Engar almennar niðurfellingar skulda

Eftir tunnubarsmíðarnar á Austurvelli, þar sem áttaþúsund manns, komu saman til að mótmæla getuleysi lélegustu ríkisstjórnar lýðveldissögunnar í öllum málum, ekki síst atvinnumálum og vanda heimilanna, hefur ríkisstjórnin reynt að kaupa sér frið og framhaldslíf með síendurteknum loforðum um að nú skuli vandamál heimilanna "sett í forgang" og þykir mörgum það síst vera ofrausn, í tilefni tveggja ára afmælis efnahagshrunsins.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur látið í veðri vaka, að til greina komi að farið verði út í almennar skuldaniðurfærslur, jafnvel um 18% í anda tillagna Hagsmunasamtaka heimilanna, en Steingrímur J. hefur passað sig á að taka ekki undir það, enda mun ekki verða farið út í slíkar aðgerðir, enda myndi kostnaðurinn af því lenda af mestum þunga á elli- og ororkulífeyrisþegum lífeyrissjóðanna og afgangurinn á skattgreiðendum.

Til að reyna að fela aðgerðarleysið og ekki síður til að geta reynt að kenna öðrum um, þegar kemur að því að tilkynna að ekki verði unnt að fara í almennar skuldaniðurfellingar, hefur ríkisstjórnin verið að boða stjórnarandstöðuna og hinar ýmsu nefndir Alþingis á fundi til að láta líta út fyrir að verið sé að kynna og ræða tillögur um skuldamálin og "nánari útfærslur" þeirra, sem kynntar yrðu "í næstu viku", eins og vinsælasti frasi ríkisstjórnarinnar hefur hljómað í eitt og hálft ár.

Um þessa fundi má vitna til þriggja aðila, sem þá hafa setið og hafa þetta um málið að segja í viðtendri frétt:  ""Skemmst er frá því að segja að ekkert nýtt kom fram á þessum fundi,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir andrúmsloftið á fundinum hafa verið gott, og samstarfsvilja hjá viðstöddum. „En ekkert nýtt var kynnt og hvað þá almennar aðgerðir.“   Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tekur í sama streng. „Það virðist greinilega vera þannig að stjórnvöld eru komin mjög skammt á veg með þessa svokölluðu verkáætlun um lausnir í skuldamálum heimilanna.“"

Velkist einhver í vafa lengur um tilgang "fundanna"?  Auðvitað eru þeir haldnir til að reyna svo að kenna öllum öðrum en ríkisstjórninni um að niðurstaða þeirra verður engin og framkvæmdir í framhaldinu minni en engar.


mbl.is Engin verkáætlun kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband