15.11.2010 | 21:41
Lokum öllum sjúkrahúsum til að eiga fyrir Icesave
Enn á ný mun Steingrímur J. og félagar hans í Bretavinnunni vera búnir að ganga frá "betri samningi" við kúgara íslenskra skattgreiðenda í Bretlandi og Hollandi og mun samningurinn "sem liggur á borðinu" hljóða upp á 60 milljarða króna skattaáþján Íslendinga næstu áratugi.
Til samanburðar má taka, að á næsta ári þarf að hækka skatta, til viðbótar við fyrra skattahækkanabrjálæði, um ellefu milljarða króna og skera niður ríkisútgjöld um 30 milljarða og samt mun það ekki duga nema til að greiða helming þess halla, sem annars verður á ríkissjóði á árinu 2011.
Til þess að ná þessum sparnaði í ríkisútgjöldum þarf a loka öðru hverju sjúkrahúsi á landinu, lækka vaxtabætur, barnabætur og örorkubætur, svíkja hækkun á persónuafslætti vegna skatta, sem harðast bitnar á láglaunafólki og er þá fátt eitt nefnt, sem skerða þarf til að ná þessum fyrirhuguðu fjörutíu milljörðum króna.
Á sama tíma þykjast Bretavinnumennirnir vera að skila af sér enn einum "betri samningi", sem þó verður helmingi átakameira fyrir skattgreiðendur að erfiða fyrir og það þrátt fyrir að um skuld einkafyrirtækis sé að ræða, sem kemur íslenskum skattgreiðendum ekki frekar við en fjárhagsvandræði ESB-landa yfirleitt.
Þjóðin hlýtur að taka höndum saman og hrekja Steingrím J., Breta og Hollendinga til baka með þennan þrælasamning, eins og þá fyrri.
Vextir 3% í Icesave-samkomulagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er átakanleg lýsing, sett fram af hógværð og yfirvegun. Sat nokkuð hugsi eftir lesturinn og rifjaði upp stöðuna sem var þegar þessi ríkisstjórn tók við og hvernig viðskilnaður fyrri stjórna hefur nú leitt til þess að Landsdómur hefur verið vakinn af löngum dvala. Var sá sem á sakamannabekk mun þar sitja nokkuð í Bretavinnunni þinni? Var hann kannski bara að vinna fyrir Íslendinga? Ætli það nú ekki.
Björn Birgisson, 15.11.2010 kl. 22:10
Það voru engir samningar gerðir um Icesave fyrr en Steingrímur J. og Bretavinnuflokkurinn byrjuðu að skrifa undir slíka, fyrst í fyrrasumar, svo um haustið og svo enn einu sinni núna, ef fréttir eru réttar.
Hvað ráðherrar gerðu í fyrri ríkisstjórn kemur varla þessum samningum við, en hafi þeir verið byrjaðir að undirbúa slíka samninga, hafa þeir ekki verið hótinu betri en Steingrímur J. og Bretavinnuflokkur hans. Landsdómur var ekki kallaður saman til að fjalla um Icesave samninga, en líklega mun þess þurfa áður en yfir lýkur og þá munu einhverjir aðrir en ráðherrar síðustu ríkisstjórnar verða kallaðir fyrir hann.
Axel Jóhann Axelsson, 15.11.2010 kl. 22:20
Nei, hvernig læt ég, auðvitað kemur viðskilnaðurinn á engan hátt því við hvernig vinna hefur þurft úr honum með samningum, nú um Icesave og áður við AGS og ýmis lönd. Ríkisstjórninni datt bara rétt sí svona í hug að leita samninga við alla þessa aðila. Það sem maður getur verið blindur.
Björn Birgisson, 15.11.2010 kl. 22:31
Ertu sem sé að reyna að stama því út úr þér Björn að feilspor Steingríms hafi verið vegna skuldbindinga fyrri ríkisstjórnar? Ég efa að ríkisstjórn Geir Haarde hafi haft það sem útgangspunkt að láta vaða yfir okkur á skítugum skónum án þess að berjast á móti. Það voru lögð fram ályktanir frá sumum af okkar færustu lögfræðingum sögðu að okkur bæri ekki lagaleg skylda til að borga þessa reikninga. Steingrímur kaus sjálfur að líta fram hjá þessum álitum. Hann hefur frá þeim tímapunkti unnið gegn þjóð sinni og ætti með réttu að vera dreginn fyrir dóm fyrir það. Hann sagði einnig á þingi að gömlu samningarnir væru bestu mögulegu samningar sem hægt væri að ná og hann legði feril sinn undir þá. Hann ætti því með réttu að segja af sér þingmennsku.
Er ekki kominn tími á að skera á þennan naflastreng sem svo margir virðast sjá á milli núverandi ríkisstjórnar og þeirrar síðustu.
Pétur Harðarson, 15.11.2010 kl. 23:06
já, bæði blindur og heyrnalaus, Börn, það getur líka verið skemmilegt grín, allavega fyrir sjáandi
gn (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 23:10
Ææææ, árans vandræði alla tíð. Þetta sagði einn gesta minna í kvöld:
"Gleymum ekki að íhaldið hafði áður skipað samninganefnd og var búið að samþykja miklu hærri vexti og miklu hærri upphæð."
Það sem minnisgott fólk getur verið leiðinlegt á köflum! Algjörir gleðispillar!
Björn Birgisson, 15.11.2010 kl. 23:34
Ríkið á alls ekki að gera neina Iseslavesamninga.Þeir sem skrifa undir samningin á að draga fyrir dóm ákærðir fyrir landráð og loka þá inni sem eftir er æfinnar.Ég hef ekki neinn áhuga á því að krakkarnir mínir þurfi að borga einhvern glæpasamning
sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 23:46
Það er rétt Björn, að minnisleysið getur farið illa með fólk. Það var ekki búið að gera neina samninga um Icesave í tíð fyrri ríkisstjórnar, en hins vegar voru viðræður í gangi milli aðila um málið og nefndin sem fyrri ríkisstjórn hafði skipað í þær viðræður var umsvifalaust sett af, þegar Steingrímur J. kom í Fjármálaráðuneytið og formleg samninganefnd skipuð undir forystu Svavars Gestssonar, sem skilaði "glæsilegum samningi" og að sögn þeirra beggja þeim besta, sem nokkur möguleiki yrði að ná, enda væri þetta einn besti samningur Íslandssögunnar.
Gestur þinn í kvöld þyrfti að skerpa minnið, því það var ekki búið að samþykkja eitt eða neitt, hvorki hærri vexti eða hærri upphæð í tíð fyrri ríkisstjórnar. Samt er óþarfi að kalla þennan gest þinn algjöran gleðispilli, þó minnið sé eitthvað farið að slakna hjá honum.
Úr því að þú ert svona ánægður með þennan nýjasta þrælasamning, getur þú þá stungið upp á góðum niðurskurðartillögum í ríkisrekstrinum til þess að borga þessa skuld einkabankans. Myndir þú kannski vilja frekar fara með tekjuskattinn upp í 60%, eða virðisaukaskattinn í 30%. Svo gætir þú kannski bent á "blandaða leið", eins og núverandi ríkisstjórn er svo hrifin af.
Axel Jóhann Axelsson, 15.11.2010 kl. 23:50
Íhald eða ekki íhald, það voru engir ICESAVE-NAUÐUNGARSAMNINGAR gerðir fyrr en núverandi stjórnarskrípi Jóhönnu og Steingríms komst til valda. Þó með stuðningi stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokks Bjarna Ben, án þeirra gæti ICESAVE-STJÓRNIN ekki komið kúguninni í gegn. Við borgum ekki eyri.
Elle_, 16.11.2010 kl. 00:22
Fyrri ríkisstjórn var ekki búin að samþykkja neinn samning. Það var skrifað undir *minnisblað* um mögulegan samning, en Haarde stjórnin ákvað að skrifa ekki undir *endanlegan* samning á þeim kjörum vegna þess að hann var allt of dýr. Þegar ríkisstjórnin féll síðan nokkrum vikum síðar þá var allt frosið á milli okkar og Breta og Hollendinga.
Kalli (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 00:51
Held Birgir og vinur hans ættu að lesa eftirfarandi og hætt að ljúga um ríkisstjórn Geir Haarde. Núverandi stjórnvöld eiga ICESAVE og vitleysan í ykkur er orðin pirrandi:
Fyrri ríkisstjórn skrifaði undir viljayfirlýsingu um að fara að EES (EEA) lögum, eins og Árni Mathiesen hefur oft haldið fram. OG HAFIÐ ÞAÐ:
VILJAYFIRLÝSING VIÐ AGS, 15. NÓV, 08.
Elle_, 16.11.2010 kl. 00:57
Björn Birgisson var það víst.
Elle_, 16.11.2010 kl. 00:57
Fröken hauslaus:
Taktu eftir því að það stendur: "Iceland is committed to recognize the obligations to all insured depositors." M.ö.o. "Ísland mun uppfylla *skyldur* sínar til allra tryggðra innistæðueiganda."
Þar stendur hnífurinn í kúnni. Þessar *skyldur* eru ekki fyrir hendi samkvæmt lögum. Skyldurnar voru hjá tryggingarsjóði ekki ríkissjóði.
Seinni setningin fjallar svo um viðræður vegna endurgreiðslu á "framlagi" Breta og Hollendinga til innistæðueigenda Landsbankans erlendis.
Þetta var auðvitað staðið við líka *en* það var aldrei skrifað undir það að Bretar og Hollendingar ættu að græða á endurgreiðslunni með vaxtaokri.
Kalli (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 01:14
Ég veit vel hvað stendur þarna og vertu hauslaus sjálfur, fjárans ruddi. Og varst það ekki þú sem fagnaðir að ólöglega kúgunin væri nú ekki lengur svo slæm? Getur verið að þú sért nú að hefna þín fyrir svar okkar í síðu samtaka gegn ICESAVE í kvöld?? Þú þarft ekkert að segja mér að skyldurnar væru hjá TR. Hinsvegar getur ekki gjaldþrota fyrirtæki greitt að fullu og það þýðir EKKI að ríkissjóður taki við.
Elle_, 16.11.2010 kl. 01:22
Ein mistök: Þarna átti að standa TIF, en skrifaði þetta seint í nótt.
Elle_, 16.11.2010 kl. 07:29
Nú er sagt að þrotabú Landsbankans muni koma til með að eiga fyrir höfuðstól Icesave skuldar sinnar og bæði Bretar og Hollendingar viðurkenna að það sé þrotabúsins að greiða þessa skuld. Hvers vegna dettur mönnum þá í hug að íslenskir skattgreiðendur eigi að borga einhverja vexti af einkaskuldinni? Fyrst Landsbankinn greiðir höfuðstólinn að fullu, af hvaða upphæð á þá að reikna þessa vexti, sem skattgreiðendum er ætlað að þræla fyrir?
Nú mun ætlunin vera að skrifa ekki undir þennan "stórglæsilega" samning fyrr en samþykki Sjálfstæðisflokksins liggur fyrir um að tryggja afgreiðslu hans á þingi. Því verður ekki trúað fyrr en í fulla hnefana að sá flokkur ætli að taka að sér að tryggja þessa aðför ríkisstjórnarinnar og Bretavinnuflokksins að hagsmunum íslenskra skattgreiðenda til langrar framtíðar.
Axel Jóhann Axelsson, 16.11.2010 kl. 09:05
Elle, ég kallaði þig einungis fröken hauslaus útaf táknmyndinni, sá nefnilega ekki nafnið þitt. Ekkert illa meint. :-)
Kalli (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.