Safn um Kanann og Keflavíkurgöngurnar

Eftir margra mánaða undirbúning hélt ríkisstjórnin suður með sjó til að kynna tillögur sínar um atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, en þar hefur atvinnuleysið verið mest á landinu og með því að halda fund sinn í Víkingaheimum var reiknað með alvöru tillögum ríkisstjórnarinnar til lausnar þess vanda, sem við hefur verið að glíma á svæðinu.

Merkasta tillagan til atvinnubóta sem frá stjórninni kom var að setja upp minjasafn á Keflavíkurflugvelli um veru Kanans þar og skyldi uppsetning þess vera jafnt í umsjá kanavina og þeirra sem gegnu Keflavíkurgöngurnar forðum til að mótmæla veru Kananna á heiðinni.  Sú kvöð á uppbyggingu safnsins er vafalaust til að tryggja að myndunum af Steingrími J. úr göngunum verði komið fyrir á viðeigandi stað.  Ef einhver undrast hvernig þetta á að gagnast í baráttunni gegn atvinnuleysinu á Suðurnesjum verður að hafa í huga að a.m.k. þarf tvo safnverði til að annast það og jafnvel gæti þurft hálft starf til viðbótar vegna símavörslu og annarra tilfallandi verkefna.

Einnig sagðist ríkisstjórnin vera að hugsa um að flytja Landhelgisgæsluna suður á flugvöll án þess að útskýra nánar hvernig það myndi fjölga störfum, nema rétt á meðan verið væri að flytja búslóð gæslunnar, en nokkrir sendibílstjórar myndu auðvitað fá vinnu við það verk. 

Það sem líklega mun skapa flest störfin á Suðurnesjum samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar er opnun útibús Umboðsmanns skuldara í Keflavík, en örugglega mun þurfa fjölda starfsmanna til að vinna að fjárhagsvandræðum Reyknesinga á meðan þeir bíða eftir alvöru atvinnutækifærum, sem myndu fylgja t.d. orkufrekum iðnaði, en á slíkt var ekki minnst að öðru leyti en því, að slík mál væru "í ferli".

Að örðu leyti var tilkynnt um stofnun nokkurra nefnda, sem vinna skyldu áfram  að því að finna atvinnu fyrir vinnufúsar hendur og við það verða til nokkur vel launuð nefndarstörf og eru þau að sjálfsögðu vel þegin í því atvinnuástandi sem ríkir suður með sjó, eins og annarsstaðar.

Vonandi koma fleiri og helst bitastæðari tillögur fljótlega "eftir helgi".


mbl.is Hvað segja Suðurnesjamenn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Axel, heldur þú að mynst hafi verið á, FRJÁLSAR HANDFÆRA VEIÐAR ?

Aðalsteinn Agnarsson, 9.11.2010 kl. 15:54

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það hvarf djobb í atvinnuleysisgeymslu hjá Orkuveitunni á dögunum og ber að skoða þennan ruglanda í því ljósi.

Baldur Fjölnisson, 9.11.2010 kl. 22:25

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er eins og það sé tabú hjá Steingrímii að auka veiðar og fara yfir galna fiskveiðiráðgjöf.

Sigurjón Þórðarson, 10.11.2010 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband