11.11.2010 | 15:35
Stríðsglæpur eða barnaskapur?
Mikið hefur verið fjallað um samþykkt Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar á að Ísland væri sett á lista þrjátíu "viljugra" ríkja vegna innrásar Bandaríkjamann og Breta í Írak árið 2003. Ýmsar samsæriskenningar hafa verið uppi vegna þessa samþykkis og félagarnir Davíð og Halldór verið sakaðir um landráð og stríðsglæpi, ásamt öllu öðru sem hægt er að ásaka menn fyrir yfirleitt.
Látið hefur verið eins og allur aðdragandi samþykkisins hafi verið ákveðinn að félögunum tveim, án vitneskju nokkurs annars og öllum öðrum gjörsamlega að óvörum, en nú er komið í ljós að Utanríkisráðuneytið lúrir á mörg hundruð blaðsíðna skýrslum um aðdraganda þessa samþykkis og samband ráðuneytismanna við bandaríska embættismenn um a.m.k. þriggja mánaða skeið fyrir innrásina.
Stórmerkilegur kafli úr skýrslubunkanum er birtur í fréttinni, en hann er svona: "Listi yfir þau 30 ríki sem styðja Bandaríkin og Bretland var lesinn upp í fréttum á CNN sjónvarpsstöðinni kl. 18:30 (ísl. tíma) í gær (18. mars). Þá höfðu, þrátt fyrir beiðni íslenskra stjórnvalda, ekki borist upplýsingar frá bandarískum stjórnvöldum um það hvernig þau hygðust nota listann eða hvenær og með hvaða hætti hann yrði gerður opinber. Enn vantar upplýsingar frá bandarískum stjórnvöldum hvað felst í því að vera á þessum 30 ríkja lista. Fátt hefur verið um svör í þeim efnum og virðist sem það sé bandarískum stjórnvöldum ekki fullljóst sjálfum. Höfðu fulltrúar ráðuneytisins m.a. spurt fulltrúa BNA sendiráðsins fyrr þann sama dag hvort Íslendingar gætu átt von á því, öllum á óvörum, að listinn yrði birtur á CNN eða öðrum fjölmiðli, segir í minnisblaðinu"
Tuttugu og níu þingmenn, sem ekkert nauðsynlegra hafa að gera á Alþingi, hafa lagt fram tillögu um að skipuð verði rannsóknarnefnd til að rannsaka aðdraganda samþykktar þeirra Davíðs og Halldórs á að setja nafn Íslands á þennan undirskriftarlista og klausan hér að framan úr skýrslunni sýnir svart á hvítu, að ekki veitir af að rannsaka þetta mál með sömu nákvæmni og Rannsóknarnefnd Alþigis rannsakaði bankahrunið og aðdraganda þess.
Það hlýtur að vera verðugt rannsóknarefni að fá endanlegan botn í það hvað ráðuneytismenn og aðrir opinberir starfsmenn, íslenskir og bandarískir, hafa verið að gera í þrjá mánuði og um hvað þeir hafa verið að skrifa mörg hundruð blaðsíðna skýrslur, fyrst enginn vissi til hvers menn væru í sambandi hver við annan og enn minni hugmynd virðast þeir hafa haft um tilgang samskiptanna og listans, sem þeir voru að ákveða hvort þeir ættu að fá ráðherrana til að skrifa undir.
Það sem virðist augljóst við fyrstu skoðun á þessu er, að ráðherrar eiga ekki að skrifa undir neitt sem ráðuneytismenn leggja fyrir þá, nema setja rannsóknarnefnd í málið strax, áður en skjöl eru stimpluð og útskýrð almennilega.
Spurðu hvort listinn yrði birtur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er þó alveg augljóst að ráðherrar með viti skrifa ekki undir eitthvað, sem þeir vita ekkert um hvað felur í sér, og leggja svo æru sína að veði.
Magnús Óskar Ingvarsson, 11.11.2010 kl. 18:07
En meðal annarra orða, hvar finnur maður þennan margumrædda lista? Í hvaða kompaníi vorum við?
Magnús Óskar Ingvarsson, 11.11.2010 kl. 18:08
Ráðherrar skrifa oft undir pappíra, sem undirmenn þeirra hafa unnið upp í hendurnar á þeim og sennilega lesa þeir þá ekki alltaf vel yfir, áður en þeir undirrita. Samkvæmt fyrstu fréttum af þessu máli, þá virðast ráðherrarnir hafa staðfest þátttöku á listanum, án þess að vita nokkuð um hvað málið snerist og embættismennirnir virðast reyndar ekki hafa vitað það heldur. Þetta er vægast sagt undarlegt mál.
Þennan lista fann ég á netinu yfir löndin "viljugu", en hann mun hafa lengst eftir að þessi fyrsta útgáfa var birt, en svona leit hún út:
Full list of coalition countries:
Afghanistan, Albania, Australia, Azerbaijan, Bulgaria, Colombia, the Czech Republic, Denmark, El Salvador, Eritrea, Estonia, Ethiopia, Georgia, Hungary, Italy, Japan, South Korea, Latvia, Lithuania, Macedonia, the Netherlands, Nicaragua, the Philippines, Poland, Romania, Slovakia, Spain, Turkey, United Kingdom and Uzbekistan.Source: US State Department
Axel Jóhann Axelsson, 11.11.2010 kl. 19:37
Ást núverandi þingmanna á rannsóknarnefndum er með ólíkindum. Af hverju ekki að setja málið í eðlilegan farveg á vettvangi dómstóla ef ástæða er til eða gefa sagnfræðingum lausan tauminn. Margir horfa framhjá því að í rannsóknarnefndir sest fólk sem enga ábyrgð ber og þar er ekki gætt lágmarksreglna um réttindi þeirra sem rannsóknin beinist að sbr. réttarfarslög sem gildir um málsmeðferð fyrir dómi. Síðan kveður rannsóknarnefndin upp dóm sem verður ekki áfrýjað. Hinir vísu hafa talað eins og Rannsóknarnefnd Alþingis sem skilaði að hluta gallaðri vinnu sem allir sitjandi Alþingismenn blessuðu með atkvæði sínu og hafa þó sumir ekki lesið skýrsluna með fullnægjandi hætti. Þjóðin hefur allt annað og merkilegra að gera en sökkva sér ofan í grufl sem á að vera verkefni sagnfræðinnar og stjórnmálaumræðunnar í landinu.
Jón Magnússon, 11.11.2010 kl. 23:08
Hversvegna var persaflóa stríðið ekki klárað og Sadam sóttur þá þegar. Hverjir voru það sem komu í veg fyrir það?
Hefði það stríð verið klárað þá þegar, þá væri þar eingin erlendur her núna. Bandaríkja menn vildu klára þetta mál þá þegar en það voru einhverjir sem það vildu ekki. Sadam gekkst upp í hrokanum í skjóli þeirra afla sem stöðvuðu persaflóastríðið ófrá gengið og hann átti nóg af eiturefna vopnum en fékk góðan tíma til að koma þeim undan.
Það eru bara rolur sem ganga alltaf frá hálfkláruðum verkum og það kemur í hnakkann síðar.
Hrólfur Þ Hraundal, 12.11.2010 kl. 06:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.