Steingrímur J. enn í Bretavinnunni

Steingrímur J. hefur nú staðfest að hann og félagar hans hafi stundað Bretavinnuna samviskusamlega undanfarið og nú "beri lítið á milli" varðandi frágang á fjárkúgunarkröfu Breta og Hollendinga á hendur íslenskum skattgreiðendum vegna fjárglæfra Landsbankans erlendis fyrir hrun, en þeir fjárglæfrar og aðrir slíkir, framdir af banka- og útrásargegnjum orsökuðu einmitt hrunið og voru ekki á ábyrgð íslensks launafólks.

Þrátt fyrir að þjóðin hafi sýnt Steingrími J., Jóhönnu Sig. og erlendum samverkamönnum þeirra að hún sé ekki tilbúin til að selja sig í skattalegan þrældóm fyrir erlendar kúgunarþjóðir næstu áratugina, með ótrúlega glæsilegri útkomu úr þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram fór 6. Mars s.l., virðist einbeittur kúgunarvilji íslensku ríkisstjórnarinnar í samvinnu við þær erlendu vera óbreyttur.

Ríkisstjórnin annaðhvort skilur ekki þjóðarviljann, hvort sem hann birtist í kosningum eða tunnuslætti á Austurvelli, eða er nákvæmlega sama um hann, enda virðist ekki eiga að taka nokkurt mark á honum, hvorki varðandi þrælasöluna eða skuldavanda heimilanna í landinu.

Verði gengið að nýjum fjárkúgunarkröfum Breta og Hollendinga, hlýtur það að verða síðasta verk þessarar ríkisstjórnar, því varla mun þjóðin láta bjóða sér meira af svo góðu.


mbl.is Skriður kominn á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Ég vill aðeins minna á hvernig þessar þjóðir vinna þegar þær eiga að borga þær skuldir sem þær stofnuð sjálfa til á sínum tíma.

 Árið 1932 ákváðu Bretar einhliða að hætta að borga af lánum sem þeir tóku í Bandaríkjunum vega WWI, sögðust einfaldlega ekki hafa efni á að borga þetta, það gerðis svo sem ekkert sérstakt en margir voru þó fúlir í Bandaríkjunum, þessi lán voru aldrei afskrifuð og í dag standa þau í um 40-80 Miljörðum dala.
Ef við heimfæru þessa upphæð yfir á Ísland þá samsvarar þessi upphæð um 30-60 Miljörðum króna eða 10-20x lægri upphæð en
Bretar og Hollendingar segja okkur skulda vegna Icesave.
Lemja síðan á smáþjóðum í krafti stærðar sinnar og hjálp Íslenskra stjórnmálamanna til að þröngva Icesave sem er 10-20 sinnum meira íþyngjandi heldur en þeir töldu sig ekki getað borgað sjálfir árið 1932.
Ég minna á, að hollensk yfirvöld drógu það allt fram til aldamótanna 2000 að greiða aftur það fé sem rænt hafði verið úr búum gyðinga, lifandi og dauðra, í Hollandi. Fjármálaráðuneytið Hollendinga sá um að halda svo vel í þann ránsfeng að heimsfrægt er orðið. Þetta á að vera Íslendingum fyrirmynd.  Við þurfum 50-60 ár til að borga þær skuldir sem örfáir afbrigðilegir einstaklingar, sem er ekki búið að setja á bak við lás og slá, settu á herðar Íslendinga, án þess þó að drepa nokkurn - nema íslensku þjóðina - á bak aftur.

Ég minni líka á að báðar þessar þjóðir rændu þjógersemum frá mið Ameríku  svo öldum skiptir að þóttum þeim það sjálfsagt og ekki skilað þeim auði aftur þá svo að mið Amerík hafi farið fram á það hvað þá bætur sem þessi ríki hafa farið fram á.


Bretar og Hollendingar hafa svo sannanlega sýnt hverslags þjóð þeir eru og þeir einbeita sér að rústa okkar smá þjóð í eitt skipti fyrir öll með aðstoð í æðstu stjórn landsins.

 

Rauða Ljónið, 15.10.2010 kl. 17:15

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ef Bretar og Hollendingar væru sannfærðir um að vinna Icesave málð fyrir dómstólum væru þeir löngu búnir að fara dómstólaleiðina og væru ekki að eyða tíma í að ræða við okkur Íslendinga. Þetta sýnir hvað okkar málstaður er sterkur. Þeir þora ekki að fara dómstólaleiðina.

Sigurður I B Guðmundsson, 15.10.2010 kl. 18:59

3 identicon

Alveg magnað hvað helgrímur er æstur í að borga þessa"skuld"Þetta hlýtur að vera þráhyggja af verstu tegund og þá þarf að fá geðlæknateymi til að lækna kallinn.Þó það sé niðurskurður í heilbrigðisgeyranum þá er forgangsmál að setja þetta geðlæknateymi að stað .

sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 23:46

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég man ekki betur en að það hafi verið þeir Geir Haarde alsaklausi og Árni Matt. alsaklausastur sem sóttu um þessa vinnu fyrir Íslendinga!

Líklega hefur ekki meiri orku verið eytt í nokkurt verkefni hér á landi en að afneita þessu.

En er ekki formaður báxítflokksins Bjarni Benediktsson búinn að lýsa yfir að hann sé reiðubúinn að hjálpa til við að leysa þetta mál? 

Kallið þið sjallarnir það að leysa kröfumál þegar neitað er að borga?

Mér sýnist Bjarni vera reiðubúinn í Bretavinnuna.

Árni Gunnarsson, 16.10.2010 kl. 10:03

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Árni, nákvæmlega er mér sama um hver sótti um Bretavinnuna og hvort Bjarni Ben. sé tilbúinn til að taka þátt í að "leysa" málið með uppgjöf fyrir þessum kúgurum.  Hann mótar ekki mínar skoðanir á þessu máli.  Ég móta mínar skoðanir á ÖLLUM málum sjálfur og í flestum tilfellum fara þær ágætlega saman við stefnu Sjálfstæðisflokksins, en ekki alltaf.

Hitt er líka rétt, að skoðanir mínar og öfgaflokkanna og þeirra stuðningsmanna fara nánast aldrei saman.

Axel Jóhann Axelsson, 16.10.2010 kl. 14:21

6 Smámynd: Elle_

Ég er orðin svo leið á að heyra hvað Árni Matt og Geir Haarde gerðu einu sinni, Árni.  Og það kemur í alvöru ekkert núverandi kúgun Icesave-stjórnarinnar við, með Steingrím fremstan til að hefna sín á Sjálfstæðisflokknum og ná sér niðri á honum á okkar kostnað.  Svona málflutningur endalaust eyðileggur okkar málstað gegn Icesave-kúguninni.  Það var nefnilega þannig að Árni Matt og Geir Haarde skrifuðu aldrei undir neinn kúgunarsamning eða nauðungarsamning í Icesave og það hefur oft komið fram. 

Elle_, 16.10.2010 kl. 22:31

7 Smámynd: Elle_

Vil samt taka undir það að Bjarni Ben er alltof viljugur að semja um Icesave-nauðungina og það hefur skemmt gríðarlega.  Með Sjálfstæðisflokkinn stærstan í stjórnarandstöðu, væri Icesave líklega löngu úti ef Bjarni Ben og co. hefðu verið harðir gegn Icesave.  Og allir flokkar í alþingi eru samsekir um að vilja semja um þennan óþverra.

Elle_, 16.10.2010 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband