Eignir íslenskra fjársvikara á uppboð?

Fyrirsögn viðhengdrar fréttar gaf þá von við fyrstu sýn, að halda ætti uppboð á eignum þeirra fjársvikara sem tæmdu bankana innanfrá, rændu öllu eigin fé stærstu fyrirtækja landsins og settu allt þjóðfélagið í mestu efnahagskreppu lýðveldistímans.

Við lestur fréttarinnar sjálfrar kom auðvitað í ljós, að ekki var verið að fjalla um íslenska svikara, heldur kollega þeirra bandarískan, sem vafasamt er þó að hafi slegið þeim íslensku við í svikum og prettum, ef miðað er við hina frægu höfðatölu eða stærð efnahagskerfa Íslands og Bandaríkjanna.

Vonandi líður ekki á löngu enn, að einhver niðurstaða fari að koma í þau svikamál sem til rannsóknar eru hjá Sérstökum saksóknara og þeir fái makleg málagjöld, sem það eiga skilið og til refsinga hafa unnið.Allar eignir, hverju nafni sem nefnast, voru gerðar upptækar hjá Madoff, þeim bandaríska, en hæpið er að jafn langt verði gegnið gagnvart íslenskum bófum.  

Á uppboði ílla fenginna eigna Madoffs voru t.d. samkvæmt fréttinni: "Þegar Madoff var handtekinn fyrir tveimur árum var hald lagt á allt sem hann átti, allt frá notuðum sokkum og sérmerktum ónotuðum nærbuxum upp í lúxusíbúðir og báta. Allar þessar eigur eru nú seldar og mun andvirðið renna til um 3000 viðskiptavina Madoffs, sem hann hafði milljarða dala af. Madoff sjálfur, sem er 72 ára, afplánar ævilangan fangelsisdóm í Norður-Karólínu."

Íslenskir kollegar Madoffs fengju örugglega að halda sokkum og brókum og sú spurning vaknar hvort lúxusíbúðir og bátar yrðu nokkuð tekin af þeim.  Líklegra er að þeim takist að teygja mál svo og toga, að þeir veðri allir sýknaðir, nema þá af málamyndaákærum, eins og gerðist í Baugsmálinu fyrsta. 


mbl.is Uppboð á eignum fjársvikara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ef það tekst að fá viðkomandi yfirvöld til að opna augun og dæma þetta glæpahyski  okkar, sem virðast njóta friðhelgi allir sem einn, finnst mér að hleypa eigi þeim sem þeir hafa svipt aleigunni í eigur þeirra til að gera hvað sem þeir vilja við þær. Ekki voru þeir mikið að pæla í eigum þeirra, þegar græðgin var búin að blinda þá, og allt siðferði runnið í vaskinn. Það er löngu kominn tími á að þeir svari til saka, en nei. Hvers vegna eru þeir friðhelgir?

Bergljót Gunnarsdóttir, 14.11.2010 kl. 16:27

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Því er alltaf borið við, að rannsóknirnar séu svo flóknar og tímafrekar, að ekki sé við því að búast að niðurstöður fáist á næstunni. T.d. sagði Eva Joly að reikna mætti með að rannsóknirnar gætu tekið allt að fimm árum, áður en ákært yrði.

Hins vegar er svolítið einkennilegt, ef öll mál eru svo flókin og tímafrek, að ekki sé hægt að fara að koma þeim viðaminni fyrir dómstóla og síðan koll af kolli, þangað þau stærstu væru fullrannsökuð.

Á meðan lifa þessir "snillingar" í vellystingum praktuglega og gera bara grín að þjóðinni og yfirvöldum.

Axel Jóhann Axelsson, 14.11.2010 kl. 16:41

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Teinóttu jakkafötin hans Björgólfs myndu örugglega fara á slatta...

hilmar jónsson, 14.11.2010 kl. 17:50

4 identicon

Eitthvað fengist nú upp í Sjóváskuld Karls Wernerssonar fyrir lyfjakeðjurnar hans, Lyf og heilsu og Apótekarann.

Steini (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 17:55

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hilmar, það má láta sig dreyma um að eignast flott föt á spottprís.

Axel Jóhann Axelsson, 14.11.2010 kl. 18:29

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Steini, því miður er ekki líklegt að náist uppí nema óverulegan hluta þess taps sem þessir kónar hafa valdið, þó allt verði selt sem er einhvers virði og ennþá á þeirra nöfnum.

Axel Jóhann Axelsson, 14.11.2010 kl. 18:33

7 identicon

Mundi ekki fara í teinóttu fötin hans þótt ég fengi greitt fyrir það. Ekki að ég sé neitt á móti Bjögga gamla, þau bara passa ekki  

Björn (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 18:53

8 Smámynd: Friðrik Jónsson

Við búum við það rotið og spyllt stjórnkerfi hér á íslandi,að ég hef enga trú á að það verði nokkurn tímann sótt það sem var stolið hvað þá að einhver af þessum drullusokkum verði dæmdir.

Friðrik Jónsson, 15.11.2010 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband