Einn fyrir Landsdóm og annar ekki fyrir sambærilega hluti

Jóhanna Sigurðardóttir hefur nú í tæpa tvo mánuði boðað að aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna verði lagðar fram "eftir helgi" og ítrekaði það loforð á Alþingi í morgun.  Hún segist hafa setið marga fundi undanfarið með fulltrúum bankanna og lífeyrissjóðanna, en því miður vilji þeir ekki fara sömu leið og stjórnvöld í málinu, þ.e. þeir vilja ekki taka á sig kostnaðinn vegna aðgerðanna.

Forsætisráðherrann segir að ríkisstjórnin hafi ekkert boðvald yfir bönkunum og geti því ekki skipað þeir að gera eitt eða neitt, eða eins og segir í fréttinni:  "Jóhanna sagði að talið hefði verið nauðsynlegt að reyna að ná samningum við fjármálastofnanir og fara ekki í aðgerðir í andstöðu við bankana sem gætu leitt til skaðabótakrafna á hendur ríkisins."

Þetta segir forsætisráðherra þeirrar ríkisstjórnar sem beitti sér fyrir því að láta Alþingi samþykkja ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir að hafa ekki skipað bönkunum að gera hitt og þetta á árinu 2008, þar á meðal að hafa ekki nánast upp á sitt einsdæmi flutt Icesave reikninga Landsbankans í dótturfélag í Bretlandi. 

Núverandi ríkisstjórn segist sem sagt ekki hafa heimildir til að skipa bönkunum fyrir um eitt eða neitt vegna hættu á skaðabótakröfum frá þeim á hendur ríkissjóði vegna slíkra afskipta. 

Hvað hefur breyst í þessum efnum frá þeim tíma þegar ætlast var til að ríkisstjórn Geirs H. Haarde  handstýrði einkabönkum úr stjórnarráðinu? 

Hvernig stendur á því að fyrrverandi ráðherra er ákærður fyrir afskiptaleysi af fyrirtækjum sem núverandi ráðherra segjast ekki hafa neitt umboð til að skipta sér af, þó nú hafi meira að segja sú breyting oðið að ríkið á einn bankann nánast alveg og hlut í hinum tveim?

 


mbl.is Skuldaaðgerðir að skýrast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir eins og ég hef sagt sami grautur í sömu skál nema bara önnur hræra innihaldið jafn súrt og ókræsilegt!

Sigurður Haraldsson, 25.11.2010 kl. 11:49

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þetta fellst í samningum stjórnvalda við kröfuhafa bankana.  Bankarnir fengu lánasöfnin með afföllum, til þess að geta fegrað eignastöðu sína.  Hins vegar þurfa bankar ekki að taka tillit til þessara affalla, frekar en þeir vilja, gegn því að stjórnvöld fengju að leggja minna fé með nýju bönkunum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 25.11.2010 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband