16.11.2010 | 09:48
Nafn þingmannsins byrjar á stafnum Álfheiður
Þingmaður hefur lagt fram ályktunartillögu á Alþingi um að þingið setji á stofn sérstaka rannsóknarnefnd til að kanna til hlítar hvort þingmaður, eða þingmenn hafi gerst sekir um brot á lögum, með því t.d. að standa í gluggum þinghússisins í búsáhaldabyltingunni og gefa ungliðum Vinstri grænna upplýsingar um staðsetningu lögreglumanna hverju sinni og flóttaleiðir úr Alþingishúsinu, ef innrás ungliðanna myndi heppnast eins og vonast var til, af þeim sem í glugganum stóð og fleirum. Til að setja spennu í rannsóknarstarfið má geta þess að fyrsti stafurinn í nafni gluggabendisins er Álfheiður Ingadóttir.
Alþingi er orðin einhver rannsóknarglaðasta stofnun landsins og skipar hverja rannsóknarnefndina á fætur annarri til að fara yfir og lesa skjöl úr ráðuneytum til að rifja upp hver sagði hvað við hvern og hvenær í aðdraganda allra hugsanlegra ákvarðana, sem teknar hafa verið af ráðuneytum og ráðherrum undanfarin ár, enda minnisleysi þingmanna með eindæmum og þeir muna ekki deginum lengur, um hvað var fjallað í gær og allra síst muna þeir hvaða ákvarðanir voru teknar í hverju máli fyrir sig og allra síst ef meira en tveir dagar eru liðnir frá samþykktunum.
Til þess að gefa öllum öðrum rannsóknarnefndum þingsins góðan tíma til að rannsaka sín mál af kostgæfni og skila hnausþykkum rannsóknarskýrslum um skýrslurnar sem nefndirnar náðu að harka út úr ráðuneytum og lesa, þá er skiladagur þessarar nefndar settur á 1. apríl 2011.
Skiladagurinn, 1. apríl er vel við hæfi og segir ýmislegt um afstöðu flutningsmanns til rannsóknarnefnda þingsins og tilgangsleysis skipana þeirra. Óvitlaust væri að samræma skiladaga allra rannsóknarnefnda þingsins við þessa dagsetningu, enda tilgangur þeirra allra sá sami, þ.e. sýndarmennska og pólitískur keilusláttur.
Vill láta rannsaka þátt þingmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það væri nú skynsamlegra ef þinmenn og ráðherrar færi að horfa aðeins meira fram fyrir sig. Sá sem alltaf horfir aftur fyrir sig á það á hættu að ganga í fjóshauginn. Reyndar er sennilega of seint fyrir stjórnina að líta fram fyrir sig, hún er þegar komin á kaf upp að höndum!!
Gunnar Heiðarsson, 16.11.2010 kl. 10:40
Ég myndi einmitt halda að þessi tillaga væri flutt í háði á rannsóknarnefndaæði stjórnarmeirihlutans. Auðvitað er tími til kominn að fara að huga að uppbyggingu til framtíðar og hætta að liggja í baksýnisspeglinum. Það sem þarf til að koma okkur upp úr kreppunni er atvinna og verðmætasköpun, en ekki rannsóknarnefndir.
Axel Jóhann Axelsson, 16.11.2010 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.