Ekki eftir neinu að bíða lengur

Sérfræðingahópurinn um skuldavanda heimilanna hefur nú skilað af sér útreikningum sínum um nokkrar leiðir, sem opinberir aðilar geta notfært sér til að koma skuldsettustu heimilum landsins til aðstoðar.  Án þess að hafa skoðað þessar leiðir nákvæmlega, virðist sértæk skuldaaðlögun vera fljótlegasta leiðin til að koma þeim verst settu út úr mesta vandanum og verði sú leið valin, er ekki annað að gera en að drífa í málunum og láta fólkið ekki engjast í snörunni mikið lengur.

Til viðbótar þessari aðgerð í þágu þeirra verst settu ætti að hækka vaxtabætur verulega og ætti slík aðgerð að koma öllum til góða sem húsnæðislán skulda, jafnt þeim sem verulega eru illa staddir og hinum sem betur standa, en skulda þó háar upphæðir í húsnæði sínu.

Í öllum áföllum, sem yfir dynja, á að sjálfsögðu að vera í algerum forgangi að bjarga þeim sem í mestu tjóni lenda, en láta aðra bíða sem betur sleppa og engum dettur í hug að leggja fé og fyrirhöfn í björgunaraðgerðir vegna fólks, sem alls ekki er í neinum vanda.

Sama á að gilda þó hörmungarnar séu af efnahagslegum toga.  Þeir sem þurfa ekki hjálp, eiga ekki að fá hana, en þeir sem eru að missa heimili sín vegna slíkra hörmunga eiga að fá skyndihjálp og aðrir ættu að sameinast um björgunaraðgerðirnar, jafnvel þó viðkomandi þurfi einhverju til að fórna sjálfur.

Loksins er búið að greina vandann og þá ætti ekkert að vera að vanbúnaði til að leysa hann.


mbl.is Mikilvægir útreikningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sértækar skuldaaðlaganir eru ávísun á skuldafangelsi til frambúðar. Fólk á að segja nei takk og hætta að greiða. Ef við lántakar hættum einfaldlega að borga hvað ætlið þið sem hvað hæðst hafið vælt að gera. Fara og hirða 50.000 heimili. Það kemur að því að lántakar segja hingað og ekki lengra og við gerum okkur vel grein fyrir því að samtakamátturinn getur fellt þetta svikabankakerfi.

Leiðréttingar eða við hættum að borga. 

Sigurður Sigurðsson, 10.11.2010 kl. 23:31

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Heyrðu Sigurður, þetta verður þú að útskýra talsvert nánar.    Hverjir eru "þið" sem hæst hafa vælt og eru líkleg til að hirða 50.000 heimili?  Ekki hef ég a.m.k. veitt neinum húsnæðis- eða önnur lán, svo ekki geng ég að neinum til að innheimta eitt eða neitt.  Þess vegna er bráðnauðsynlegt að þú útskýrir hvaða "þið" þetta eru.

Axel Jóhann Axelsson, 11.11.2010 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband