Íhuga að samþykkja sekt og kaupa sig frá rannsóknum

Sunday Telegraph segir frá því, að Sigurður Einarsson og Sigurður Már, fyrrverandi stjórnendur Kaupþings, séu allra vinsamlegast að hugleiða hvort þeir eigi að samþykkja og greiða sekt, sem breska fjármálaeftirlitið lagði á þá vegna brota á tilkynningaskyldu til eftirlitsins.

Fjármálaeftirlitið breska hefur ekki viljað staðfesta að rannsókn standi yfir á Singer & Friedlander bankanum, sem Kaupþing átti og rak í Bretlandi, en Sunday Telegraph segir einnig frá öðru stórundarlegu máli, fyrir utan að beðið sé eftir samþykki þeirra kumpána á sektinni, en það er eftirfarandi:  "En stofnunin muni hafa átt í viðræðum við þá Sigurð og Hreiðar Má um að þeir greiði sektina án þess að viðurkenna neina sök og þar með fái þeir friðhelgi gagnvart frekari rannsókn."  Ef minnsti fótur er fyrir þessari fullyrðingu blaðsins er greinilegt að breska eftirlitið ætlar að taka á þeim félögum með silkihönskum og gefa þeim kost á að kaupa sig frá frekari rannsóknum á "viðskiptum" þeirra í Bretlandi.

Það verður að teljast með ólíkindum að hægt sé að kaupa sig frá svika- og glæparannsóknum með þessum hætti í Bretlandi og fréttin ein og sér verður til þess að eyðileggja álit fólks á efnahagsbrotarannsóknum í því landi, a.m.k. rannsóknum fjármálaeftirlitsins.

Ekki verður því trúað, að Sigurður Einarsson hafi náðasamlegast komið til landsins fyrir nokkrum vikum til að reyna að kaupa sig frá frekari rannsóknum hér á landi.


mbl.is Sagðir íhuga tilboð breska fjármálaeftirlitsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi hefur þú lesið um fyrirbrygði í smærri dómsmálum sem kallast dómssátt. Svo er spurning hvað mér fynnst smátt eða þér stórt, nú ef ekki þá er alltaf hægt að fara í einnkamál eða Blogga eina steypuna enn.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 02:17

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er skrýtin dómssátt, þar sem sektin er lögð á fyrst og svo farið út í samninga við sakborningana um að greiða þá sekt gegn því að sleppa við frekari rannsóknir.  Þú ættir að stunda steypurannsóknir þínar af meiri kostgæfni, áður en þú birtir niðurstöðurnar.

Axel Jóhann Axelsson, 17.10.2010 kl. 04:32

3 identicon

Kannski eru hlutir ekki eins og sagt þeir séu.

Góður rannsakandi myndi spyrja af hverju ?

Koma Sigurðar var sýndarmennska, ef samstarf væri á við SFO hefði hann verið yfirheyrður úti. Það er ekkert samstarf nema í orði.

Ok. Af hverju gerir breska fjármálaeftirlitið þeim þetta tilboð ? (Þetta er tilboð ekki sekt)

Og af hverju eru þeir að hugsa um að hafna því, sekir eða saklausir ?

Greinilega telur breska fjármálaeeftirlitið þá ekki heimska fyrst þeir smella þessu ekki fram sem sekt án samingsmöguleika.

Og greinilega telja þeir sig ekki heimska sjálfir. Og þá hljóta þeir að hafa eitthvað sem þeir telja næga vörn.

Svo hvað hafa þeir sem breska fjármálaeftirlitið vill ekki að komi í ljós ?

Öll púslin hafa komið fram í fjölmiðlum en það er eins og einginn þori að horfa á þann möguleika að tilurð ICESAVE deilunnar hafi verið skítmixredding Browns þegar hann fann ekkert til að bendla Rowland við fjármálaglæpi og slá þannig Cameron út af borðinu.

Þið getið fussað og sveiað eins og þið viljið en sú kenning útskýrir hörkuna og sveiflunar og kúnstirnar sem hafa verið hjá ríkisstjórnum erlendis, aðgerðarleysi og ansi mörgu öðru.

Svolítið fúlt að við þurfum að gjalda fyrir monkeybuisness Brown og misnotkunar hans á hryðjuverkalögunum í þeim tilgangi einum að komast yfir hugsanlegar upplýsingar um misferli Rowlands.

Þið gleymið að Kaupþing og Rowland eru vinir. Hver haldið þið að Rowlandfjölskyldan sem á Banque de Havilland sé ?

Og það liggur í augum uppi að Gordon Brown vissi af 500 M evru sveiflu Deutsche Bank við Kaupþing gegnum Holly Beach og Trentvis, það er nú ekki eins og þetta sé neitt skotsilfur sem þarna var sveiflað.

En þetta er auðvitað bara kenning, eða þannig.

Hlynur Jorunsson (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 06:48

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Já , margur verður af reynslunni api, eða aurunum ríkari - eða þannig einhvernveginn.  

Bergljót Gunnarsdóttir, 17.10.2010 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband