Hverjir ætla að lána eftir svikasamninginn?

Samtök atvinnulífsins hafa birt á vef sínum einskonar réttlætingu á stuðningi sínum við svikasamningana við Breta og Hollendinga, sem Steingrímur J., Svavar Gestsson og Indriði H. hafa í tvígang reynt að þvinga inn á íslenska skattgreiðendur, sem hrundu þeirri þrælasölu þjóðarinnar í eftirminnilegri atkvæðagreiðslu þann 6. mars s.l.

Meðal þess sem SA notar til að afsaka stuðning sinn við svikin, er að með því að selja Íslendinga í skattaáþján til erlendra kúgunarþjóða myndu allar gáttir opnast fyrir erlend lán til íslenskra fyrirtækja og erlendir fjárfestar myndu nánast standa í biðröð fyrir framan Iðnaðarráðuneytið til að fá að fjárfesta hérlendis.

Ekki verður hægt að taka mark á þessum skýringum SA nema samtökin nafngreini þær lánastofnanir sem bíða í óþreyju með lánsfé til að veita íslenskum fyrirtækjum um leið og Icesave-þrælaklafinn hefur verið bundinn um háls skattgreiðenda hér á landi.  

Geti samtökin ekki sannað málflutning sinn með ábendingum og staðfestingu þessara erlendu lánastofnana, sem þau segja að muni ausa lánum inn í landið við frágang Icesavemálsins, verður ekki hægt að taka nokkurt einasta mark á þessum afsökunum þeirra fyrir stuðningi við fjárkúgun Breta og Hollendinga.

Samtökum atvinnulífsins væri nær að berjast fyrir því að ríkisstjórnin hætti að standa í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu í landinu, því engin hætta er á að fjármagn fáist ekki í arðbær verkefni, hvað sem svikasamningum við Breta og Hollendinga líður. 


mbl.is Telja nauðsynlegt að leysa Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Flottur pistill hjá þér Axel.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 9.12.2010 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband