7 Smámynd: Björn Birgisson

Allt, flokksbræður þeirra lögðu grunninn að Icesave og eiga það mál allt, eins og það leggur sig. Í Icesave málinu er Sjálfstæðisflokkurinn ekkert annað en brjóstumkennanlegur aumingi. Bæði ungir og eldri bláliðar. Það veistu manna best.

Björn Birgisson, 14.12.2010 kl. 00:01

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Icesave kemur SUS og Sjálfstæðisflokknum nákvæmlega ekkert við og það veist þú manna best.

Landsbankinn var einkabanki og ekki rekinn af Sjálfstæðisflokknum eða á hans vegum. Glæpamennirnir sem áttu hann og ráku bera alla ábyrgð á Icesave og þjóðin þarf að berjast af kjafti og klóm gegn þeim glæpalýð sem nú situr í ríkisstjórn og vinnur að því öllum árum að neyða skattgreiðendur til að taka þetta á sig til viðbótar við alla aðra skattahækkanageðveiki sem skapast í sjúkum kollum þeirra aumu ráðherra sem nú sitja við völd.

Norðmenn áttu sér nafn á þá landa sína, sem unnu með erlendum kúgurum í seinni heimsstyrjöldinni. Það var orðið Kvisling og ekki þótti það vera hrósyrði né eftirsótt að fá slíkan stimpil á sig. Þetta orð hæfir Steingrími J. og félögum ágætlega.

Axel Jóhann Axelsson, 14.12.2010 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband