9.12.2010 | 12:33
Hverjir ætla að lána eftir svikasamninginn?
Samtök atvinnulífsins hafa birt á vef sínum einskonar réttlætingu á stuðningi sínum við svikasamningana við Breta og Hollendinga, sem Steingrímur J., Svavar Gestsson og Indriði H. hafa í tvígang reynt að þvinga inn á íslenska skattgreiðendur, sem hrundu þeirri þrælasölu þjóðarinnar í eftirminnilegri atkvæðagreiðslu þann 6. mars s.l.
Meðal þess sem SA notar til að afsaka stuðning sinn við svikin, er að með því að selja Íslendinga í skattaáþján til erlendra kúgunarþjóða myndu allar gáttir opnast fyrir erlend lán til íslenskra fyrirtækja og erlendir fjárfestar myndu nánast standa í biðröð fyrir framan Iðnaðarráðuneytið til að fá að fjárfesta hérlendis.
Ekki verður hægt að taka mark á þessum skýringum SA nema samtökin nafngreini þær lánastofnanir sem bíða í óþreyju með lánsfé til að veita íslenskum fyrirtækjum um leið og Icesave-þrælaklafinn hefur verið bundinn um háls skattgreiðenda hér á landi.
Geti samtökin ekki sannað málflutning sinn með ábendingum og staðfestingu þessara erlendu lánastofnana, sem þau segja að muni ausa lánum inn í landið við frágang Icesavemálsins, verður ekki hægt að taka nokkurt einasta mark á þessum afsökunum þeirra fyrir stuðningi við fjárkúgun Breta og Hollendinga.
Samtökum atvinnulífsins væri nær að berjast fyrir því að ríkisstjórnin hætti að standa í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu í landinu, því engin hætta er á að fjármagn fáist ekki í arðbær verkefni, hvað sem svikasamningum við Breta og Hollendinga líður.
Telja nauðsynlegt að leysa Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:42 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottur pistill hjá þér Axel.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 9.12.2010 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.