9.11.2010 | 11:52
Í næstu viku, eða þarnæstu
Þann fjórða Október síðastliðinn, með tunnusláttinn í eyrunum, lofaði Jóhanna Sigurðardóttir nýjum tillögum til lausnar á skuldavanda heimilanna "eftir helgi".
Síðan eru liðnar nokkar helgar og væntanlegum tillögum alltaf frestað fram í næstu viku, þegar búið væri að "útfæra" þær endanlega.
Með pompi og prakt var búið að boða til fundar í dag til að tilkynna "útfærslu" nokkurra leiða, sem velja þyrfti á milli til að leysa vanda allra landsins barna í eitt skipti fyrir öll.
Nú hefur fundinum verið frestað þangað til í vikulok og í versta falli koma þær "eftir helgi".
Allt er þetta eftir bókinni, enn sem komið er.
Fundum með flokksformönnum frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bara ef stjórnarandstæðan myndi ekki gera hvað sem er til að stoppa ríkistjórnina í að hjálpa hinum almenna íbúa....
Sveinn Andri (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 13:13
Ríkisstjórnin hefur 35 þingmenn á bak við sig og því meirihluta á þinginu til að gera hvað sem henni sýnist til að hjálpa hinum almenna íbúa. Stjórnarandstaðan hefur aðeins 28 þingmenn og því ómögulegt að skilja hvernig þeir eiga að stoppa hina 35 af í því, sem þeir koma sér saman um að gera.
Sveinn, getur þú útskýrt hvernig þeir stoppa ríkisstjórnina í hjálparstörfunum?
Axel Jóhann Axelsson, 9.11.2010 kl. 13:20
Tók hún það nokkuð fram, hvaða helgi hún væri að meina?
Guðmundur Ásgeirsson, 9.11.2010 kl. 13:47
Þú mátt ekki vera svona grimmur Axel. Þau voru að kynna stórt atvinnuátak á Suðurnesjunum og eiga alveg skilið smá hvíld eftir þau miklu stórræði. :-)
Kristinn Karl Brynjarsson, 9.11.2010 kl. 17:48
Einmitt. Þau ætla að opna þar herminjasafn. Eins og það eigi eftir að skapa einhver verðmæti... Býr kannski eitt starf fyrir safnvörð, og það á kostnað skattgreiðenda.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.11.2010 kl. 21:14
Guðmundur, safnverðirnir verða a.m.k. tveir, til þess að þeir geti farið til skiptis í kaffi. Svo þarf a.m.k. hálft starf vegna símasvörunar og annað hálft starf til að halda saman vinnutímunum.
Svo þú skalt nú ekki vera að gera lítið úr því að þetta sé atvinnuskapandi og muni miklu í atvinnuleysinu á Suðurnesjum.
Axel Jóhann Axelsson, 9.11.2010 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.