1.11.2010 | 19:22
Ótrúlegt fylgi ónýtrar ríkisstjórnar
Það sem vekur mesta furðu við niðurstöðu þjóðarpúls Gallups er að ríkisstjórnin skuli njóta stuðnings hátt í þriðjungs þjóðarinnar og gefur þá vísbendingu að þessi hluti þjóðarinnar sé haldinn einhverskonar Masokisma, sem lýsi sér í því að fólkið njóti þess að láta handónýta ríkisstjórn húðstrýkja sig dag eftir dag og mánuð eftir mánuð.
Stjórnin hefur marg sýnt að hún er ekki bara ófær um að leysa nokkurt vandamál, heldur er hún sjálf orðin eitt helsta efnahagsvandamál þjóðarinnar, með baráttu sinni gegn hverju atvinnutækifæri sem mögulega hefði verið hægt að stofna til og berja niður allar tilraunir til aukinnar verðmætasköpunar í þjóðfélaginu.
Það er lítil björg fyrir skuldsett heimili að fá einhverja lækkun á skuldum sínum, ef enginn í fjölskyldunni hefur vinnu og laun til að greiða eftirstöðvar lánanna og ógjaldfærum einstaklingi er lítil huggun í styttri fyrningarfresti, ef hann hefur enga möguleika á að fá vinnu til að vinna sig til sjálfshjálpar á ný og verða virkur þjóðfélagsþegn aftur.
Fylgislaus og handónýt ríkisstjórn á að sjá sóma sinn í að láta af völdum umsvifalaust og láta þeim eftir að leysa úr vandamálum þjóðfélagsins, sem hafa til þess bæði vilja og getu.
Fylgi ríkisstjórnarinnar hrynur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:39 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að þeir sem styðja stjórnina hafi það bara alls ekki slæmt. Þeir sem ekki hafa lent illa í kreppunni skilja ekki þá sem lepja dauðann úr skel.
Svo hafa menn verið duglegir að etja fólki og hópum saman. Gengislánaskuldurum gegn skuldurum verðtryggðra lána, fólki með bílalán og flatskjá gegn þeim sem ekki fengu sér bílalán eða flatskjá. Alveg sama um hvað er rætt þá er fólk flokkað niður svo það sameinist örugglega ekki.
Eva Sól (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 19:30
Ekki er sanngjarnt að bera saman þessa ríkisstjórn saman við aðgerðalitla ríkisstjórn Geirs Haarde. Þar var sofið að feigðarósi.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 1.11.2010 kl. 20:16
Það er satt, Guðjón, það er ekki hægt að bera þessa ríkisstjórn saman við neitt. Hún á sér enga líka í veröldinni, hvorki fyrr eða síðar.
Axel Jóhann Axelsson, 1.11.2010 kl. 20:30
Axel, ég gæti ekki verið meira sammála.
En þó hygg ég að ríkis-listamenn ýmiskonar og ýmsir aðrir hjá ríkinu hafi það ansi hreint gott á meðan VG situr. Sá hópur er ansi stór og skýrir mikið til fylgi VG.. að ég tel.
Gunnlaugur Ásgeirsson, 1.11.2010 kl. 20:40
Axel, það er alveg á mörkunum, að maður trúi að þetta sé að gerast, fyrir framan augu manns!
Ég kaus þetta fólk vegna loforðanna, stórauknar strandveiðar og frjálsar HANDFÆRAVEIÐAR,
sem leyst hefðu fátæktar og atvinnu vanda Íslendinga!
Félagslegt réttlæti er að fá frjálsar handfæraveiðar, eins og Jóhanna lofaði þjóðinni, en þorir
ekki að efna!
Aðalsteinn Agnarsson, 1.11.2010 kl. 21:10
Já, það er furðulegt að enn skuli finnast fólk sem styður aðgerðarleysið. Samt finnst mér enn furðulegra að enn sé til fólk sem styður Sjálfstæðisflokkinn. Hvaða furður eru það?
Ingimar Ólafsson (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 23:37
30% fylgi - ótrúlegt - kanski stafar það af því að fjölmiðlar hafa brugðist því hlutverki sínu að greina fólki frá innihaldi Viljayfirlýsingarinnar - látið hjá líða að kanna raunverulegar afleiðingar verðhækkana og víxlverkana þeirra - ekki skoðað ástæðu þess að atvinnuleysið er ekki meira en fram kemur í opinberum tölum og svo stafar þetta mikla fylgi stjórnarinnar væntanlega einnig af fáránlegri þjónkum RÚV - og Baugsmiðla við stjórnina. Ef þetta kæmi ekki tilværi fylgi hennar væntanlega mun minna,
Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.11.2010 kl. 03:52
Hvað er að þessum 30%? Eina sem manni dettur mögulega í hug er einhver geðveila eins og Stockholms Syndrome. Kannski er þrælslundin bara svona sterk í sumum.
720 (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 07:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.