3.11.2010 | 13:50
Ræfilslegir norðurlandaráðherrar
Á Norðurlandaþingi sem nú stendur yfir hafa utanríkisráðherrar þjóðanna samþykkt að hvetja írönsk stjórnvöld til að fresta aftöku Sakineh Ashtiani, en hún hefur verið dæmt til að grýtast í hel vegna framhjáhalds.
Þegar fólk er grýtt til dauða er það vanalega grafið í sand, þannig að lítið annað en höfuðið stendur upp úr og síðan er það grýtt og líftóran kvalin úr fórnarlambinu á meðan höfuð þess mélast. Þetta er villimannleg aðferð við að lífláta fólk og fáar dauðarefsingar jafn ógeðslegar, þó engar dauðarefsingar eigi nokkurn rétt á sér þó "snyrtilegri" séu. Ofan á annan viðbjóð grýtinganna, þá eru þær aðallega notaðar til að hegna fyrir framhjáhald kvenna, en karlmönnum er ekki refsað fyrir slíkt og hvað þá með lífláti.
Samþykktin á Norðurlandaþinginu var svo aumingjaleg, að ráðherrarnir fóru með henni þess vinsamlegast á leit við írönsk stjórnvöld, að þau frestuðu grjótkastinu en fóru ekki fram á að algerlega yrði hætt við það og dómur konunnar mildaður og yrði í einhverju samhengi við "glæpinn". Þess ber að geta að konan hafði áður verið dæmd fyrir þátttöku í morði eiginmanns síns og fengið fyrir það ævilangan fangelsisdóm, en refsingin við framhjáhaldinu er grýting til dauða.
Þessi ályktun utanríkisráðherranna er ófyrirgefanlega ræfilsleg og löndum þeirra allra til skammar.
Hvetja Írana til að fresta aftöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjartanlega sammála Axel. Þetta er ein af hryllings staðreyndunum sem verður að eyða.
Bergljót Gunnarsdóttir, 3.11.2010 kl. 14:31
Reyndar er þessi ályktun gersamlega í stíl við þessa leiksýningu sem að Norðurlandaráðsþing er að jafnaði. Varla að maður muni nokkuð af svona samkomu, nema þegar Palle Pedersen fra Hallested, var að klæmast á skandinavískunni. Annars eru þessi þing lofsöngur um ágæti norrænnar samvinnu, sem virkar reyndar misvel, þegar að battery eins og ESB blanda sér í málið.
Kristinn Karl Brynjarsson, 3.11.2010 kl. 15:35
Orð í tíma töluð Axel en þessi kona er ekki sek um annað en að vera til.
Svokölluð morðákæra var fundin upp þegar fyrri dómur hennar lenti í kastljósi fjölmiðla. Hún hefði alveg eins getað verið kærð fyrir að vera geimvera eða borða Cherious.
Það má lesa um sögu hennar hérna.
http://en.wikipedia.org/wiki/Sakineh_Mohammadi_Ashtiani
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.11.2010 kl. 15:48
Ómar, auðvitað er líklegt að samsektin í morðinu sé hreinn uppspuni og ráðherrarnir áttu að sjálfsögðu að krefjast þess að konan yrði náðuð og látin laus.
Ég var ekki hvað síst að benda á fáráðleika refsinganna, lífstíðardómur fyrir aðild að morði, en grýting til bana fyrir framhjáhald. Karlaveldið þarna lætur ekki að sér hæða.
Axel Jóhann Axelsson, 3.11.2010 kl. 19:34
Já, og þetta er besta blogg sem ég hef lesið í dag.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.11.2010 kl. 19:43
Takk fyrir þetta. Alveg sammála, þetta er mjög lélegt. Samt er gott að þessi skilaboð komist áleiðis, en væntanlega lítið hlustað á þau.
Skúli (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.