Gnarrinn er móðgun við hugsanlegar geimverur

Að Jón Gnarr líki sjálfum sér við geimveru er hreinasta móðgun við þær verur sem hugsanlega þrífast úti í geimnum, því með því er hann að gefa í skyn að þær hljóti að vera afar frumstæðar og í raun skammt á veg komnar á þróunarbrautinni.

Aðspurður sagðist Jón ekki vera vanhæfur til að gegna borgarstjórastarfinu, eins og allir aðrir álíta, heldur væri hann mikilhæfur, enda hefði hann sett öll stjórnmál á annan endann í borginni og þar að auki væri fjallað um sig í fjölmiðlum, eins og hvern annan eðlilegan mann, sem hann væri alls ekki, því hann væri Pretator ófreskjan og enginn Schwartsenegger væri til í landinu, sem réði við sig.

Annar eins auli í opinberu starfi hefur áreiðanlega hvergi sést í sjónvarpsviðtali á vesturhveli jarðar og hafi einhver misst af þessu og síðasta sjónvarpsviðtali við þetta pólitíska furðufyrirbæri, er sá hinn sami hvattur til að fara inn á ruv.is og hlýða á bjánalegasta boðskap heimsstjórnmálanna, enda eiga þessi viðtöl eftir að geymast í minni manna um langa framtíð vegna fáránleikans.

Jón Gnarr er ekki mikilhæfur stjórnmálamaður og ekki vanhæfur heldur.  Hann er gjörsamlega óhæfur og Reykjvíkingum til ævarandi minnkunar.


mbl.is Geimvera í íslenskum stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Jón benti réttilega á hversu fáránlegur afturgönguflokkur þinn er. Von að þér sárni.

hilmar jónsson, 8.11.2010 kl. 20:53

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það var nú það saklausasta sem út úr honum vall og ekki sárnar mér hvernig hann talar um Sjálfstæðisflokkinn.  Það er öllum frjálst að hafa hvaða skoðun sem hann vill á honum.

Hingað til hefur maður reynt að skrifa kurteislega um þennan fáránlega borgarstjóra, en einhvern tíma kemur að því að ekki verður hægt annað en nota viðeigandi lýsingarorð um þetta fyrirbæri.

Þú ert nú ekki vanur að fegra mál þitt mikið, Hilmar, svo varla ofbýður þér svona mildileg umfjöllun.

Axel Jóhann Axelsson, 8.11.2010 kl. 20:58

3 Smámynd: Sigurður F. Sigurðarson

Ég er algjörlega ósammála þér Axel. Jón Gnarr nálgast viðfangsefni sín frá annarri hlið en pólitíkusum er tamt og það fer óstjórnlega í taugarnar á þeim. Hann viðurkennir að vera ekki inni í öllum málum en er vel tengdur til að afla sér þeirra upplýsinga sem hann vantar þegar hann þarf á þeim að halda. Miklu betra en vera með frasana tilbúna og vera með einhverja yfirborðsþekkingu sem þolir ekki neina verulega krufningu. Stjórnmálamenn hér hafa verið með fréttamenn meira og minna í vasanum og sloppið auðveldlega við spurningar sem hver maður sér að væri vænleg til að þjarma að þeim. Fréttamenn hlaupa yfir augljósar leiðir til að þjarma að illa upplýstum innvígðum stjórnmálamönnum og hjálpa þeim til að líta vel út.

Sigurður F. Sigurðarson, 8.11.2010 kl. 21:08

4 Smámynd: 365

Þetta viðtal sýndi aðeins eitt:  Nú fjarar hratt undan, búið spil.  Bíð eftir næstu skoðanakönnun.

365, 8.11.2010 kl. 21:24

5 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

sælir,Jón var mjög góður í kvöld bennti réttilega á að hann muni hafa samráð um flugvöllinn,

mín skoðun er að megi þrengja að flugvellinum, við eigum góða flugmenn, flugvélarnar minnka ekki við flug til Ísafjarðar þar er brautin lítil.

Um Bláfjöllin tel ég rétt að bjóða út reksturinn það er alveg út í hróa að borga með rekstrinum.

Bernharð Hjaltalín, 8.11.2010 kl. 21:29

6 identicon

Jón er algerlega vanhæfur sem borgarstjóri.Hann veit ekkert hvað er í gangi og ruglar um hvað hann sé nú frábær.Ég held að það sé best að sendaa hann aftur í leiklistina því þar er hann frábær

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 21:35

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jón Gnarr er albesti stjórnmálamaður Íslandssögunnar og verður okkar næsti forsætisráðherra. Jón Gnarr er algjör snilld!!!

Óskar Arnórsson, 8.11.2010 kl. 21:44

8 identicon

Ja Jesús, María og Pétur að þetta hafi verið kosinn borgarstjóri R.vík. sem afhjúpaði sig með þroska á við fermingarbarn í kastljósinu í kvöld er náttúrulega sorglegra en tárum tekur.

Það versta við þetta er að ég held að hann meini það að hann sé að gera góða hluti.

Ekki aðeins að Reykjavík sé borgarstjóralaus heldur hefur annars ágætur gamanleikari algjörlega misst húmorinn og minnir frekar á gamlar myndir með Dirk Passer eða útbrunnum leikurum sem halda að þeir séu fyndnir bara af því að þeir eru þeir.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 21:49

9 identicon

"Borgarstjórinn" Jón Gnarr er búinn að eiðileggja gamanleikarann Jón Gnarr fyrir mér,ég er hættur að þola að sjá manninn.Þvílíkt fífl sem maðurinn er.

Casado (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 21:53

10 Smámynd: Heiðar Sigurðarson

Íslendingar eru heppnir að hafa mann eins og Jón Gnarr í sínum röðum.

Fyrir utan einstaka stjórnmálalega steingervinga sem væru auðvitað best geymdir uppi í náttúrugripasafninu, þá sér það hver maður að borginni hefur aldrei verið stjórnað af þvílíkri röggsemi og yfirvegun og einmitt núna.

Ég vona sannarlega að við njótum krafta Jóns fram að næstu alþingiskosningum þegar Besti flokkurinn sópar fjórflokkaskrímslinu endanlega út af sjónarsviðinu og Jón og hans fólk sest í stóla hæstráðenda ríkisins. 

Þá loksins verður búandi hér á landi á ný.

Heiðar Sigurðarson, 8.11.2010 kl. 21:56

11 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég hef farið fram á það áður og geri enn

Ekki vega að gnarr - þetta er veikur maður og ber að umgangast hann með þeim formerkjum.

Dagur B - LÆKNIRINN - ætti að fara eftir eiðnum sem hann sór á sínum tíma og koma þessum veika meðbróður til hjálpar - koma honum í hendur þeirra sérfræðinga sem hann svo sannarlega virðist þurfa að komast til.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.11.2010 kl. 22:29

12 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvað er þetta eiginlega með þessa frumlegu og ómótstæðilegu fyndni Sjálfstæðismanna ? ho ho ho....

hilmar jónsson, 8.11.2010 kl. 22:35

13 identicon

Mér fannst Brynja hreint frábær.

Hvernig væri að skipta á henni og Jóhönnu?

Agla (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 22:49

14 identicon

Hvað er þetta með þig Hilmar.

Geturðu ekki bara yfirgefið mbl.is fyrir fullt og allt?

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 22:51

15 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvað er þetta með þig Kristinn, geturðu ekki bara hoppað upp í ..........

hilmar jónsson, 8.11.2010 kl. 22:55

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvaða hasar er þetta Kristinn, Hilmar er bráðnauðsynlegur hérna á blogginu til að sýna manni inn í undraheima mannlegrar hugsunar og hversu ótengdir þeir heimar eru oft við þennan raunverulega.

Axel Jóhann Axelsson, 8.11.2010 kl. 23:13

17 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Kristinn - veiki maðurinn sem var í viðtalinu væri einmana ef ekki væru menn eins og Hilmar - kanski eru þeir báðir geimverur.

Hilmar engist eins og maðkur á öngli - Rúv klikkaði á þjónkun við Sf og reyndi að taka viðtal við tóma dós. Brynja var snilldin ein -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.11.2010 kl. 23:17

18 Smámynd: Ómar Már Þóroddsson

Það sem mér fannst virðingarvert við borgarstjórann er að hann svaraði spurningunum sem fyrir hann voru lagðar. Ekki eins og margir aðrir stjórnmálamenn sem snúa útur eða koma með einhverja ræðu sem kemur málinu ekkert við. Þetta mættu fleiri gera. Og mér fynnst sjálfstæðisfólk vera fljótt að gleyma, því það voru nefnilega biðraðir hjá mæðrastyrktarnefnd þegar sjálfstæðisflokkurinn réði ríkjum í borgini líka. Þá var ekkert minnst á það.

Fyrrverandi borgarstjóri Hanna birna viðurkenndi líka í þættinum Sprengisandur að það þyrfti að hækka gjaldskránna hjá OR. Bara ekki fyrr en eftir áramót. Og það mættu fleiri hafa vit á því að leita sér ráða og þykjast ekki kunna allt og geta allt. Einnig sjálfstæðismenn sem stóðu nú vaktina ekki of vel árið 2008 svo ekki sé sterkara að orði komist. Ef hlustað hefði verið á spekinga sem voru búnir að spá fyrir um hrunið en ekki drulla yfir þá og fullyrða að þetta væri bara öfund og ekkert annað. Ef menn hefðu leitað sér ráða en ekki þóst vita allt og kunna allt hefði kanski verið hægt að bjarga einhverju. 

Ómar Már Þóroddsson, 8.11.2010 kl. 23:26

19 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Frábær grínisti, verður skyndilega borgarstjóri, dáður og hataður í senn. Það er bara eins og verið sé að tala um Davíð Oddson

Annars er kannski kominn tími til að hressa upp í myndlíkingaflóru íslenskrar pólitíkur og færa til nútímans. Geimveran úr Predator = Þrándur í Götu...?

Tek hins vegar undir með blogghöfundi og hvet alla til að horfa á kastljósið og HLUSTA.

Haraldur Rafn Ingvason, 8.11.2010 kl. 23:32

20 Smámynd: Heiðar Sigurðarson

Ég líka. Hér er viðtalið!

Heiðar Sigurðarson, 8.11.2010 kl. 23:47

21 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Narrinn virðist vel heima í skrímsla-myndum og á því sviði fellur hann svo vel að umhverfinu, að engin myndi veita honum athygli. Í mannlegu samfélagi er hann eins og geimvera, en auðvitað er samlíkingin móðgun við geimverurnar, sem örugglega eru til Axel.

 

Án gríns, þá fer þarna sjúkur maður og þótt ég hafi hlegið að vitleysunni, þá finnst öðrum framganga Narrans grætileg. Ég legg ekki til að hann verði lagður inn á geðsjúkrahús, en örugglega hefur mörgum áhorfendum dottið það í hug.

 

Þeir sem kusu Besta flokkinn, bera ábyrgð á þessu fyrirbæri og ættu að koma borgarstjóranum til aðstoðar. Þeir gætu til dæmis haldið á borgarstjóra-keðjunni fyrir garminn, því að hann er að sligast undan öllu erfiðinu.

 

Hvað segja menn annars um fórnfýsi mannsins, að láta tattúera skjaldarmerki Reykjavíkur á bol sinn og limi ? Svona þjónustulund hefur engin borgarstjóri sýnt áður. Væri ekki rétt að krefjast þess að Jóhanna forsætisráðherra láti tattúera skjaldarmerki landsins á bossann ? Auðvitað yrði fyrst að fá leyfi hjá eiginkonunni, eða er það eiginmaðurinn sem gæfi leyfið ?

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.11.2010 kl. 00:21

22 Smámynd: hilmar  jónsson

Sumir ættu að fara varlega í sjúkdómsgreiningar á öðrum svo ekki sé meira sagt..

hilmar jónsson, 9.11.2010 kl. 00:23

23 identicon

Did anyone read this? I’m never worried if an idiot runs for an office. That is called democracy. However, I’m worried when big part of a nation actually votes for the idiot and the idiot ends up in the office. That’s called “idiocracy” and is not good for anyone. Not even the idiot himself.

Ágætur frændi minn sendi mér þessi skemmtilegu orð hér að ofan. Ég get ekki gert að því að mér finnst þau passa við hér og nú. Gs

Guðlaugur (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 00:23

24 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jón er greinilega umdeildur maður en flottur er hann og Davíð roðnar hér á bakvið okkur

Sigurður Haraldsson, 9.11.2010 kl. 00:35

25 Smámynd: Heiðar Sigurðarson

Ef Loftur Altice væri með eina heilbrigða heilasellu þá myndi maður áfellast hann. En þar sem nokkuð er um liðið síðan síðasta heilbrigða sellan og þar með síðasta heilbrigða hugsunun datt úr kolli hans þá er honum ekki lengur sjálfrátt. Hann telst því jafnsaklaus og lítil börn sem skíta hugsunarlaust í sig þegar þeim er mál.

Heiðar Sigurðarson, 9.11.2010 kl. 00:39

26 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

ÆÆ - nú er Hilmar reiður -

Gunnlaugur - góður

Loftur - merki borgarinnar hafnaði honum.

Ef JS sett skjaldarmerkið á sig myndi merkið væntanlega eyða henni.

Borgarmerkið var hógvært - lagði til ígerð - narr er líka búinn að vera stutt - fá tækifæri til hörmunga en hefur þó nýtt tímann vel til þess að valda þeim.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.11.2010 kl. 02:31

27 Smámynd: Sigurður Heiðar Elíasson

Axel svo virðist sem að í höfði þínu búi tvær heilasellur, og þær eru greinilega að slást.

P.s hvað vitleysa er í þér að þú hafir reynt að skrifa kurteisislega um Jón, þú hefur alltaf skrifað um hann með óvirðingu og hroka.

Sigurður Heiðar Elíasson, 9.11.2010 kl. 02:38

28 identicon

Það kaus þig ENGINN. Það kaus heldur enginn sérfræðinga. Og síst af öllu kaus fólk táknmynd kyrrstöðunnar og kerfisins hann Dag.

Guð gaf þér þetta tækifæri. Heilaga tækifæri. Ekki glata því.

Þú ert útvalinn til að leiða þessa þjóð á betri braut. Vaknaðu!!!

Elísabet (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 03:22

29 identicon

Svo mörg voru þau orð. Hér hefur kristallast það sem maður hafði á tilfinningunni að kjarninn sem eftir er í kringum Besta flokkinn eru fólk eins og jón Gunnar "bíofanatíkerar" sem eru flestir varla komnir af Starwars stiginu en lifa í setningum eða jafnvel heilu senunum úr e-h framtíðar eða geimveru kvikmyndum síðustu ára. Kæmi ekki á óvart að áhorfendur á pöllum borgarstjórnar Reykjavíkur mættu með poppkornspoka á sýningarnar.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 07:47

30 identicon

Og svo þarf að hækka álögur á borgarbúa meðal annars til að greiða Jóni Gnarr laun  fyrir fíflaskap. Held hann ætti að líta í eigin barm áður en leggur til að loka Bláfjöllum í sparnaðarskyni.

Halldór G (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 08:58

31 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Hvað svo sem fólki finnst um Gnarrinn þá er þetta vægast sagt rætin og ógeðsleg umræða hjá heittrúuðustu Ganrrandstæðingum. Persónunýð eins og sjá má hér og víðar í bloggum sem tengd eru þessari frétt, gerir menn að ómerkingum.

Vonandi líður þessum litlu sálum betur eftir að vera búnir að tappa af sér óþverranum.

Haraldur Rafn Ingvason, 9.11.2010 kl. 09:15

32 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Haraldur, er þetta eitthvað óvægnari eða óverðskuldaðri umræða en aðrir stjórnmálamenn þurfa að búa við?

Axel Jóhann Axelsson, 9.11.2010 kl. 09:23

33 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Allt persónunýð gerir menn að ómerkingum, sama hver á í hlut! Óskandi væri að menn vendu sig af þessum plagsið og snéru sér að rökræðum.

Haraldur Rafn Ingvason, 9.11.2010 kl. 09:43

34 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Haraldur, það er alveg rétt hjá þér að meira mætti vera af rökræðum um verk stjórnmálamanna, frekar en persónuleika þeirra sjálfra.  Um leið og fólk er komið á kaf í störf innan stjórnmálanna er það orðið opinberar persónur og því býður það upp á umfjöllun um sjálft sig, störf sín og hugmyndir.  Sú umræða er oft óvæginn, en það sem sagt er um stjórnmálamennina, er þó oftast barnaleikur í samanburði við það skítkast og svívirðingar, sem bloggarar verða að láta yfir sig ganga, oftast frá nafnlausum, eða dulnefndum smásálum, sem spara orðaforðann heldur ekki í umsögnum sínum um pólitíkusa, sérstaklega auðvitað þá sem ekki svamla í sama drullupolli og viðkomandi nafnleysingi.

Axel Jóhann Axelsson, 9.11.2010 kl. 10:06

35 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

 Axel! Persónuníð er og verður aldrei annað en níð. Það breytir engu þó aðrir hafi verið níddir líka,  

Það er nú einmitt þetta níð og einelti sem Jón Gnarr var að tala um í viðtalinu. Hvers vegna eru menn svona reiðir, þó það laumi sér stálheiðarlegur og sannsögull maður í borgarstjórastólinn.  Laun heimsins eru oftast vanþakklæti. Eins og við vitum flest, er hann skiljanlega að drepast úr leiðindum innan um þetta forstokkaða kerfislið sem veit eða sér sjaldan betri leiðir til árangurs, en að segja sem minnst í sem allra lengstu máli.

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.11.2010 kl. 10:28

36 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég held að menn séu ekki reiðir yfir því að "stálheiðarlegur og sannsögull maður" hafi laumað sér í borgarstjórastólinn.  Fólki stendur ekki á sama um að þann stól skuli skipa aðili, sem er gjörsamlega óhæfur til að gegna embættinu og viðurkennir það reyndar sjálfur, þó hann sjái ekkert athugavert við að hirða launin og hlunnindin sem starfinu fylgja, þó viðurkennt sé um leið að skera þurfi niður allan lúxus í rekstri borgarinnar.

Flokkakerfið er ekki ný uppfinning og ekki íslensk heldur, en hefur þróast í það sem það er með þróun lýðræðisins.  Þar með er ekki sagt að það sé endastöð í þróunarsögunni og hvort sem lýðræðið er leiðinlegt eða ekki, þá er það þó það skársta stjórnarformið af þeim sem enn hafa verið fundin upp.   Vonandi heldur þróunin áfram og stjórnunarkerfi þjóðanna þar með, en væntanlega mun fólk áfram hópast í félög og flokka, sem falla að þeirra áhugamálum og skoðunum.  Þar með er ekki sagt að stjórnmálin verði eintómt grín og skemmtilegheit og eingöngu fyrir trúða að sinna.

Axel Jóhann Axelsson, 9.11.2010 kl. 10:39

37 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Gvöð!

Það er enginn að tala um að þetta þurfi allt að vera grín, það er ekki einu sinni ýjað að því, heldur bara að þetta þurfi ekki að vera svona þrautleiðinlegt og langdregið. Viltu engar breytingar í þeim efnum?

 Var Jón með einhver trúðslæti í þessu viðtali?

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.11.2010 kl. 10:53

38 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Takk fyrir falleg orð um pistlana!

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.11.2010 kl. 11:10

39 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hann var ekki með trúðslæti, sýndi bara venjulega óhæfni og að hann vissi ekkert um málefni borgarinnar og stofnana hennar og ekki var hann skemmtilegur heldur.  Maður hreinlega tók út við að horfa upp á þessa niðurlægingu lýðræðisins, sem birtist í svona afskræmingu á kosningaréttinum. 

Að komast að lýðræðislegri niðurstöðu um málefnin getur bæði verið langdregið og leiðinlegt á stundum, en vilji maður lýðræði, þá verður maður að sætta sig bæði við kostina og ókostina.  Ókosturinn við lýðræðið er hvað það getur verið þungt í vöfum og allar breytingar til að stytta tímann sem það tekur væru vel þegnar og ekki myndi skemma ef það gæti verið skemmtilegra en það er.

Sú skemmtun má þó ekki ganga út í hreinan fíflagang óhæfra einstaklinga, sem gera ekkert nema að hafa kjósendur sína að fíflum.

Axel Jóhann Axelsson, 9.11.2010 kl. 11:30

40 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Sammála um að hann var ekki með trúðslæti. Vanhæfnina kom ég ekki auga á. Ég botna bara ekkert í setningunni um niðurl. lýðræðisins sem birtist í afskræmingu á kosningaréttinum.

Miðkaflinn er nánast eins og hann væri skrifaður af J. Gnarr.

Endirinn er sama þrástagelsið og fyrr.

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.11.2010 kl. 12:33

41 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er alger afskræming á kosningaréttinum að nota hann til að kjósa yfir sig svona algerlega óhæfa frambjóðendur.  Það er þó lýðræðislegur réttur, en það er þar með sagt að ekki megi berjast gegn óskapnaðinum í þeirri von að svona dapurlegt andlegt ástand kjósenda verði ekki varanlegt og þjóðinni þar með til enn meiri skaða í framtíðinni.

Axel Jóhann Axelsson, 9.11.2010 kl. 13:07

42 Smámynd: Óskar Arnórsson

Málið er að þeir s.k. "hæfu" sem geta logið lýðinn fullan, eru kosnir áratugum saman. Þú ert ansi dapurlegur Axel að mælast til að fá þetta "hæfa pakk" sem hefur sett borgina á hausinn í msta góðæri á Íslandi og þú villt fá aftur til að stjórna. Þú virðist hafa algjört ofnæmi fyrir heiðarlegu fólki loksins þegar einn maður birtist.

Óskar Arnórsson, 9.11.2010 kl. 13:17

43 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar, ég vil alls ekki fá R-listann aftur til valda í Reykjavík.  Flokkarnir sem að honum stóðu fóru illa með fjárhag Reykjavíkurborgar og stofnana hennar, sérstaklega OR og Hanna Birna og Sjálfstæðisflokkurinn tóku við á erfiðum tíma, árið 2008, en gekk furðu vel að ráða við fjárhaginn þann stutta tíma sem hann stjórnaði borginni. 

Því miður hélt Sjálfstæðisflokkurinn ekki stöðu sinni í kosningunum í vor og því fór sem fór og við fengum þennan óskapnað yfir okkur, sem nú ræður för í borginni.  Ég hef alls ekki ofnæmi fyrir heiðarlegu fólki, bara óhæfu fólki.

Axel Jóhann Axelsson, 9.11.2010 kl. 13:25

44 identicon

Berljót, hvað er níð ef "þetta forstokkaða kerfislið sem veit eða sér sjaldan betri leiðir til árangurs, en að segja sem minnst í sem allra lengstu máli" eins og þú skrifar um borgarfulltrúa annara flokka er það ekki. Fólk sem þó er að reyna að vinna þá vinnu sem það skuldbatt sig til að gera og bera ábyrgð á - hversu leiðinleg sem hún er.

Síðan segir þú að það "laumi sér stálheiðarlegur og sannsögull maður í borgarstjórastólinn" og átt við Jón Gnarr, er það sannsögult og stálheiðalegt að segja fólki fyrir kosningar að hann muni ekki hækka útvar eða hækka OR gjöldin en gera svo bæði eftir kosningar. Er það yfirleitt sannsögult og stálheiðarlegt að bjóða sig fram til eins valdamesta embættis landsins vitandi að hann hefur enga hæfileika né möguleika á að sinna starfinu og vinna með fjármuni og hagsmuni borgarbúa. Þó honum finnist stjórnmálamenn stundum leiðinlegir gefur það ekki rétt til að "sabotera" velferðarkerfi og fjármál reykvíkinga

Svo er ég þér ekki sammála að allir stjórnmálamenn séu leiðinlegir og forpokaðir margir af alþingismönnum og sveitarstjórnarmönnum nú sem fyrr eru virkilega skemmtilegt og velgefið fólk sem hefur reynt að sinna sínum störfum af heilindum og verið leiftandi skemmtilegt um leið. Má til dæmis nefna Davíð Oddsson já og Ingibjörgu Sólrúnu jafnvel Steingrín J og marga fleiri sem maður er ekki endilega sammála en að ráðast að lýðræðislegu stjórnkerfi okkar af því að manni finnst það ekki falla að eigin háþróaða húmor er bara ekkert fyndið.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 13:57

45 identicon

Axel -  þú segir "Það er alger afskræming á kosningaréttinum að nota hann til að kjósa yfir sig svona algerlega óhæfa frambjóðendur"  . Ég vill meina að það er akkúrat það sem við höfum gert í undanfornum kosningum.   Er það ekki óhæfa að ljúga til um stöðu fjármála borgarinnar eins og Hanna Birna gerði.  Eða framkoma Villa vitlausa í REI málinu. 

Brynjar (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 14:34

46 Smámynd: Bara Steini

Hafið áhuga :=

http://almannathing.is/

Bara Steini, 9.11.2010 kl. 15:02

47 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Brynjar, þú getur ekki kennt neinum nema sjálfum þér um, ef þú hefur ekki skilið það sem Hanna Birna margsagði á þeim tíma sem hún var borgarstjóri og eins fyrir kosningar í vor.  Hún margræddi fjárhagsvanda borgarinnar og átti í góðri samvinnu við minnihlutaflokkana í borgarstjórn og starfsmenn borgarinnar um sparnaðaraðgerðir í rekstri, bæði borgarsjóðs og stofnana borgarinnar.  Hún talaði jafnframt um að á næsta ári þyrfti að hækka gjaldskrár borgarinnar, þ.m.t. hjá OR, en það þyrfti að gera í áföngum.

Enginn fór fram á það við þig að kjós "Villa vitlausa" í kosningunum í vor, því hann var ekki í framboði.  Nóg var nú af furðufuglum samt og þú hefur væntanlega ekki hikað við að kjósa þá.

Axel Jóhann Axelsson, 9.11.2010 kl. 15:16

48 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Sveinn, víst er fólk að vinna þá vinnu sem það skuldbatt sig til, eins og borgarstjórnin öll, og ekki ætla ég að setja út á það. En það mætti nú aðeins slaka á hátíðlegheitunum og síðan þessu stanslausa einelti sem er beitt gagnvart manni sem hefur það eitt til saka unnið að nálgast vinnuna sína öðruvísi en forverar hans. Ég sé bara enga ástæðu til að hatast út í hann fyrir það.

Hann margsagði fyrir kosningar að hann vissi harla lítið um stjórnun borga, en hlaut kosningu þó. Hefur Jón Gnarr saboterað fjármálakerfi borgarinnar, og ef svo hvernig?

 Hvað OR og útsvarið varðar langar mig að koma með eina spurningu enn. Er ekki betra, þó sársaukafullt sé, að bjarga orkuveitunni og fjármálum borgarinnar en að láta bara vaða á súðum?

Ég man ekki eftir einum einasta borgarstjóra sem hefur getað staðið við öll sín kosningaloforð, enda eru kosningaloforð yfirleitt ekki annað en viljayfirlýsingar frambjóðaenda. Eins og við vitum bæði, og þarf ekki J.G. til, skapast alltaf ýmsar ófyrirsjáanlegar kringumstæður, af ýmsum toga, og hingað til hef ég ekki hreyrt menn nánast æpa af vanvirðingu þegar reynt er að stjórna og framkvæma af ráðdeild. 

Víst er stór hluti ráðamanna hið skemmtilegasta fólk með fínan húmor, þó mat okkar á því hverjir standi þar fremst í flokki, sé e.t.v. ekki það sama., en þeir virðast bara ekki tíma að eyða honum á borgarstjórnarfundum.

Að lokum. Ég held líka til að vera sannsögul eins og borgarstjórinn okkar, að hann hafi bara gott af því aðláta sér leiðast stundum, það er bara aldrei gaman allan tímann, hjá neinum. 

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.11.2010 kl. 16:02

49 identicon

Ég kaus hvorki Villa vitlausa né Jón Gnarr.  Ég er ekki sanntrúaður í pólitíkinni eins og flestir hægri menn sem kjósa flokkinn og ekkert annað sama hvað.  Er það ekki svona " Sovét ".

Hanna Birna sagði víst fyrir kosningar að hún ætlaði ekki að hækka skatta og að rekstur borgarinnar gengi vel.

Þú skalt ekkert vera að gera mér upp einhver skilning eða skoðanir sem þú veist ekkert um.  Ef út í það er farið að þá er minn skilningur á þér að þú sért mjög reiður maður.  Ég óska þér engu að síður alls hins besta og þakka fyrir að ég búi í landi þar sem við megum hafa okkar skoðanir.

Brynjar (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 16:12

50 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Brynjar, ekki ætla ég að gera þér upp skoðanir eða skilning, en get þó ekki látið hjá líða að benda á að sá skilningur þinn að ég sé mjög reiður maður, er alger misskilningur.  Þvert á móti er ég flesta daga afar glaðvær og allir sem mig þekkja vita, að skapbetri maður er vandfundinn.  Það breytir þó ekki því, að ekki sé hægt að ganga gjörsamlega fram af manni í vitleysunni og lengst hefur nú verið gengið í þeim efnum með kosningu versta flokksins og þess óhæfa til valda í höfuðborginni.  Það er ekki bara þeim borgarbúum, sem svo kusu, til skammar og ekki bara höfuðborgarbúum almennt til niðurlægingar, heldur er það allri þjóðinni til mikillar minnkunnar að höfuðborg landsins skuli vera undir svona óstjórn.

Ekki veit ég hvort það sé svona "Sovét" að kjósa þá flokka, sem berjast fyrir þeim skoðunum og hugsjónum, sem standa mönnum næst, því í Sovét var bara einn flokkur í framboði og skylda að mæta á kjörstað til að greiða honum atkvæði.  Ég sé ekki að það sé að neinu leiti sambærilegt við verstrænt lýðræðis- og flokkakerfi.

Axel Jóhann Axelsson, 9.11.2010 kl. 16:30

51 identicon

Að mínu viti er himinn og haf á milli þess að slaka aðeins á hátíðleikanum (sem ég er fullkomlega sammála þér um) og störfum JG í borgarstjórn eða réttara sagt starfsleysi.

Honum ber að kynna sér í hörgul fjárhagsgerð og einstaka liði rekstrar borgarinnar. Hann getur ekki framselt ákvarðanavald og ábyrgð á vandamálum Reykvíkinga til manna sem þekkja til svona mála eins og hann sagði bara af því að hann hefur ekki áhuga né getu til að sinna þeim.

Þannig er stjórnun borgarinnar komin í hendur á fólki sem ekki var til þess kosið og getur haft allt aðra hagsmuni en kjósendur ætluðust til. Það er allt annað að vinna saman að málum og svo vega og meta út frá eigin þekkingu og hæfni og taka síðan ákvörðun sem er fylgt eftir í krafti meirihluta eða samstarfs allra flokka eins og Hanna Birna gerði.

Þessi stjórunarleysisaðferð speglast einmitt mjög vel í OR málinu.Hér voru fengnir einhverjir "sérfræðingar" út í bæ sem höfðu ekki hundsvit á málefnum OR en með heilmikla persónulega hagsmuni, þ.e. sem stjórnarformaður og forstjóri á háum launum. Þeir hafa skorið fyrirtækið niður á þjónustustigið sem var fyrir 20 árum. Blésu á allar þekkingartillögur fólks sem var búið að vinna að OR vandamálum árum saman sem og hugmyndir starfsfólks sem var sent á bætur.

Þetta er að sabotera og á eftir að fara mjög illa með fjárhag og velferð Reykvíkinga.

Hér er einfaldlega ekki svigrúm til að fara í dýptina á vandamálinu Jón Gunnar fyrir Reykvíkinga held að við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 17:49

52 identicon

ÚPS

Afsakið ofangreint átti að stílast sem svar til Bergljótar....

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 17:53

53 identicon

Það segir allt sem segja þarf um Jón Gnarr að það hefur verið stofnuð síða á Facebook sem heitir "Ég elska Jón Gnarr" full af aðdáendum á grunnskólaaldri. Um daginn heyrði ég tvo unga drengi tala saman um Jón með stjörnurnar í augunum. Jón er von barnanna og hið raunverulega sameiningartákn þessarar þjóðar. Það er enginn annar íslenskur stjórnmálamaður ELSKAÐUR af þjóðinni. Hann getur bara eyðilagt fyrir sér sjálfur með að standa ekki vörð um eigin völd. Þjóðin valdi hann einan.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 18:47

54 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ingibjörg, þú hittir naglann algerlega á höfuðið með því að benda á að Jón Gnarr á mesta samleið með grunnskólabörnum borgarinnar.  Við þau gæti hann leikið sér á fullkomnum jafnréttisgrundvelli.

Axel Jóhann Axelsson, 9.11.2010 kl. 19:04

55 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Sveinn, Ég er sammála þér um að vera ósammála áfram án frekari viðræðna að sinni.

Axel, þarna segirðu nokkuð sem er kallað undirbeltishögg. Ekki flott, sei, sei, nei !

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.11.2010 kl. 20:44

56 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ef Jón Gnarr á heima með grunnskólabörnum borgarinnar, þá á að stinga upp í þig snuði og hjálpa þér að skipta á bleyjum Axel. Svakalega ertu ógeðslega neikvæður og ferkantaður maður...alveg með ólíkindum. Þú kann sjálfsagt allt mögulegt um pólitík. Enn ekkert um manneskjur og þeira þarfifr greinilega. Við þurfum manneskjur inn í pólitikinna og ekki múmíur sem tala fallega og gefa síðan skít í allt og alla... vaknaðu til lifsins og hættu þessu gáfnakjaftæði og biturleikafyllíríi, ;) Og Loftur sem ég hafði svo mikið álit á er í sömu súpunni og þú...Er það nokkur furða þó allt sé í rugli í þessu landi?

Óskar Arnórsson, 9.11.2010 kl. 21:06

57 identicon

Axel Jóhann!

Þú ert vægast sagt fyndin karakter þar sem þú ætlar seint að skilja hvað Gnarrinn er að fara með þessum leikþætti sínum.

Ég skal annars viðurkenna að Jón Gnarr er kannski ekki sá albesti í hlutverk borgarstjóra en jafnframt þó skömminni skárri en þeir sem á undan hafa setið og staðið fyrir þeim mesta skrípaleik sem hefur sést enda var það tilefni hvorttveggja fyrir spaugstofuna og áramótaskaupið að taka það fyrir.

Merkilegt nokk fer annars lítið fyrir fréttum af erjum og illdeilum milli stríðandi fylkinga í borgarstjórn.
Hverju ætli sé um að þakka?

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 21:16

58 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar, það er einmitt áberandi með fleiri aðdáendur borgarstjórnarvitleysunnar en þig, að allt sem virkar gáfulega fer óskaplega í tauganar á ykkur.  Það lagast þó oftast með aldrinum og meiri þroska, svo ekki er öll von úti enn hjá þér með þetta.

Hneykslun ykkar aðdáenda gnarrdellunnar á þeim sem skrifa ekki tómt hól um ykkar mann er algerlega fölskvalaus og einlæg, enda sjálfir snillingar gullhamranna, eins og skrif þín um mig og mína persónu sanna svo fallega.

Því miður stjórnum við Loftur ekki neinu í borgarstjórn eða á Alþingi, því ef svo væri, þá væri alls ekki allt í rugli í þessu landi.

Axel Jóhann Axelsson, 9.11.2010 kl. 21:29

59 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eggert, það er nánast hlutverk Áramótaskaupsins og Spaugstofunnar að draga dár að ráðandi aðilum hverju sinni, bæði í borgarstjórn og í ríkisstjórn, svo það segir nú ekkert um frammistöðu þeirra.  Hins vegar geri ég frekar ráð fyrir að Spaugstofan geri ekki mikið grín að Jóni Gnarr, enda kusu leikararnir hann í kosningunum og þar að auki sér Jón Gnarr sjálfur um að verða sér til skammar.

Ef þú hefur ekkert orðið var við misklíð í borgarstjórn undanfarið, þá er það eingöngu vegna þess að þú hefur ekki verið að fylgjast með fréttum.  

Axel Jóhann Axelsson, 9.11.2010 kl. 21:35

60 identicon

Eg hef spurt sjalfan mig hvort vill eg mann sem er heidarlegur og einlaegur en veit kannski ekki allt eda mann sem lygur ad almenningi thykjist vita allt (daemigerdur politukus og gildur medlimur i fjorflokknum) vill frekar thann fyrri styd enntha Jon Gnarr svo framalega ad hann heldur afram ad vera hreynskilinn og heidarlegur. Malid er ad nanast allt er betra e fulltruar fjorflokksins. 

Gudmundur Asmundsson (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 23:57

61 Smámynd: Heiðar Sigurðarson

Guðmundur Ásmundsson. Þetta sem þú ert hér að segja er mjög nálægt minni sýn. Sjá nánar á þessu bloggi hjá Jóni Val, sem virðist vera jafnmikið í nöp við Jón Gnarr og Axel.

Heiðar Sigurðarson, 10.11.2010 kl. 00:10

62 Smámynd: Pétur Harðarson

"Annar eins auli í opinberu starfi hefur áreiðanlega hvergi sést í sjónvarpsviðtali á vesturhveli jarðar"

Axel Jóhann, hefur þú ekki fylgst með stjórnmálum á Íslandi síðast liðin ár? Íslendingar eiga sjálfsagt met í aulalegum stjórnmálamönnum og Gnarrinn á margt eftir ólært áður en hann kemst í flokk óhæfra aula sem hafa ráðið hér öllu.

Nærtækt dæmi er viðtal við Björn Val Gíslason og Bjarna Ben í Kastljósi 2. nóv. síðast liðinn:

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4544964/2010/11/02/

Þetta viðtal er lýsandi dæmi um aulaháttinn sem viðgengst í stjórnmálum í dag. Báðir aðilar keppast við að tala með rassagatinu. Bjarni Ben kominn í kosningaslag með upplognum loforðum og Björn Valur talar frá annarri plánetu eins og vanalega. Ef einhver er geimvera í íslenskri pólitík þá er það Björn Valur Gíslason.

Hvernig væri að hætta að agnúast út í Jón Gnarr og rifja frekar upp hvernig hann komst til valda? Fólk er löngu orðið þreytt á pólitískum klækjum og bolabrögðum og það vantar alveg nýtt hugarfar hjá gömlu flokkunum og maður treystir ekki alþingismönnunum okkar til að snúa rétt á klósettsetu, hvað þá meira.

Sjálfur hef ég alltaf verið fylgjandi stefnu Sjálfstæðisflokksins en landspólitíkin er komin í svo miklar ógöngur að maður er hættur að sjá mun á kúk og skít þegar kemur að gömlu flokkunum. Nú hlýtur að fara að styttast í að þessi versta ríkistjórn Íslandssögunnar falli og ef ekkert breytist í gömlu flokkunum þá myndi ég kjósa Jón Gnarr eða einhvern boðar alvöru breytingar í íslenskri pólitík.

Það má segja að þegar þú og aðrir gagnrýna Jón Gnarr þá eruð þið í raun að gagnrýna vinnuaðferðir gömlu flokkana síðustu ár sem er gott mál en það færi kannski betur að tala um hlutina eins og þeir eru í staðinn fyrir að blammera sárasaklausan mann.

Pétur Harðarson, 10.11.2010 kl. 04:54

63 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hón Gnarr afhjúpar greinilega úlfa í sauðargærum, græðgi, grimmd og forheimsku fólks, allt í kringum okkur, með heiðarleika sínum. Aumingja fólkið sem þurfti að missa allt sitt áður enn það skildi að karakterar eins og JVJ, Loftur og Axel, eru steinblindir á réttlæti og eru þegar allt kemur til alls menn sem verður að passa að ekki komist til valda neinsstaðar .

Það verður ekkert réttlæti nema með einhverskonar heiðarleika. Tími leikaraskapsins er liðin og alveg frábært að einmitt leikari, sem sér í gegnum fólk sem endalaust er með einhverja grímu fyrir framan sig.

Ég er aðdáandi heiðarleika og Jón Gnarr mætti vera nákvæmlega eins og honum sýnist fyrir mér. Löngu komin með upp í kok af fólki sem kann ekkert nema leika eitthvað hlutverk og ljúga að fólki eins og ALLIR Borgarstjórar hafa gert þangað til núna.

Ég vorkenni þér ekkert Axel og þú þarf bara að vakna til raunveruleikans. Tek undir með Guðmundi Asmunds og Heiðari. Þetta eru virkilega spennandi tímar framundan....

Óskar Arnórsson, 10.11.2010 kl. 05:04

64 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Ég tek heilshugar undir með þeim hér sem verja Jón Gnarr óverðskulduðum árásum frá fólki sem virðist ekki kunna almenna mannasiði.

Jón Gnarr er kannski ekki búinn að sanna sig sem snjallasta stjórnmálamann sögunnar en hann kemur eins og ferskur vorblær inn í íslenska pólitík sem fyrir löngu var orðin steinrunnin og pikkföst í klafa flokkshagsmuna og hagsmunapots einstakra flokksgæðinga sem hafa fengið að vaða uppi án eftirlits undanfarin ár og rústa öllum stoðum samfélagsins.

Ég vona að Jón og Besti flokkur hans taki þetta alla leið og hjálpi löndum sínum að koma þessu ömurlega fjórhausa flokksskrímsli fyrir kattarnef í eitt skipti fyrir öll.

Hann hefur sannarlega hæfileikana í það.

Hörður Sigurðsson Diego, 10.11.2010 kl. 05:57

65 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Greinilegt er á tímasetningum síðustu athugasemda, að einlægustu aðdáendur grarrruglsins geta ekki sofið á nóttunni, líklega vegna áhuga á geimverum, Múmínálfum, draugum og öðurum gnarrvinum, sem telja má víst að helst séu á kreiki séu á þeim tíma sólarhrings og að þá sé heppilegast að reyna að komast í beint samband við þá, til að deila áhugamálum.

Allir eiga þessir aðdáendur fáránleikans það sameiginlegt að þola illa gagnrýni á átrúnaðargoðið, en telja sig hinsvegar í fullum rétti til að níða niður hugsjónir og hugmyndir 90% þjóðarinnar um þjóðfélagsmál og telja ævintýraheim sinn öllu æðra hér á jörð og reyndar í alheiminum, hvort sem er þeim raunverulega eða ímyndaða.

Það eina sem hægt er að taka heilshugar undir í þessum nýjustu færslum, er sú fullyrðing Harðar að Jón Gnarr sé ekki búinn að sanna sig sem snjallasta stjórnmálamann sögunnar og er alveg óhætt að bæta því við, að aldrei mun hann verða talinn til slíkra, en hann mun vafalaust sanna sig áður en yfir lýkur sem einn mesta stjórnmálatrúð Íslandssögunnar og jafnvel einhverra annarra sagna líka.

"Geimverur allra sólkerfa sameinist", gæti sómt sér vel sem einkennisorð þessara nýju alhgeimsfrelsara.

Axel Jóhann Axelsson, 10.11.2010 kl. 09:15

66 Smámynd: Pétur Harðarson

Greinilegt er á síðustu athugasemd þinni Axel að þú ert vel skólaður af fjórflokknum; í staðinn fyrir að svara málefnalega er farið í einhverjar óþarfa pælingar um svefntíma og síðan er snúið út úr! Ekki einu sinni Dagur B. gæti bullað svona mikið ;)

Og nákvæmlega hvað hugsjónir er 90% þjóðarinnar sammála um? Þú ert vonandi ekki að tala um 92 milljón króna orðaþyrpinguna sem var samþykkt á þjóðfundi...

Pétur Harðarson, 10.11.2010 kl. 09:31

67 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Pétur, Það voru um það bil 90% þjóðarinnar sem kusu ekki Besta flokkinn í síðustu sveitarstjórnarkosningum, heldur kusu allt aðra frambjóðendur, þar af flestir Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna, Framsóknarflokkinn og VG, sem þú og fleiri reynið sífellt að spyrða saman undir heitinu "Fjórflokkurinn" þó þessir flokkar eigi ekkert sameiginlegt hugsjóna- og hugmyndafræðilega, nema þá að vilja vinna þjóðinni gagn, hver með sína lífsskoðun að leiðarljósi.

Ekki verður séð af skrifum ykkar grarrara, að þið eigið nokkra einustu lífsskoðun sameiginlega, nema hatur á samborgurum ykkar, sem lifa og starfa eftir sínum skoðunum og hugsjónum og leyfa sér að halda þeim fram opinberlega án þess að vera að verja einhverja "hagsmuni", aðra en sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar og í þessu tilfelli að benda á skelfilega óhæfa stjórnendur höfuðborgarinnar.

Það segir líka sína sögu um heilindi ykkar í stjórnmálum hvernig þú leyfir þér að tala um brúðustjórnandann Dag B., sem er í bakábyrgð fyrir borgartrúðinn, en hann telur þú vera með allra mestu bullurum sem sögur fara af.  Þó þú líkir mér við þann bullustrokk, þá segir það nú ekkert um mig, en því meira um þitt eigið innræti, sem ég vil ekki fullyrða að skoðanabræður þínir deili með þér.

Axel Jóhann Axelsson, 10.11.2010 kl. 10:20

68 Smámynd: Pétur Harðarson

Ég leyfi mér að draga í efa að það fólk sem var að bjóða sig fram gegn Besta flokknum hafi haft hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, ekki frekar en meirihluti þess fólks sem nú situr á alþingi. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG sýnir það svo ekki verður um villst að hagur þjóðarinnar er í öðru sæti á eftir hagsmunum flokkanna, ekki nú frekar en fyrir hrun. Hugmyndafræði og hugsjónir hafa ekki beint siglt lygnan sjó á alþingi sbr. skipshrakið sem Steingrímur J. Sigfússon er. Jóhanna kemur svo reglulega með nýjar áherslur og loforð sem er undantekningalaust orðin ein. Það skal engin segja mér að þetta væri eitthvað öðruvísi ef gömlu flokkarnir réðu borginni.

Við skulum því vona að í næstu kosningum nái Besti flokkurinn hreinum meirihluta svo Dagur B. geti snúið sér að læknahobbýinu sínu og Jón geti notið sín almennilega á borgarstjórnarfundum.

Pétur Harðarson, 10.11.2010 kl. 11:05

69 Smámynd: Heiðar Sigurðarson

Axel minn kæri en fyrrverandi sjálfstæðisfélagi.

Augljós andúð þín á Jóni Gnarr, Besta flokknum og þeim sem kunna vel að meta störf þess flokks er komin yfir eðlileg mörk. Mér er nær að segja að hún sé orðin að þráhyggju. Leiðinlegt er að sjá að svona skuli vera komið fyrir þér. Ljósi punkturinn er sá að þráhyggju og röskun á eðlilegu lífi vegna hennar er hægt að leiðrétta, jafnvel laga, ef vilji er fyrir hendi.

Ég vil benda þér á að kíkja inn á sálfræðivefinn persona.is en þar er bæði hægt að lesa sig til um sjúkdóminn og panta tíma hjá fagaðilum.

Með bestu kveðju og von um skjótan bata.

Heiðar Sigurðarson, 10.11.2010 kl. 11:16

70 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Heiðar, þú er kominn á lægsta plan sem hægt er að komast á vegna rökþrots og málefnaþurrðar í samskiptum við aðra, en það er að ljúga geðveiki uppá viðmælandann, en eftir sem áður þakka ég fyrir ábendinguna um sálfræðivefinn sem þú þekkir greinilega vel, sjálfsagt eftir góða reynslu af notkun hans.  Enn sem komið er, get ég þó ekki deilt neinni reynslu á þessu sviði með þér.

Axel Jóhann Axelsson, 10.11.2010 kl. 11:37

71 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Fyrst kemur blogghöfundur með þessi athuglisverðu fullirðingu:

"Allir eiga þessir aðdáendur fáránleikans það sameiginlegt að þola illa gagnrýni á átrúnaðargoðið, en telja sig hinsvegar í fullum rétti til að níða niður hugsjónir og hugmyndir 90% þjóðarinnar um þjóðfélagsmál og telja ævintýraheim sinn öllu æðra hér á jörð og reyndar í alheiminum, hvort sem er þeim raunverulega eða ímyndaða."

Og svo kemur þessi skýring:

"Það voru um það bil 90% þjóðarinnar sem kusu ekki Besta flokkinn í síðustu sveitarstjórnarkosningum, heldur kusu allt aðra frambjóðendur"

---------------------

Það er með nokkrum ólíkindum hvað hægt er að seilast langt í að skálda upp rök fyrir máli sínu. Fyrir að fyrsta þá er ótrúlegur barnaskapur af blogghöfundi, sem samkvæmt mynd virðist fulltíða maður, að leggja mállið þannig niður að Besti flokkurinn og fólk sem hann styður sé að níða niður hugmyndir og hugsjónir 90% þjóðarinnar. 

Þetta undirbyggir hann svo á að um 90% landsmanna hafi kosið annað!

Það hefði vissulega verið fróðlegt að sjá hver útkoman hefði orðið ef Besti flokkurinn hefði boðið fram á landsvísu. Það gerði hann hins vegar ekki þannig að tómt mál er að tala um kosningahlutfall hans á landsvísu. Hér er í raun verið að snúa við hinu alkunnua hugtaki "varnarsigur" og reynt að búa til nýtt sem gæti nefnst "sigurtap".

Að tala síðan um að verið sé að níða niður hugsjónir og hugmyndir þjóðarinnar á sama tíma og stór hluti þessarar sömu þjóðar hefur fengið gjörsamlega upp í kok af hefðbundnum íslenskum stjórnmálum er út í hött. Vel má vera að sanntrúaðir flokksmenn upplifi þetta svona en almennt er krafa um breytingar í þeim morfíssandkassaleik sem gjarnan hefur verið tíðkaður undir ávörpunum hátt- og hæstvirtur.

Tilkoma besta flokksins var svar við sandkassaleik borgarstjórnar s.l. 10 ár eða svo. Ég held að mjög margir séu tilbúnir að gefa Besta flokknum rúman tíma til að reyna sig við borgarmálin, vitandi hvernig stendur á þeirri stöðu sem uppi er í dag.

Haraldur Rafn Ingvason, 10.11.2010 kl. 13:12

72 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Haraldur, það er auðvitað rétt hjá þér að tómt mál sé að tala um úrslit á landsvísu, þegar talað er um Besta flokkinn, því enginn getur sagt til um það hvort landsbyggðarfólk hefði verið jafn óábyrgt í kosningunum og Reykvíkingar voru.  Sé aðeins miðað við Reykvíkinga þá fékk Besti 20.666 atkvæði af 63.019 greiddum atkvæðum, eða 32,8%, sem sýnir auðvitað að 67,2% kjósenda, sem atkvæði greiddu, kusu aðra flokka.  Sjálfstæðisflokkurinn fékk 20.006 atkvæði, eða 31,75% greiddra atkvæða, þannig að stærðarmunur flokkanna í Reykjavík er ekki marktækur. 

Það er því fullkominn hroki að halda því fram að meirihluti þjóðarinnar sé búinn að fá upp í kok af hinu og þessu, sem þú og þínir félagar hafið enga aðra mælingu á, en úrslit síðustu kosninga, en þar var nýr stjórnmálaflokkur í framboði, en kollvarpaði þó engu kerfi "hefðbundinna íslenskra stjórnmála".

Flokkakerfið er ekki íslensk uppfinning, heldur hefur þróast í lýðræðiskerfunum í aldanna rás, enda ekki verið bent á hentugra form, enda safnast fólk saman í félög og flokka eftir hugsjónum sínum og lífsskoðunum.  Verði óánægja verulega almenn með núverandi flokkakerfi, koma örugglega fram nýjir flokkar, með áherslur á nýjar hugmyndir og hugsjónir og þá munu kjósendur alveg örugglega ganga í og/eða kjósa þann flokk, sem næst þeirra eigin hugmyndaheimi stendur, eins og fólk hefur gert hingað til.  Jafnvel þó flokkakerfið verði lagt niður sem slíkt og eingöngu farið úr í persónukosningar myndi fólk kjósa þá frambjóðendur, sem það teldi hafa skoðanir líkastar sínum eigin.

Besti flokkurinn stendur ekki fyrir neinar hugsjónir aðrar en þær "að hræra upp í fjórflokknum" og mun ekki verða langlífur með svo ómerkilegt takmark eitt að leiðarljósi.  Til þess að taka við af núverandi flokkakerfi þarf nýja alvöru flokka, sem ábyrgt fólk skipar sér í forystu fyrir og hefur alvöru hugsjónir og hugmyndir til að berjast fyrir í þágu þjóðarinnar.

Alvöru fólk með alvöru hugsjónir kippir sér ekki upp við árásir og níð málefnalausra skítkastara, sem engar mótaðar lífsskoðanir hafa, en hrekjast fram og til baka í skoðunum, eftir því hvernig vindar blása hverju sinni og pólitískur rétttrúnaður og hjarðhegðun stjórnast af.

Axel Jóhann Axelsson, 10.11.2010 kl. 14:23

73 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallup þá mundu um 17% kjósenda skila auðu ef kosið væru nú. 13% gefa ekki upp afstöðu. Af þeim sem afstöðu tóku ætla um 9% að kjósa eitthvað annað en fjórflokkinn. Við þetta bætist svo fýlan sem lekur af fólki sem maður veit að mun kjósa fjórflokkinn "af því að það er ekkert annað í boði".

Ef þér finnst þetta ekki vera stór hluti þjóðarinnar (talaði ekki um meirihluta) þá verður þú að hafa það fyrir þig.

Síðan kannast ég ekki við að vera "félagi" neins þegar kemur að þessum málum. Mér hefur verið úthúðað hér á blogginu sem sjálfstæðismanni, kommúnista, hryðjuverkamanni, lattélepjandi 101 pakki og landsbyggðarpakki svo eitthvað sé nefnt. Það stafar af því að ég leyfi mér að gagnrýna með rökum það sem mér mislíkar eða finnst gagnrýni vert - á þeim stöðum það sem það á heima en ekki á einhverjum jábræðrasíðum.

Lýk þessu svo af minni hálfu með tilvitnun í fína grein Styrmis Gunnarssonar:

"Hvernig stendur á því, að slík útreið stjórnarflokkanna í skoðanakönnun skilar sér ekki í fylgisaukningu fyrir Sjálfstæðisflokkinn? Við allar venjulegar aðstæður í stjórnmálum hefði það átt að gerast. En Sjálfstæðisflokkurinn er með óbreytta stöðu frá síðustu könnun eða um 36% fylgi. Að vísu er ljóst að flokkurinn er að treysta stöðu sína á ný sem stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar og hefur endurheimt það mikla fylgistap, sem hann varð fyrir í þingkosningunum í apríl 2009. Kannski er líka til of mikils mælzt eftir það sem á undan er gengið að ætlast til að flokkurinn nái sér meira á strik en orðið er á svo stuttum tíma.

Það breytir hins vegar ekki því, sem er alvarlegt umhugsunarefni fyrir forystumenn og þingflokk Sjálfstæðisflokksins að hugur stórra hópa kjósenda er augljóslega við annað. Um 20% þeirra sögðust mundu skila auðu. Um 13% þeirra vildu ekki taka afstöðu. Um 9% þeirra kváðist mundu kjósa önnur framboð, ef fram kæmu og fylgi Hreyfingarinnar tvöfaldaðist og mældist 8%

Þetta þýðir í stuttu máli að það er að skapast jarðvegur fyrir ný framboð eins og reyndar mátti sjá í sveitarstjórnarkosningunum sl. vor.

Af hverju er að skapast jarðvegur fyrir ný framboð? Skýringin á því er að þeir flokkar, sem fyrir eru hafa ekki náð að endurspegla vonir og væntingar kjósenda. Þeir hafa orðið viðskila við kjósendur."

Haraldur Rafn Ingvason, 10.11.2010 kl. 15:48

74 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta eru þreytuleg "rök" hjá þér Axel. Ég fagna samt sjálfri umræðunni. Ég er ekkert að setja út á þig sem persónu, heldur eingöngu út á þínar skoðanir og því sem þú greinilega stendur fyrir.

Málið er að það er afar erfitt að fá fólk sem veit eitthvað og kann eitthvað annað enn að vera valdasjúkt í mismiklum mæli þó, til að taka þátt í stjórnmálum yfirleitt á Íslandi. Þess vegna velst minna gáfað fólk í stjórnmál og hefur gert í aldir. Þvert á það sem fólk heldur. Og ég hélt lengi vel.

Það er afar erfitt að fá fólk sem hefur hugsmuni almennings að leiðarljósi í alvörunni, og það hefur hingað til ekki verið neitt mál að sýnast. Menn hafa leyft öllum stjórnmálamönnum að hafa í frammi blekkingar bara ef það hefur verið afgangur til að lifa sæmilegu lífi.

Í Íslenskum stjórnmálum er vanalegt að skýra hlutina allt öðrum nöfnum enn málin snúast um raubnverulega. Venjuleg fjármálspilling er skýrð með allskonar fólknum og þvældum útreikningum og það er ekki neinn smá stuðningur af að hafa þessa s.k. verðtryggingu sem er séríslenskt fyrirbæri.

Besti Flokkurinn er ekki með neina skýra stefnu, enda þarf þess ekki. Það þarf lítið til að "hræra upp" í spillingarflokkunum fjárum, það er bara að vera heiðarlegur og heiðarlegur stjórnmálamaður á Íslandi lítur strax undarlega út. Og af hverju gerir hann það? Jú, hann er allt öðruvísi enn flest allir aðrir.

Þetta sjónarspil stjórnmálanna, sem ekki hefur krafist neinna annara hæfileika enn að vera duglegur að lát málefni líta vel út, vera mælskur og koma vel fyrir, hefur kostað þetta land hroðalegar upphæðir. Og drepið í orðsins fyllstu merkingu, fullt af saklausum fjölskyldum.

Þetta rándýrseðli og snobbhugsunarháttur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt og er næstum innsta eðli hans, er liðin tíð Axel. Það þarf að koma venjulegu lífi í samfélagið aftur, sinna bærnum í skólum og fjölskyldum sem eiga undir hægg að sækja.

Það verður aldrei gert með fólki sem er í námunda við hugsunargang sem þú Axel sýnir hér. Og "moral blame-game" taktík og blaður, hversu fínt sem það er fært fram, er líka liðin tíð. Og lýðræðið sem þú vitnar í hefur verið "fake" raunverulega allt of lengi. Keppnin í "hver heldur flottustu ræðunna" í pólitíkinni er liðin tíð.

Fullt af fólki, sem ALDREI á æfinni hefur leitt hugan að pólitík, eins og t.d. ég, er byrjað að taka þátt í pólistum umræðum og hefur skoðanir. Þetta sama fólk situr, sem áhorfandi loksins þegar það byrjar að skilja eðli stjórnmála, og gapir það bara af undrun!

"Eru þetta stjórnmál?" "Eru þetta sjórnmálamennirnir okkar sem átti að bera virðingu fyrir?" "Eru þetta súperheilar þjóðarinnar?"

Nei, það kom í ljós að "stjórnmálajaxlarnir" voru bara +osköp venjuegir ofurlaunaðir hálfvitar sem aldrei voru ánægðir og eyddu mestum hluta tímans í eigin fyrirtæki og urðu bara gráðugarai og gráðugari. Og þessa menn erti að verða Axel, og vilt fá til baka. Græða á dagin og grilla á kvöldinn.

Stjórnmál um allan heim eru orðin óskapnaður, skrýmsli sem hefur fengið eigið líf án afskipta fólks sem treysti þeim. Þetta þarf að breytast þó svo "Palli Pípulagningarmaður" verði að leysa af kolruglaðan ráðherra eða þingmann. "Palli Pílagningarmaður" verð'ur þá að bæta á sig þessari stöðu þangað til hægt er að sleppa völdunum aftur í hendur þeim sem nenna að hafa þau, eða réttara sagt sem getur haft þau án þess að setja allt á annan endan.

Óskar Arnórsson, 10.11.2010 kl. 16:19

75 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Haraldur, þú segir m.a. hér að ofan:  "Mér hefur verið úthúðað hér á blogginu sem sjálfstæðismanni, kommúnista, hryðjuverkamanni, lattélepjandi 101 pakki og landsbyggðarpakki svo eitthvað sé nefnt. Það stafar af því að ég leyfi mér að gagnrýna með rökum það sem mér mislíkar eða finnst gagnrýni vert - á þeim stöðum það sem það á heima en ekki á einhverjum jábræðrasíðum."   Ástæðan fyrir þessum mismunandi dómum um skrif þín hlýtur að vera sú, að þú fylgir ekki einni ákveðinni lífsskoðun, heldur stökkvir á milli hugmynda eftir dagsforminu hverju sinni.  Slíkir sveimhugar festast auðvitað hvergi í flokki með öðrum, sem hafa fastmótaðri skoðanir á stjórnmálum.

Ég hef alls ekki mótmælt því að jarðvegur gæti skapast fyrir ný framboð, standi núverandi flokkar ekki undir þeim væntingum sem til stjórnmálaflokka eru gerðar.   Ég vil einmitt benda þér á að lesa t.d. þetta aftur:  "Flokkakerfið er ekki íslensk uppfinning, heldur hefur þróast í lýðræðiskerfunum í aldanna rás, enda ekki verið bent á hentugra form, enda safnast fólk saman í félög og flokka eftir hugsjónum sínum og lífsskoðunum.  Verði óánægja verulega almenn með núverandi flokkakerfi, koma örugglega fram nýjir flokkar, með áherslur á nýjar hugmyndir og hugsjónir og þá munu kjósendur alveg örugglega ganga í og/eða kjósa þann flokk, sem næst þeirra eigin hugmyndaheimi stendur, eins og fólk hefur gert hingað til.  Jafnvel þó flokkakerfið verði lagt niður sem slíkt og eingöngu farið úr í persónukosningar myndi fólk kjósa þá frambjóðendur, sem það teldi hafa skoðanir líkastar sínum eigin.

Besti flokkurinn stendur ekki fyrir neinar hugsjónir aðrar en þær "að hræra upp í fjórflokknum" og mun ekki verða langlífur með svo ómerkilegt takmark eitt að leiðarljósi.  Til þess að taka við af núverandi flokkakerfi þarf nýja alvöru flokka, sem ábyrgt fólk skipar sér í forystu fyrir og hefur alvöru hugsjónir og hugmyndir til að berjast fyrir í þágu þjóðarinnar."

Ennþá hefur ekki verið bent á betri leiðir en flokkakerfi til að kjósa á löggjafarþingið og því verður að reikna með að við það verði stuðst enn um sinn, þó flokkunum kunni að fjölga, sem ekki er víst að hafi mikið annað í för með sér, en að meirihlutamyndun í þinginu verði ennþá erfiðari en nú er og ákvarðanatökur þar með seinlegri, eftir því sem fleiri sjónarmið þarf að bræða saman til að ná niðurstöðu í málin.

Veður slíkt þá kallað "sjöflokkur", "tíflokkur", "tólfflokkur" eða hvað annað, eftir því hvað flokkarnir á þingi kunna að verða margir hverju sinni?

Axel Jóhann Axelsson, 10.11.2010 kl. 16:31

76 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar, þú þarft ekki að túlka mínar skoðanir neitt og ekki heldur stefnu Sjálfstæðisflokksins, sem hefur það að sinni meginstefnu að vinna "stétt með stétt" og stuðla að öflugu mennta- heilbrigðis- og velferðarkerfi fyrir þá sem ekki geta geta fótað sig í atvinnulífinu, af hvaða ástæðum sem það er.  Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið öflugasti velferðarflokkur þjóðarinnar fram að þessu, en það er ekki þar með sagt að hann sé eilífur frekar en annað í veröldinni.  Þær hugsjónir og hugmyndafræði, sem kjósendur hans aðhyllast hverfa ekkert, þó breytingar yrðu á flokkakerfinu.  Þær myndu finna sér farveg í öðrum flokki væntanlega, eða í hverju því kerfi sem fundið yrði upp til að velja fólk til löggjafarstarfa.

Ert þú að boða einhvers konar hugsjónalaust kaos í stjórnmálum og vandséð er hvernig þú ætlar að haga kosningum fyrst þér finnst lýðræðisfyrirkomulagið, eins og það er, svona handónýtt.

Að öðru leyti vísa ég bara í síðustu athugasemd um mínar skoðanir á þessum málum.

Axel Jóhann Axelsson, 10.11.2010 kl. 16:43

77 Smámynd: Pétur Harðarson

Ég held að það sé smá misskilningur í gangi í sambandi að árás á "fjórflokkinn" sé árás á flokkakerfið í heild sinni. Það eru einstaklingar innan Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingar, Vinstri Grænna og Framsóknarflokksins sem virðast vera fastir í einhvers konar valdabaráttu eða sandkassaleik sem kemur þjóðarhag ekki vitund við. Það virðist vera eitthvað persónulegt uppgjör í gangi sem hindrar að menn vinni saman til að leysa mál farsælega og þetta smitast út í þjóðfélagið. Um leið og sjálfstæðismaður gagnrýnir ríkisstjórnina er honum um leið sagt að halda kjafti af því að Sjálfstæðisflokkurinn olli hruninu. Ef einhver hrósar ríkisstjórninni breytist það strax í slag um Icesave eða ESB. Sumt af þessu er eðlileg pólitísk umræða en oftar en ekki eru menn bara að "halda með sínu liði" sama hvað rökin eru léleg.

Staðreyndin er sú að það eru draugar á alþingi sem þurfa að hverfa áður en hægt er að treysta því aftur. Má þar nefna Jóhönnu Sigurðar, Árna Jónsen, Steingrím J., Össur Skarphéðins, Pétur H. Blöndal og Björgvin bankamógúl.

Og það eru ný framboð farin af stað. Má þar nefna Hægri Græna (www.hgr.is) en þau eru með mörg stefnumál sem eru mjög nálægt mínu hjartarlagi en einnig nokkur sem ég er ekki alveg viss um.

En svona í lokin, af því titillinn á geininni þinni er "Gnarrinn er móðgun við hugsanlegar geimverur" þá er frétt inni á visir.is sem gæti stutt mál þitt:

http://www.visir.is/-fljugandi-furduhlutur--i-arbaenum/article/2010624317836

Mér skilst að þetta myndband hafi verið tekið kvöldið eftir viðtalið við Jón. Tilviljun?

Pétur Harðarson, 10.11.2010 kl. 17:09

78 Smámynd: Óskar Arnórsson

Vá! hehe..tek undir hjá Heiðari hérna. Ég er farin að fá slæma samvisku yfir því að vera leiðinlegur við Axel. Móðgun við hugsanlegar geimverur er athyglisvert. Við fljúgum um geiminn á fleiri hundrað kílómetra hraða á sekúntu á plánetunni jörð, sem er eins og sandkorn í Sahara á stærð, í samanburði við allt kosmos.

Það er alveg á hreinu að við eru öll geimverur. það þýðir að það er engin maður í Sjálfstæðisflokknum eða öðrum flokkum, sem ekki er geimvera svo það sé á hreinu.

Axel er geimvera. Ég geri bara ráð fyrir að hann viti það sjálfur. Eða hvar annarstaðar frá enn úr geimnum, flestir að sjálfsögðu frá plánetunni jörð, eins og allt annað fólk? Er einhver staður til sem hefur farið framhjá mér, eða hvað?

Ég bara spyr? Maður gæti haldið að fólk væri að hoppa á milli pláneta án þess að það kæmi neitt um málið í morgunblaðinu? Þessir fréttamenn verð bara að fara að fylgjast betur með ferðum milli pláneta...ég er fæddur í Reykjavík enn alin upp að mestum hluta í torfkofa á vestfjörðum, svo það fari ekkert á milli mála. Æðislega spennandi...

Óskar Arnórsson, 10.11.2010 kl. 19:34

79 Smámynd: Heiðar Sigurðarson

Hvað varð um athugasemdina mína?

Heiðar Sigurðarson, 10.11.2010 kl. 19:57

80 Smámynd: Óskar Arnórsson

...það var geimvera sem át hana Heiðar minn. Þær lifa á bloggkommentum...

Óskar Arnórsson, 10.11.2010 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband