Að þegja eins og kelling

Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, hæddist á grófasta máta að Steingrími J. á fundi í Stapa á fimmtudgainn fyrir að þegja eins og kelling, en eins og allir vita eru kerlingar þekktastar fyrir flest annað en þögnina, eins og sést best af blaðri Oddrýjar G. Harðardóttur, þingkerlingar, í tilefni orða Ásmundar á fundinum.

Þegar karlar kalla aðra karla kellingar er meiningin alls ekki sú að þeir séu eins og kerlingar, heldur þýðir orðið kelling einfaldlega aumingi í munni karlmanns um annan karlmann og karlar heyrast ekki nota þetta orð um kerlingar í sömu merkingu og þeir nota það um karla.  Þetta þurfa kerlingar að fara að skilja og vera ekki svo gjörsamlega blindaðar af pólitískum rétttrúnaði, að ráðast með offorsi að öðru fólki fyrir að notfæra sér hin ýmsu blæbrigði og orð íslenskunnar til að skreyta mál sitt.

Það var alger óþarfi af Ásmundi að vera sú kelling að hlaupa til og biðjast afsökunar á orðavali sínu, eingöngu vegna þess að kerlingar rykju upp til handa og fóta og þættust móðgaðar vegna þess, að því er virðist, að Steingrími J. væri líkt við kerlingu, en það er auðvitað alger misskilningur, þar sem honum var líkt við kellingu, sem er með því versta, sem hægt er að líkja karlmanni við, en engin niðurlæging felst hins vegar í því að vera kallaður kerling og getur hver karlmaður verið fullsæmdur af slíkum samanburði.

Ætli það sé ekki rétt að hætta nú að rausa svona, eins og hver önnur kelling.


mbl.is Ásmundur biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Sjálfsagt hjá Ásmundi að biðjast afsökunar, bara svo að Stóra Kerlingarmálið leysist og hægt sé að ræða önnur mál þarna suður með sjó.  Samt hefði nú líklega farið betur á því að Ásmundur, hefði kallað Steingrím, gungu og druslu, enda eru fordæmi fyrir því að kalla æðstu embættismenn þjóðarinnar þeim nöfnum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 1.11.2010 kl. 09:58

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þarf endilega að kalla Steingrím eitthvað fyrir að þegja, er hann ekki bestur þannig? Annars er víst bæði konum og körlum leyfilegt að kalla karla kellingar, enda oft gert því samfélagið er allt fullt af þessum rangkynja kerlingum sem kellingar kallast.

Bergljót Gunnarsdóttir, 1.11.2010 kl. 12:02

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er rétt, Bergljót, að margir karlar eru óttalega kellingar og flestar konur drengir góðir.

Axel Jóhann Axelsson, 1.11.2010 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband