22.11.2010 | 15:33
SovétEvrópa færist nær
Samstarf ESBþjóða um evruna er í dauðateygjunum, eins og fjármálaástandið í Grikklandi, Írlandi, Spáni, Portúgal, Ítalíu o.fl. sýnir svart á hvítu og veldur þetta ástand hreinni skelfingu meðal allra helstu ráðamanna væntanlegs stórríkis Evrópu. Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að nú verði að renna styrkari stoðum undir sameiginlega hagstjórn í Evrópu og að eina lausnin við vandræðunum á evrusvæðinu sé að koma á miðlægari stjórn peningamála í Evrópu.
Í viðhangandi frétt er haft eftir Strauss-Kahn: Hjól sameiningarinnar snúast of hægt. Miðjan verður að taka frumkvæðið á öllum sviðum sem eru lykillinn að því að ná fram sameiginlegum örlögum sambandsins, sérstaklega í fjárhagslegri, hagfræðilegri og félagslegri stefnumótun. Ríki verða að vera reiðubúin að gefa eftir meira af valdi sínu til miðjunnar.
ESB sinnar á Íslandi hafa alltaf þrætt fyrir að stefnt sé að sameingingu Evrópuríkja, en slík áform koma skýrt fram hjá Strauss-Kahn, ásamt því að bráðnauðsynlegt sé að hraða því að koma öllu ákvörðunarvaldi álfunnar undir miðstjórn Þýskalands og Frakklands og hugsanlega Bretlands, þó þar hafi menn ekki viljað sjá að taka upp evruna.
Óttinn við hrun gjaldeyrissamstarfsins og þar með alls grundvallar ESB kemur einnig skýrt fram í ÞESSARI frétt, sem sýnir að meira að segja er farið að ræða um að skipta evrunni upp í tvær myntir, aðra fyrir stórþjóðirnar "í miðjunni" og hina fyrir undirtyllur höfðingjanna í Sovétinu.
Ekki þýðir lengur fyrir ESBsinna á Íslandi að reyna að ljúga þjóðina inn í sovétið með blekkingum og falsi um staðreyndir.
Evrópa sameini hagstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sælir já barátta okkar heldur áfram gegn ESB innlimuninni!
Sigurður Haraldsson, 22.11.2010 kl. 16:27
Ekki er nú útlitið bjart fyrir ESB og evruna, samkvæmt ÞESSARI frétt.
Axel Jóhann Axelsson, 22.11.2010 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.