Gnarrinn þurfti að ganga eins og hálvitarnir

Það er ekki fátt sem ergir vesalings borgarstjórann í Reykjavík um þessar mundir og ekki nóg með að hann sé ergilegur yfir hlutunum, þá er heilsufarið svo bágborið, að hann beinlínis veikist af volkinu sem fylgir starfinu, eins og hann er duglegur að koma á framfæri í "dagbók" sinni á Fésbók, sem reyndar fjallar mikið um höfuðverkina, sem starfið og umgengni við annarra flokka fólk veldur honum.

Einnig kemur fram á Fésbók sjúklingsins að aðstoðarmaður hans er honum svo dyggur, að hann leggst í rúmið með honum þegar sá óhæfi verður veikur af illum aðbúnaði í druslunni, sem þeim  er gert að ferðast í á vegum borgarinnar.  

Þeir, sem ekki hafa bíl til afnota í borginni, eða frá borginni, fá kaldar kveðjur frá borgarstjóranum óhæfa, þegar hann segir þá vera fífl, eða eins og hann orðar það sjálfur: "Þessi rafmagnsbíll er ekki alveg að ganga. Miðstöðin frekar slök og við Björn búnir að vera fárveikir. Svo sprakk á honum í fyrrakvöld og við þurftum að labba í HR eins og hálfvitar til að vígja viðbyggingu."

Væntanlega eru þessar dagbókarfærslur til þess gerðar að snúa borgarbúum frá því að gera kröfur til þess að borginni sé stjórnað af alvöru fólki og í það að vorkenna stjórnendunum fyrir ræfildóminn.  

Með lítilsvirðingu sinni í garð þeirra sem ekki vilja eða hafa efni á að reka bíl, skýtur sá óhæfi reyndar yfir það mark. 


mbl.is Kvartar yfir rafbílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hann er akkurat að meina það að allir sem labba eru hálfvitar... þú ert ótrúlegur

Hann segir að bíllinn hafi bilað og þeir þurftu að labba í HR einsog hálfvitar...

mummi (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 12:50

2 identicon

Annars er þetta ekki hin frægi rafbíll sem olli öllu fjaðrafokinu þegar hann tók við embættinu!  ;)

karl (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 13:36

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Axel, geturðu bara ekki hætt, þetta fer að verða vandræðalegt.

Bergljót Gunnarsdóttir, 14.11.2010 kl. 14:28

4 identicon

Stjórnun borgarinnar hjá Bestaflokknum og Samfylkyngunni er vandræðaleg og á meðan svo þökkum við innilega fyrir menn eins og Axel sem halda baráttunni áfram fyrir bættri og skemmtilegri stjórnun. Áfram Axel. Gs

Guðlaugur (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 14:34

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Á meðan Jón Gnarr er stjórnmálaforingi verður skrifað um hann hér, eins og aðra stjórnmálamenn. Ef þau skrif teljast vandræðaleg fyrir mig eða hann, þá verður svo að vera.

Enginn stjórnmálamaður er yfir það hafinn að fjallað sé um störf hans og aðrar gerðir og þó stuðningsmönnum Jóns Gnarr þyki athafnir hans þesslegar, að best væri að um þær væri þagað, þá er það þeirra vandamál, en ekki mitt.

Axel Jóhann Axelsson, 14.11.2010 kl. 15:15

6 identicon

Bergljót. Gætirðu rökstudd þetta hjá þér. Fyrir það fyrsta, hverju á Axel að hætta og hver er ástæðan fyrir því að "þetta" sé vandræðalegt?

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 20:24

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Það er auðvelt Kristinn. Ef hann segir að ómögulegir stjórnmálamenn eigi að fá  réttláta kritik,  því sparar hann þá svona útásetningar á stjórnvöld landsins, svo við gleymum ekki þessari vonlausu stjórnarandstöðu sem hann sér ekki sólina fyrir, enda samflokksmaður þeirra í Valhöll, sem er þó bara að gjamma út í loftið.

Hvernig hann eltir uppi hverja einustu grein um Jón Gnarr sem birtist í Mogganum, snýr henni á versta veg og linnir ekki látum, er bara orðið vandræðalegt, svona aftur, aftur og aftur og einu sinni enn. Annars er ég að hugsa um að hætta að reyna að benda honum á þetta því það virðist vita vonlaust. Ég hef áður sagt að þetta jaðri við einelti, en er að hugsa um að hætta því, enda orðin nokkuð viss um að þetta jaðrar ekki við neitt. Ég er bara alveg stein standandi hissa á manninum að nenna að standa í þessu.

Annars er Axel vanur að standa ágætlega fyrir máli sínu, og mér finnst nú einhvernveginn skemmtilegra að eiga þetta við hann sjálfan.

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.11.2010 kl. 00:32

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bergljót, ég verð nú að segja að mig undrar nokkuð að þú skulir segja að ég spari útásetningar á stjórnvöld landsins, því ég blogga nánast daglega um þau og afar sjaldan er ég að hæla þeim fyrir gerðir sínar, enda er aðallega um að ræða aðgerðarleysi á þeim bæ.  Sjálfstæðisflokkinn gagnrýni ég þegar tilefni gefst, sem er reyndar sjaldan, og er a.m.k. stundum ósammála forystunni þar, t.d. í Icesave og þeim Sjálfstæðismönnum sem vilja ganga í ESB.

Um Jón Gnarr hef ég bloggað nokkrum sinnum og varla nema einu- til tvisvar sinnum í mánuði, en viðkvæmari stuðningsmenn með nokkrum stjórnmálamanni og stjórnmálaflokki hefur maður aldrei kynnst, því þeir fara gjörsamlega á límiingunni þegar minnst er á átrúnaðargoðið og það virðist eiga að meðhöndla á einhvern allt annan hátt en aðra stjórnmálamenn, líklega bara vegna þess að þegar í harðbakkann slær, er alltaf hægt að segja að þetta hafi bara verið grín.

Fréttamenn, sem fjalla á óvæginn hátt um alla aðra stjórnmálamenn, hafa fallið í þá gryfju að þora ekki að ræða vitleysurnar í Jóni Gnarr og stjórn borgarinnar, einmitt af hræðslu við að verða ásakaðir um að vera lélegir húmoristar, sem skilji ekki grínið.  Enginn þeirra virðist þora að fjalla um grínið, sem framboðið var og hefur t.d. verið útskýrt mjög vel af Gauki Úlfarssyni, leikstjóra, hvernig sá leikþáttur var skrifaður og æfður fyrirfram til þess að taka upp "heimildarmynd" um framboðsgrínið.

Þannig stjórnarhættir ganga ekki til lengdar, hvorki í fyrirtækjarekstri, rekstri borgarinnar eða við stjórn landsins.

Axel Jóhann Axelsson, 15.11.2010 kl. 09:26

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Gefst upp, enda alveg búin að fá nóg. Einhliða sjálfskipað vopnahlé frá þessari hlið.    Minnist ekki á skrif um Jón Gnarr oftar, á þessari síðu.

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.11.2010 kl. 16:16

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki hef ég nú litið á þessi skrif um Gnarrinn sem neitt sérstakt stríð, heldur eingöngu verið að lýsa mínum skoðunum á þeim fáránlegu stjórnarháttum, sem mér finnst vera einkennandi í Reykjavíkurborg um þessar mundir.  Þú hefur nú líklega verið einna málefnalegust í svörum þínum, því flestar athugasemdir frá aðdáendum grínaranna hafa aðallega snúist um geðheilbrigði mitt, heimsku og aðra andlega óáran, en sjaldnast eru gerði borgarstjórans eða borgarstjórnarmeirihlutans varin málefnalega. 

Aðalröksemdir aðdáendanna eru að maðurinn sé svo fyndinn snillingur að annað eins hafi ekki sést á jarðríki frá því farið var að klappa myndletur í stein, hér á árum áður, og því eigi enginn að dirfast að gagnrýna framgöngu hans eða ummæli, hversu vitlaus sem þau annars eru.

En hvað um það, vopnahléið verður að vera einhliða, því sem áhugamaður um pólitík, mun ég halda áfram að skrifa um mínar skoðanir á borgarstjórninni, alveg eins og ríkisstjórninni og Alþingi.

Axel Jóhann Axelsson, 15.11.2010 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband