Icesave-upphæðin skiptir ekki máli.

Það er ekkert sérstakt faganaðarefni þó nýju samninganefndinni um Icesave hafi tekist að lækka fjárkúgunarfjárhæðina sem Bretar og Hollendingar eru að reyna að klína á íslenska skattgreiðendur að taka á sig til næstu ára og áratuga.

Takmarkið er að hrinda þessum skattaþrældómi í þágu erlendra yfirgangsþjóða, enda engar lagaheimildir fyrir þessari fjárkúgun, frekar en öðrum fjárkúgunum og glæpum yfirleitt.  Íslenskir kjósendur sögðu risastórt NEI við því að ganga í þessa ánauð þann 6. mars s.l. og því var ríkisstjórnin algerlega umboðslaus við þessa síðustu þrælasölusamninga.

Með því að samþykkja og skrifa undir þennan þrælasamning væri verið að samþykkja helstu kröfu Breta, Hollendinga og ESB um að Íslendingar samþykki að ríkisábyrgð hafi átt að vera á Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta, þrátt fyrir skýr ákvæði í lögum og reglum ESB um að svo hafi ekki átt að vera.  Viðurkenning á þessum afarkostum er ein af kröfum ESB fyrir inngöngu Íslands í sambandið og því er ESB fullgildur aðili að þessum þvíngunum.

Upphæð Icesave skiptir íslenska skattgreiðendur engu.  Þeim kemur málið einfaldlega ekki við. 


mbl.is Mikil áhætta ríkissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið er maður sammál þessari grein/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 10.12.2010 kl. 11:35

2 identicon

Þegar Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands setti hryðjuverkalögin, samin fyrir óvini Hins Frjálsa Heims, á þá eitt hæststandandi land í heiminum, siðferðilega sem á öðrum sviðum, Ísland, með lengstu alþingishefð í veröldinni..............herlaust land sem var á toppnum á Global Peace Index sem friðsælasta og mest friðelskandi land heims......

þá sveik hann Vestræna menningu eins og hún lagði sig. Lagði lóð á vogarskálar þeirra sem vilja tortýma henni með að gera lítið úr hryðjuverkalögunum, og lagði eyðingaröflunum lið með að bera þau saman við 30 misvitra íslenska bankamenn.

Að láta þjóðina alla gjalda siðferðis örfárra óvinsælla bankamanna er sama "lógík" og var að baki Helförinni, sem nazistar, óvinir Vestrænnar menningar eins og Gordon Brown og terroristarnir vinir hans sem þakka honum fyrir að vera komnir á blað með Íslandi og þar með hvítþvegnir, töldu sanngjarna lausn við hinu svokallaða "gyðingavandamáli", nú er víst byrjað að tala um "Íslendingavandamálið" með sömu rökum...en viljum við virkilega láta kúga okkur af ný-fasistum og neo-colonialistum???!!!!!!

Ef Íslendingar taka á sig þessar skuldir munu þeir hljóta slæmt karma fyrir, afþví skuldaþrældómur er helsta ástæða sárrar fátæktar fátækustu ríkja heims, en ekki skortur á matvælum eða annað. Þeir sem ekki þekkja til ættu að kynna sér "Make Poverty History" átakið sem Bono í U2 var front maður fyrir. Við skuldum þessum þjóðum að við látum ekki þjóðirnar sem hnepptu þau í þennan þrældóm og hafa með því svellt milljónir og milljarða barna í hel......hneppa okkur í þrældóm líka. Ef við sleppum við að borga, opnar það smugu fyrir þau að hætta að borga. Svo mikilvægt er okkar hlutverk, og ófyrirgefanlegt að bregðast því núna, og erum við þá persónulega ábyrg fyrir sveltandi Afríkubúum og höfum með því að taka á okkur óréttlátar skuldir lagt persónulega blessun íslensku þjóðarinnar yfir meðferðina á okkar minnstu bræðrum meðal þjóða heims.

Að lokum skal hafa í huga að Þroskastríðið er ekki á enda. Bretar hafa arðrænt þjóðir heims hvað mest allra þjóða og heiminum blæðir enn undan heimsvaldastefnu þeirra. Þeir hafa lengi ásælst auðlindir okkar.

Frelsi - Jafnrétti - Bræðralag!

Á lykiltímum í veraldarsögunni þýðir ekki að hugsa smátt...Ísland verður að rísa undir hlutverki sínu.....

Tíminn er að renna út...Aðgerðir NÚNA (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband