Mælum með meðmælum

Hollvinir heilbrigðisþjónustunnar hafa boðað til meðmæla á Austurvelli á morgun og ætla þar að mæla með góðri heilbrigðisþjónustu um allt land og að hún verði ekki skorin niður við trog á landsbyggðinni, eins og fjárlög gera ráð fyrir.

Meðal annars segir í tilkynningu frá hollvinunum:  "Markmiðið er að sýna styrk í samstöðu landsmanna með meðmælum með heilbrigðisþjónustunni. Víða um landið er verið að veita góða, hagkvæma og örugga þjónustu. Þannig viljum við hafa það áfram."  Ekki er með nokkru móti hægt að mótmæla þessari hógværu og göfugu bón um áframhaldandi gott heilbrigðiskerfi.

Það er alveg óhætt að mæla með þessum meðmælafundi.


mbl.is Meðmælafundur á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Mætum þá - sýnum starfsfólki heilbrigðiskerfisins loksins stuðning -

bloggarar hafa ekki einu sinni nennt að skrifa þeim til stuðnings -

Tími til kominn að breyta því.

Mætum á Austurvöll í dag.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.11.2010 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband