30.11.2010 | 18:33
Eru Reykvíkingar ónýtt auðlind?
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið að hækka útsvarið úr 13,03% í 13,20% og þykir víst flestum meira en nóg um slíka hækkun þegar tekjur og atvinna allra borgarbúa hafa dregist gífurlega saman og fólk á í erfiðleikum með að treina laun sín, eða bætur, út mánuðinn.
Einum borgarbúa þykir þó ekki nóg að gert með þessari hækkun og hefði viljað hækka útsvarið upp í 13,28%, enda finnst henni engin hemja að láta þessi 0,08% "ónýtt" enda þýddu þau 230 milljóna króna tekjuauka fyrir borgarsjóð. Þessi Reykvíkingur er Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, sem lýtur á Reykvíkinga sem ónýtta auðlind, sem sjálfsagt sé að ganga í, enda hafi borgarbúar ekkert við þessa peninga að gera í heimilishaldi sínu.
Það er alveg ótrúlegur hugsunarháttur að líta svo á, að sé skattpíning ekki algerlega keyrð í botn eftir gildandi lagabókstaf, þá sé þar um "ónýtta" auðlind að ræða, en sjá ekki að einfaldlega er verið að kafa dýpra í vasa launþega og gera þeim þar með erfiðara fyrir í lífsbaráttunni.
Ef og þegar sá skilningur vaknar að fólkið í borginni og landinu eru einstaklingar með vonir, væntingar, þarfir og langanir en ekki "ónýttur" tekjustofn fyrir eyðsluglaða pólitíkusa, þá gæti orðið einhver von til þess að lífvænlegt yrði í landinu aftur.
![]() |
Hefði viljað hækka útsvar meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:38 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur

Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
malacai
-
andres
-
annabjorghjartardottir
-
attilla
-
skagstrendingur
-
baldvinj
-
benediktae
-
beggo3
-
h2o
-
bbg
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
siggibragi
-
brandarar
-
deiglan
-
gagnrynandi
-
doggpals
-
ekg
-
elfur
-
eeelle
-
ellamagg
-
elismar
-
evaice
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gunnargunn
-
tilveran-i-esb
-
gthg
-
gun
-
gudbjorng
-
zumann
-
gudjul
-
gp
-
hreinn23
-
brekkukotsannall
-
gustaf
-
hallarut
-
morgunblogg
-
hannesgi
-
miniar
-
maeglika
-
heimssyn
-
aanana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
minos
-
atvinnulaus
-
daliaa
-
ingvarvalgeirs
-
jakobk
-
fun
-
jennystefania
-
jonsullenberger
-
dondi
-
jonsnae
-
jonvalurjensson
-
jonarni
-
jonoskarss
-
jorunnfrimannsdottir
-
kaffistofuumraedan
-
krist
-
kristinn-karl
-
krissiblo
-
kristjan9
-
altice
-
sleggjudomarinn
-
elvira
-
mathieu
-
morgunbladid
-
ninasaem
-
pallru
-
pallvil
-
palmij
-
iceland
-
ragnar73
-
rannsoknarskyrslan
-
redlion
-
seinars
-
fullvalda
-
logos
-
sigrunzanz
-
sigurduringi
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
sisi
-
siggifrikk
-
stebbifr
-
stjornuskodun
-
stormsker
-
saevargudbjornsson
-
athena
-
susannasvava
-
tibsen
-
ubk
-
vala
-
val
-
vestarr
-
postdoc
-
gummih
-
asdisran
-
thjodarsalin
-
mullis
-
sumri
-
t24
-
omarragnarsson
-
umbiroy
-
thjodarheidur
-
thorhallurheimisson
-
flinston
-
diva73
-
thjodarskutan
-
lifsrettur
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll vertu.
Væri gott ef heildarsamhengið kæmi fram í þessari færslu þinni. Ég bendi á að það hefði verið hægt að komast hjá gjaldskrárhækkunum vegna grunnþjónustu við börn ef útsvarið hefði verið hækkað. Þessi leið mun leggja miklu þyngri byrðar á barnafjölskyldur í borginni en útsvarið nokkru sinni (u.þ.b. 9.000 kr á mánuði fyrir foreldra tveggja grunnskólabarna í stað 1.000 króna á hverjar 400.000 krónur) og það er miður.
Kveðja,
Sóley Tómasdóttir.
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 16:51
Það hefði líka verið hægt að athuga fyrst hvaða tekjur væru væntanlegar með óbreyttum gjaldskrám og töxtum og stilla síðan útgjöldin af, eftir tekjunum. Sem sagt veita þá þjónustu sem hægt er að veita fyrir þær tekjur sem innheimtar eru, en ekki ákveða þjónustuna og hækka svo álögurnar á borgarbúa og ætla svo að hampa sjálfum sér eftirá sem þeim aðila sem veitir svo "góða þjónustu" og "hátt þjónustustig".
Það er enginn vandi að vera góður við alla og gera allt fyrir alla, ef maður þarf ekki að borga það sjálfur.
Axel Jóhann Axelsson, 2.12.2010 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.