26.11.2010 | 11:48
Jón Bjarnason er góður fjölskyldumaður
Jón Bjarnasons, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipaði nýlega nefnd til að fara yfir ýmis atriði sem lúta að fiskveiðum og fiskveiðistjórnun og fannst meira en tilvalið að skipa son sinn í nefndina, enda væri hann líffræðingur og vel metinn sem slíkur þar að auki, eins og Jón sagði á Alþingi í vörn sinni fyrir skipun sonarins í nefndina.
Nú boðar Jón skipan nefndar á vegum ríkisstjórnarinnar nr. 151 á síðustu tuttugu mánuðum, og á hún að fjalla um svín, þ.e. svín í svínabúum, líðan þeirra í lifanda lífi og fantalegar geldingar á grísum, þ.e. afkvæmum svína. Nú vill svo vel til að sonur Jóns er líffræðingur og vel metinn sem slíkur, meira að segja, og því hlýtur hann að vera flestum öðrum mönnum heppilegri til að sitja í þessari svínanefnd og helst að stjórna henni.
Ekki eru tiltækar upplýsingar um fjölskyldu Jóns Bjarnasonar, ættboga eða vinatengsl, svo vel getur verið að í þeim hópi séu meira en nógu margir hæfir einstaklingar til þess að skipa alla nefndina og auðvitað er þægilegast og fljótlegast að þurfa ekkert að fara með svona smámál út fyrir fjölskylduna.
Það er svínslegt fyrir ráðherra að þurfa að sitja undir gagnrýni fyrir að vera góður fjölskyldufaðir.
Jón skipar starfshóp um vandamál svínaræktar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já ég skil ekki alveg þetta moldviðri, þó svo að hann sé sonur Jóns. Jón er bara að gera það sem hefur viðgengist í gegnum tíðina og það sem Gnarrinn boðaði, þ.e. að koma ættingjum og vinum í góðar stöður. Þetta er ekkert nýtt og hefur verið stundað lengi og aldrei gert neitt úr þessu fyrr en sonur Davíðs var ráðinn í eitthvert starf fyrir norðan.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 12:32
Aum afsökun að svona hafi verið gert áður, lofaði þessi velferðastjórn ekki allt öðrum vinnubrögðum m.a. að hætta vinavæðingunni. Þeir sem þekkja til kommana vissu svo sem að það stæðist aldrei.
Haukur Gunnarsson, 26.11.2010 kl. 13:01
Ég var ekki að afsaka neitt var bara að benda á að sukkið heldur áfram, sama hver er við stjórnvölinn og svo að þjóðin ætti að vera alveg sátt við þessi vinnubrögð, allavega boðaði Jón Gnarr svona vinnubrögð og var kosinn þrátt fyrir það. Fólk ríkur upp af smá tilefni útaf því að hann komi syni sínum í gott embætti en kýs svo Gnarrinn sem boðar samskonar vinnubrögð.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 13:40
Hefur þú Rafn, einhver dæmi þess að ráðherrar fyrri stjórna hafi skipað börn sín í störf fyrir eigið ráðuneyti.
það heldur því enginn fram að börn ráðherra geti ekki orðið opinberir starfmenn eins og sonur Davíðs sem sótti um dómarastarfið fyrir norðan en var ekki settur í starf í ráðuneyti föður síns.
Ráðherrar eiga bara ekki að skipa börn sín til vinnu fyrir eigin ráðuneyti það er spilling og held ég að í öllum löndum hins siðaða heims yrði slíkur ráðherra knúinn til afsagnar.
Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 15:06
Ég er bara að benda á að í þjóðfélaginu hefur tíðkast að koma sínum nánustu í þægileg störf og embætti án þess þó að menn hafi boðað það í kosningabaráttu eins og Jón Gnarr gerði og fékk glimrandi kosningu.
Ég veit ekki hvort að ráðherra hafi skipað börn sín í störf fyrir eigið ráðuneyti, enda skiptir ekki máli hvort hann komi honum fyrir í sínu ráðuneyti eða öðru, skíturinn er bara meira undir teppinu þegar þeir koma þeim fyrir annarsstaðar í krafti stöðu sinnar.
Og svo það fari ekki á milli mála, þá er ég alls ekki hlynntur svona vinnubrögðum enda kaus ég ekki Gnarrinn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.