19.10.2010 | 16:17
Fíflagangur í Jóni Gnarr eins og venjulega
Í dag fóru fram umræður í borgarstjórn um þá tillögu Jóns Gnarrs að koma af sér flestum skyldum borgarstjóra og láta skrifstofustjóra borgarinnar um þær "næsta árið til reynslu" eins og það er orðað.
Þegar Júlíus Vífill spurði Jón Gnarr, sem ennþá tiltlar sig borgarstjóra, hvort það væri í undirbúningi að gera Dag Eggertsson að borgarstjóra, svaraði svonefndur borgarstjóri á þennan veg: "Spurningin hvort að Dagur B. Eggertsson sé að verða borgarstjóri. Það er ný hugmynd. Hún hefur ekki komið upp áður. Ég mundi ekkert útiloka það frekar en eitthvað annað, en það hefur ekki staðið til."
Manninum virðist gjörsamlega ómögulegt að tala eins og maður og algerlega fyrirmunað að koma frá sér nokkurri hugsun sem viðkemur því starfi sem hann hefur tekið að sér að gegna, en margsýnt að hann er gjörsamlega óhæfur til.
Hvað ætla borgarbúar að láta bjóða sér þennan fíflagang lengi?
Útilokar ekki að Dagur verði borgarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Axel,var ekki líka fíflagangur á s.l. kjörtímabili fjórir Borgarstjórar, tók ekki Sóley með sér atkvæði
útí bæ þegar rauðvínskommarnir héldu prófkjör síðast og setti Þorleif í annað sæti það var og er fíflagangur, gefum þeim eitt ár Degi og Jóni Gnarr.
Bernharð Hjaltalín, 19.10.2010 kl. 16:53
Það er ekkert hægt að afsaka aulahátt og vitleysisgang núverandi borgarstjórnarmeirihluta með því að benda á eitthvað úr fortíðinni. Síðustu tvö ár síðasta kjörtímabils gegnu afar vel undir styrkri stjórn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og góðri samvinnu allra flokka í minnihluta og meirihluta.
Það þarf ekki að gefa þeim Degi og Jóni Gnarr eitt ár, því Dagur er búinn að vera í borgarstjórn í fjölda ára og hefur verið borgarstjóri. Að maður með þá reynslu skuli taka þátt í bjálfagangi Besta flokksins er með ólíkindum.
Axel Jóhann Axelsson, 19.10.2010 kl. 18:48
Áður fyrr var hlegið að Jóni Gnarr, vegna þess að hann var fyndinn. Núna heyrist í besta falli hæðnishlátur þegar hann segir eitthvað eða gerir!
Ófeigur (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 18:53
Þetta er náttúrulega bara að verða fyndið hvað þú ert bitur yfir því að þinn flokkur skuli ekki vera við stjórn í borginni.
Fólk fékk nóg af sjálfstæðisflokknum og ákvað að senda hann í frí.
Þetta er vilji kjósenda, enda vann besti flokkurinn glæsilegan kosningasigur.
Ef að það gekk svona rosalega vel síðustu 2 ár hjá hrunflokkunum tveim, afhverju hafnaði almenningur þeim þá?
Guðmundur Freyr (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 22:03
Sjálfstæðisflokkur og Besti flokkurinn fengu nánast jafn mörg atkvæði í borgarstjórnarkosningunum, en Samfylkingin galt algjört afhroð. Hún stjórnar núna með trúðunum, þrátt fyrir algera höfnun. Af hverju er flokkur sem sárafáir kjósa í meirihluta núna?
Axel Jóhann Axelsson, 19.10.2010 kl. 22:10
Vá þetta er frekar mikið kjaftæði! Galt Samfylking meira afhroð en Sjálfstæðisflokkurinn??? Hvernig færðu það út eiginlega? Sjálfstæðisflokkurinn fór úr því að vera stærsti flokkurinn með 27.823 atkvæði 2006 niður í 20.006 atkvæði í síðustu kosningum og tapaði því 2 mönnum og um 7800 atkvæðum. Samfylkingin fór úr 17.750 atkvæðum 2006 niður í 11.344 í ár, tapaði því um 6400 atkv. og 1 manni. Báðir flokkarnir hrundu því algjörlega og líka Vg, sem fór úr 8739 í 4.255 og tapaði manni, auk þess sem Framsókn þurrkaðist út. Því er ekki hægt að segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi komist eitthvað mikið betur úr kosningunum en Samfylkingin ef þú lítur bara á tölurnar og að Samfylkingin hafi goldið mikið meira afhroð en Sjallarnir. Það var eiginlega frekar hinsegin. En Besti fékk samt einungis 660 atkvæðum fleiri en Sjallarnir og það má því eiginlega segja að þeir (xD) hafi komið "vel" úr kosningunum af því leyti að þeir töpuðu ekki meira.
Skúli (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.