Asnar dregnir á eyrunum

Hagsmunasamtök heimilanna segjast hafa verið dregin á eyrunum, sem þau lýsa sjálf að séu eins og eyru á ákveðnu dýri, af "getuleysi stjórnkerfi" og hljóta þar að vera aðallega að vísa til Jóhönnu Sigurðardóttur, sem lofaði flatri niðurfærslu allra húsnæðisskulda í hræðslukasti vegna tunnusláttar mestu mótmæla í Íslandssögunni gegn nokkru stjórnvaldi.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sá strax í gegn um blekkingarvefinn og lýsti því strax yfir, að boðaðir fundir um málið væru sýndarmennska og ekki stæði til af hálfu stjórnvalda að gera meira í málefnum skuldugra heimila, en þegar hefði verið gert.  Líklega munu Jóhanna og ríkisstjórnin þó koma fram með lítilvægar breytingar á þegar samþykktum úrræðum, sérstaklega vegna þess hve flókin og seinvirk þau eru.  Einnig mun líklega verða gerð breyting á lögum um innheimtu opinberra gjalda, svo lausn skuldaúrræðanna strandi ekki á innheimtumönnum ríkissjóðs og sveitarfélaga, eins og verið hefur fram að þessu.

Um leið og þær breytingar verða kynntar, mun Jóhanna fara mikinn í ásökunum sínum á alla aðra en ríkisstjórnina og kenna þeim um, að ekki hafi verið farið í flata skuldaniðurfellingu.  Þar mun Sjálfstæðisflokkurinn fá sína gusu, sem og lífeyrissjóðirnir, verkalýðshreyfingin, atvinnurekendur og jafnvel almenningur fyrir skilnings- og samstöðuleysi í erfiðum málum.

Sá reiðilestur gegn öllum nema ríkisstjórninni verður fluttur til að reyna að forða því að tunnurnar verði bornar inn á Austurvöll á ný. 

Spurningin er hins vegar sú, hvort öll þjóðin ætlar að láta draga sig á eyrunum mikið lengur.


mbl.is Hagsmunasamtökin dregin á asnaeyrunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Fari svo sem þú spáir Axel, þá birtast bara tunnurnar á Austurvelli í mars, þegar nýjasti uppboðsfresturinn rennur út.

Það má nú samt alveg halda því haga, að ríkisstjórnin, hefur nægan meirihluta í þinginu, til að keyra lausn vandans í gegnum þingið, ef hún hefur þá hugmynd um það hvernig hún leysir hann.

Kristinn Karl Brynjarsson, 16.10.2010 kl. 19:11

2 identicon

Vantar ekki einhverja áfanga inn í skólanámið hjá þessum svokölluðu viðskipta og hagfræðingum hér á landi ef úrræðin eru engin í þessum vanda, eða er bara íslenska aðferðin að senda fólk út á guð og gaddinn.

Ragnar (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 20:06

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Svarið við spurningunni Axel er nei og Kristinn það verður mun fyrr en í mars sem að tunnurnar verða bornar aftur inn á völlinn Landsbyggðin áformar fund á fimtudag ég hef trú á að margir þegnar þessa lands taki sér afbrigði af orðum Kennedys in Berlin sér í munn þegar hann sagði að við værum öll Berlínar búar og mæti á völlinn unid orðunum "Við erum öll landsbygðarfólk"

Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.10.2010 kl. 20:22

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég á nú ekkert frekar von á því að tunnurnar fái frí fram í mars, Jón.  Nefndi bara mars, vegna uppboðsfrestsins.  Að örðu leytið hef ég lítið um það að segja.

Menntun þeirra sem að vinna að lausn vandans, er kannski ekki aðalatriðið, ef að menn skilja hvar rót hans liggur.

Kristinn Karl Brynjarsson, 16.10.2010 kl. 20:37

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er rétt hjá Kristni Karli, að skilningur er oft nauðsynlegri en menntun ein og sér.  Ekki vantaði menntafólk inn í bankakerfið fyrir hrun, því þar var nánast allt menntaðasta fólk landsins á viðskipta- og lögfræðigreinum.  Það dugði ekki til, þar sem skilninginn á viðskiptum vantaði.

Axel Jóhann Axelsson, 16.10.2010 kl. 20:48

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það þarf að verða til almennur og viðurkenndur skilningur á því að fólk er ekki eingöngu greiðsluvandræðum, því höfuðstóll þeirra hækkaði um einhver ósköp. Fólk er einnig og sér í lagi þeir sem mestum vandræðum er, að glíma við tekjuskerðingu.

 Kom t.d. einhver með tölur um það, hve margir fengju aftur greiðslugetu, við niðurfærslu lánana?  

 Líklegasta leiðin til þess að leysa vanda sem flestra, væri að færa greiðslubyrðina tímabundið niður í eitthvað viðráðanlegt hlutfall af núverandi greiðslubyrði.  Þeim sem ekki dygði það úrræði, yrði hjálpað á sértækan hátt.  Þeir sem gætu hins vegar borgað miðað við núverandi greiðslubyrði gætu haldið því áfram ef þeir kysu svo. Það sem ekki borgaðist á þeim tíma færðist aftur fyrir lánin.

 Tíminn yrði svo notaður til þess að auka verðmætasköpun og atvinnu í landinu svo að þegnar ríkisins hefðu meira fé á milli handana og meiri greiðslugetu, ásamt því sem að efnahagnum yrði komið í það lag að hann yrði stöðugri og meira svigrúm til vaxtalækkunar yrði auk þess sem að aðgerðir stjórnvalda yrðu til þess að verðbólga hér á landi yrði sem lægst.  Það myndi þá auk þess að leysa vanda sem flestra verða kærkomin kjarabót fyrir fólkið í landinu.

 Ríkisstjórn sem hefur meirihluta, þarf ekki að leita samþykkis allra málsmetandi aðila til að grípa til aðgerða sem hún trúir á, hún þarf bara þor til að framkvæma.   Það þarf að hætta þessari helvítis meðvirkni með þessu liði sem að er með fýluköst sín í  áskrift, sé ekki hlustað á það.

Kristinn Karl Brynjarsson, 16.10.2010 kl. 21:11

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Á meðan ekki er gert átak í atvinnumálunum og atvinnuleysinu eytt, verður kreppa í landinu og þar á meðal skuldakreppa heimilanna.  Enginn borgar af skuldum sínum, frekar en borga nokkuð annað, ef hann hefur ekki einu sinni tekjur til að framfleyta sér og sínum.

Axel Jóhann Axelsson, 16.10.2010 kl. 21:18

8 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Samt er nú staðan samt þannig, sé skuldavandinn, tekinn út fyrir sviga, að skuldavandinn sem slíkur hefur aldrei verið kortlagður nægjanlega vel, svo hægt sé að gera sér grein fyrir verkefninu.  Ef að fólk áttar sig ekki á því verkefni sem að fyrir höndum er, þá verður enginn árangur. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 16.10.2010 kl. 21:23

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Jóhanna og Steingrímur notuðu það lúabragð að beyta lífeyrissjóðunum fyrir sig til að þurfa ekki að samþykkja leiðréttingu lána. Einnig fengu þau digga aðstoð frá nokkrum flokksfélugum sínum sem þyggja laun frá ríkinu sem starfsmenn Háskólans.

Lífeyrissjóðirnir fengu stæðstan hluta sinna húsnæðisbréfa á miklum afslætti hjá Seðlabankanum, því ættu þeir ekki að þura að skerða lífeyrisréttindi þó þeir létu eitthvað af þeim gróða renna til að leiðrétta lán landsmanna. Stjórnir þessara sjóða hafa hins vegar sólundað fé þeirra, bæði fyrir og eftir hrun enda ekki orðið nein endurnýjun þar. Nú ætla þessar stjórnir að nota þann gróða sem húsnæðisbréfin gefa þeim til að niðurgreiða tapið sem þær hafa ollið sjóðunum. Hvernig væri staða þessara sjóða ef þeir hefðu ekki fengið lánasafnið? Þeir væru einfaldlega komnir á hausinn! Hvernig verður staða þeirra þegar í ljós kemur að aðeins lítið brot af þessum lánum innheimtist?

Það er aumkunarvert að þurfa að hlusta á þá menn sem yfirtekið hafa sjóði launafólks, þykjast vera að bera hag launafólks fyrir brjósti. Staðreyndin er að þeir eru einungis að reyna að bjarga eigin skinni!!

Gunnar Heiðarsson, 16.10.2010 kl. 21:33

10 identicon

Sammála Gunnari Hreiðarssyni, hverju orði.

Arnar Ívar Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 21:57

11 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég er eiginlega sammála ykkur öllum að fl. leyti, en auðvitað verður að styrkja atvinnulífið eins og Axel bendir á. Það getur hver heilvita maður séð.

Bergljót Gunnarsdóttir, 18.10.2010 kl. 05:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband