9.12.2010 | 14:59
Ný þjóðaratkvæðagreiðsla í mars 2011?
Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á málskotsrétti forsetans, þá var sá réttur nýttur í janúarbyrjun þessa árs með því að forsetinn neitaði Icesave-"samningi" Steingríms J. og annarra Bretavinnufélaga hans til afgreiðslu þjóðarinnar sjálfrar, sem afgreiddi málið á eftirminnilegan hátt þann 6. mars s.l.
Með afgreiðslu forsetans á málinu var málið komið í hendur þjóðarinnar og þar hlýtur það að vera ennþá, því svo afgerandi var niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar, að nánast verður að líta á það sem yfirgang og dónaskap gagnvart kjósendum, að koma nú enn einu sinni með "samning" um að hneppa þjóðina í skattaþrældóm til næstu áratuga fyrir erlendar yfirgangsþjóðir, jafnvel þó þær eigi samverkamenn og málsvara innan íslenska stjórnkerfisins.
Ríkisstjórnin hlýtur að fresta undirritun á þetta nýja plagg þar til þjóðin er búin að afgreiða það fyrir sitt leyti í kosningum, sem stjórnin hlýtur að boða til um málið fljótlega eftir áramót. Það hlýtur hún að gera sjálf og án atbeina forsetans að þessu sinni, enda var málinu vísað til þjóðarinnar og þar er það ennþá.
Ríkisstjórnin talar um það á hátíðarstundum að auka lýðræði í landinu og áhrif kjósenda á ýmis mál, sem til umfjöllunar eru hverju sinni og því er það ekkert vafamál að þessum nýja "samningi" verður vísað beint í þjóðaratkvæðagreiðslu án millilendingar á Alþingi.
Hollendingar staðfesta samkomulag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og hananú!
Guðmundur Ásgeirsson, 9.12.2010 kl. 17:18
Það er virkilega gaman að vera sammála þér, svona einsöku sinnum, Axel!
Bergljót Gunnarsdóttir, 9.12.2010 kl. 17:42
Ég er alveg sammála því, að það er virkilega gaman að vera sammála.
Axel Jóhann Axelsson, 9.12.2010 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.