Loksins raunhæfar tillögur til úrbóta

Loksins virðast vera komnar fram raunhæfar og heilstæðar tillögur til að bregðast við þeim vanda sem skapaðist í efnahagsmálunum við hrunið 2008 og ríkisstjórnin hefur ekki getað brugðist við á viðunandi hátt og er nú endanlega búin að gefast upp á að leysa og leggur þann litla kraft sem hún hefur til þess að lafa við völd frá degi til dags.

Boðað hefur verið þingsályktunartillaga allra þingmanna Sjálfstæðisflokksins í rúmlega fjörutíu liðum, með aðgerðaráætlun til úrbóta í efnahagsmálunum, atvinnusköpun og vandamálum heimilanna og innihalda þær m.a. að allar skattahækkanir síðustu tveggja ára verði dregnar til baka og skattlagning á inngreiðslum í séreignarlífeyrissjóðina verði tekin upp í staðinn.  Þá er endurnýjuð tillaga flokksins um að gefa öllum skuldurum húsnæðislána að lækka greiðslubyrði þeirra um 50% næstu þrjú ár og skapa fólki þannig færi á að greiða úr sínum málum, án þess að byrja á því að lýsa sig gjaldþrota.

Mestu skiptir þó sú áhersla, sem flokkurinn virðist ætla að leggja á atvinnuuppbyggingu, nýja verðmætasköpun og þar með fjölgun starfa í þjóðfélaginu, því slíkar aðgerðir eru þær einu raunhæfu til þess að koma hagkerfinu upp úr þeim djúpa dal, sem það nú er í og ríkisstjórnin lætur þjóðlífið velkjast bjargarlaust í.  Í fréttinni segir m.a. um tillögurnar í atvinnumálunum:  "Á meðal þess sem talið er til aukning þorskafla um 35 þúsund tonn, fyrirgreiðsla vegna framkvæmda í Helguvík og á Bakka, ráðist verði í arðbær verkefni í samstarfi við lífeyrissjóði og skattkerfinu beitt til að skapa störf og vernda þau sem fyrir eru."

Vonandi verður þessum tillögum tekið betur af ríkisstjórnarflokkunum en gert hefur verið hingað til, þegar stjórnarandstaðan hefur lagt fram skynsamlegar tillögur til úrbóta á þeim vanda sem við er að glíma.

HÉRNA mál lesa aðra frétt af tillögum til uppbyggingar og atvinnusköpunar, en því miður eru engar líkur á því að þeim verði betur tekið af þingmeirihlutanum á Alþingi, en öðrum tillögum í þá veru.


mbl.is Vilja draga skattahækkanir til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Sé litið til fyrri viðbragða stjórnvalda við tillögum annarra en þeirra sjálfra, þá er allt eins líklegt að stjórnarandstaðan og sér í lagi Sjálfstæðisflokkurinn, verði beðinn um að vera ekki að þvælast fyrir fólkinu sem er að koma hér öllu í lag, eftir hrun.

Fólkinu sem að hefur leyst skuldavandann fjórum sinnum, á einu og hálfu ári og er nú með í startholunum, með þriðja átakið til þess að skapa þúsundir starfa.

Kristinn Karl Brynjarsson, 1.11.2010 kl. 15:52

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Milli þess sem stjórnin hafnar tillögum stjórnarandstöðunnar boðar hún hana á ýmsa fundi "til samráðs og samvinnu" um úrlausn alls kyns vandamála, en eina skilyrðið er að engar tillögur má leggja fram, enda eru alltaf einhverjar "sérfræðinganefndir" að útfæra tillögur ríkisstjórnarinnar og viðbótartillögur væru bara til að rugla nefndirnar í ríminu.

Að vísu koma aldrei gagnlegar eða endanlegar tillögur sem gagnast til eins eða neins frá nefndunum eða stjórninni, en með þessum skollaleik tekst henni að halda sjálfri sér á lífi frá viku til viku.

Axel Jóhann Axelsson, 1.11.2010 kl. 15:57

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Venjulegast miðast þessar reiknikúnstir við að svíða fram brauðmylsnu handa lýðnum sem kostar, helst ekkert, alveg óháð því hvort mylsnan gagnist lýðnum, eður ei. :-)

Kristinn Karl Brynjarsson, 1.11.2010 kl. 16:09

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Aðgerðir í efnahagsmálum þarf að fara í STRAX - ekkert hefur komið frá ríkisstjórninni með alla hennar ráðgjafa á fullum launum.

Hitt er annað - ég hefði viljað sjá fjölmiðla taka viðtöl við Bjarna og láta hann gera grein fyrir útfærslum tillagnanna sem og það sem að baki þeim liggur.

Þetta eru fínar tillögur sem gætu lagt grunninn að heilbrigðri umræðu og aðgerðum NÚNA

Þverpólitíska stjórn STRAX með ákveðin verkefni - kosningar eins fljótt og unnt er.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.11.2010 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband