Mestu mótmæli í sögu þjóðarinnar

Aldrei í Íslandssögunni hefur önnur eins mótmælabylgja riðið yfir landið, eins og gerst hefur á síðustu tíu dögum, en frá mánaðarmótum hefur allt landið logað stafna á milli vegna óánægju þjóðarinnar með þá aumu ríkisstjórn, sem nú situr við völd og gerðir hennar og ekki síst aðgerðarleysi.

Ríkisstjórnin hefur ekki komið með eitt einasta trúverðugt útspil vegna skuldavanda heimilanna, barist með hörku gegn hvers konar uppbyggingu atvinnulífsins og þar með aukið atvinnuleysið og landflóttann, hækkað skatta og álögur á millitekjufólkið upp úr öllu valdi, hótar sama fólkinu skerðingu á fæðingarorlofi, barnabótum og vaxtabótum ofan á aðrar kjaraskerðingar, hótar að leggja niður sjúkrahússþjónustu á landsbyggðinni og rústa þar með öryggi íbúanna og svona mætti lengi telja upp "afrekalista" ráðherranna.

Átta þúsund manns mættu til að mótmæla ríkisstjórninni á Austurvelli við setningu Alþingis þann 1. október s.l. og síðan hefur ríflega sá fjöldi samtals, mótmælt stjórninni hringinn í kringum landið og ekkert lát er á slíkum aðgerðum næstu daga.  Slík óánægju- og mótmælabylgja hefur aldrei farið um landið og aldrei í sögunni hefur verið eins almenn óánægja með nokkra ríkisstjórn.

Ríkisstjórn, sem getur ekki lagt fram neinar tillögur til úrbóta á þeim vandamálum sem við er að glíma í þjóðfélaginu verður að fara frá völdum strax og fela stjórnina fólki sem treystir sér til að leysa úr málunum.

Þar er auðvitað Bjarni Benediktsson líklegastur til að geta leitt þjóðina út úr þessum vanda.


mbl.is „Ofboðsleg skerðing á lífsgæðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki hvort ég eigi að hlægja eða gráta yfir neðstu línunni í grein þinni Axel. Líklega 75% þjóðarinnar treystir með engu móti Bjarna Ben til neinna góðra verka. Hann maður auðvaldsins, ekki almennings. Þetta áttu að vita Axel, svona skarpur maður eins og þú. Að öðru leyti er ég sammála þér í greininni.

Þórður Sigurjónsson (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 16:59

2 identicon

Sammála Þórði hér að ofan.

Jón (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 17:02

3 identicon

Bíddu nú við?? Er það Bjarni Ben sem ætlaði að laga fjárlagahallann eingöngu með niðurskurði? Sé ekki beint hvernig landsbyggðin hefði komið betur út úr því, eða þá barnafólk.

Atli (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 17:14

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Mótmælin eru auðvitað stuðningsyfirlýsing við ákveðin flokk er það ekki?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 11.10.2010 kl. 19:55

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Arinbjörn, mótmælin eru vegna handónýtrar ríkisstjórnar og kröfu um að fá aðra betri.  Bjarni væri bestur til að vera í forystu í nýrri stjórn. 

Munurinn á þessum mótmælum og þeim sem voru í fyrravetur er sá mestur, að þá var mótmælunum stýrt beint af skrifstofu VG og af þingmönnum flokksins úr gluggum Alþingishússins, en nú er það millistéttin í landinu, sem hefur snúist til varnar, þar sem stefna ríkisstjórnarinnar virðist vera að útrýma henni og koma henni undir fátækramörk.

Axel Jóhann Axelsson, 11.10.2010 kl. 20:44

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Já Sjálfstæðisflokkurinn hefur margt á samviskunni Axel..

hilmar jónsson, 11.10.2010 kl. 20:51

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þið talið mjög spaklega og gætuð því mátt nefnast spakir að endemum þið hér 1-2-3. gagnrýnendur við mál A. J. Axelssonar, en rökin vantar.   Hafa ekki farið fram mikil mótmæli?  Eru niðurskurðar tillögur Stjórnarinnar raunhæfar?  

Þó að landsbyggðar mótmælendur kasti ógjarnan mat á vöntunartíma og stundi almennt ekki skemmdarstarfsemi þá hefðuð þið alveg mátt taka undir orð Axels áður en þið fenguð ykkar pólitísku magakveisu af að sjá nafn ærlegs manns á skjánum.   Eða er hann það ekki?  Ef ekki þá vantar rökin, komið með þau og munið að í öllum jöfnuði þarf viðmið.   

Gerðu þig ekki kjánalegri en þörf er til A. Kúld. Það er verið að tala um mótmæli við ákveðnu athæfi og en það er ekki þar með stuðnings yfirlýsing við annað.    

Mótmælendur eru frjálsir að sínum skoðunum og þínar mega fara á milli hunds og kattar ef ekki eru betur grundaðar en hér sést.

.          

Hrólfur Þ Hraundal, 11.10.2010 kl. 20:51

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Rétt hjá þér Axel  VG stjórnuðu þessum grundvallarskríl sem þeir eru af, enda hætti Steingrímur að öskra um leið og hann fékk að prumpa í stólinn.  Eða man ég ekki rétt Hilmar?

Hrólfur Þ Hraundal, 11.10.2010 kl. 21:11

9 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Jæja Axel !  Svo þú villt tvímælalaust fá aftur til valda ; vafninga , handhafa kúlulánaafskrifta , styrkjafífl sem sum hver sitja og sitja í stólum "sínum" í Þjóðarleikhúsinu , eiginhagsmunapotara , menn sem hafa sett hvert fyrirtækið af öðru í þrot (á kostnað landans) , siðlausa sjálfgræðgisseggi , en þessu hefur FL-flokkurinn að flagga - mikil og merkileg er þín skoðun , annars get ég verið sammála þér um mótmælin , nema þér láist að nefna (merkilegt nokk) að væri   FL- flokkurinn  enn við völd væru ekki átta þúsund að mótmæla , heldur áttatíu þúsund .

    Guð blessi þig og Konna !

Hörður B Hjartarson, 11.10.2010 kl. 21:41

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er mikill vandræðagangur hjá fjórskipta einflokknum núna þar sem nauðsynlegt er vegna gjaldþrots ríkissjóðs að skera niður atvinnuleysisgeymslur hans hér og þar. Í tuttugu ár var alheiladauðasta botnskrap íhalds og framsóknar sett yfir mestu fjársvikamálaflokkana, heilbrigðis- og menntamál og afleiðingarnar blöstu raunar við löngu áður en draslið fór opinberlega á hausinn. Svo virðist vera sem verið sé að taka á grófum fjársvikum í þessum málaflokkum en á sama tíma er núverandi deild fjórskipta einflokksins sem er við völd að hrófla upp stofnunum fyrir sína flokksmenn og ekkert er gert í sambandi við megaruslahaug fjórskipta einflokksins í sendiráðum út um allar trissur. Skiljanlega er almenningur að gefast upp á að standa undir þessu rusli eins og við erum að sjá.

Baldur Fjölnisson, 11.10.2010 kl. 22:05

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hörður, þú er greinilega miklu betri í því að úthúða fólki og svívirða, heldur en að hæla gjörðum þess og verkum.  Ekki dettur þér í hug að reyna að benda á eitthvað jákvætt sem þessi ríkisstjórnarnefna hefur afrekað, að þínu mati, en öllu púðrinu eytt í að níða niður saklaust fólk, sem vill landi sínu vel og er tilbúið að taka að sér endurreisnarstarfið, sem þín átrúnaðargoð hafa gefist upp á.

Fram að þessu hefur verið talið, að engin fjöldamótmæli yrðu gegn stjórnvöldum á Íslandi, nema þeim væri stjórnað af skrifstofu VG og í fremst í flokki færu ungliðar VG og annar stjórnleysingjaskríll, en nú hefur annað komið í ljós, þar sem venjulegt fólk er farið að fjölmenna á fundi, innanhúss og utan, eins og sýnir sig núna í fjölmennustu mótmælum frá landnámi.  Nú er það ekki öfgalýður sem hefur forystu um að mótmæla yfirvöldum, heldur fjölskyldan í næsta húsi, sem ekki hefur tekið þátt í slíkum mótmælum fram til þessa.

Svo má deigt járn brýna, að bíti um síðir og nú lætur fólk ekki bjóða sér hvað sem er af hendi "norrænu velferðarstjórnarinnar" lengur.  Vel má vera að ykkur, þessu öfgafyllsta vinsta liði tækist að smala saman og æsa upp meiri fjölda til mótmæla, enda með þrautskipulagt kerfi til uppþota og getið kallað út mesta ólataskrílinn með litlum fyrirvara.  Það mun hins vegar ekki bjarga þeirri ríkisstjórn, sem nú er á sínum síðustu dögum.

Axel Jóhann Axelsson, 11.10.2010 kl. 22:28

12 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta botnskrap faldi atvinnuleysi með því að hrófla upp svok. "háskólum" út um allar trissur til að framleiða undirmenntaða fræðinga fyrir löngu fræðingayfirmettað kerfi. Núna er ekki lengur hægt að ljúga sig frá því að það er nauðsynlegt að skera þennan ruglanda niður við trog. Sama svindlið blasir skiljanlega við í framhaldsskólunum sem eru næsta svikasig undir þessu. Við erum raunverulega með þúsundir af hálffullorðnum ungmennum í atvinnuleysisgeymslum í menntakerfinu í meira og minna tilgangslausu og yfirmettuðu náni.

Baldur Fjölnisson, 11.10.2010 kl. 22:37

13 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sjálfstæðisflokkurinn mun bjarga okkur öllum, gera öll skuldlaus, reisa við við velferðarkerfið og gera alla ríka. Hvenær ætlar fólk að hætta að trúa þessu bulli ? Hvenær ætlar fólk sem er komið á áttræðis aldur að skilja einfalda hluti?

Finnur Bárðarson, 11.10.2010 kl. 22:59

14 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er mikilvægt að hafa í huga að þessi gjaldþrota ruslahaugur var búinn til í öðrum heimi - þegar fjármálastýrt rusl stýrði alfarið umræðum á  ruslfjölmiðlaveitum algjörlega í eigu fjármálaveldisins. Núna er þessa lygasjúki ruslahaugur farinn á hausinn eins og hver maður sér en samt er hann ennþá þarna ennþá og mun vafalaust svíkja fram hin ýmsu ævintýri áfram í þágu eigenda sinna.

Baldur Fjölnisson, 11.10.2010 kl. 23:21

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Finnur, skoðaðu fjárhag ríkisins og velferðar- heilbrigðis- og skólakerfið fram að hruni, þá skilur þú hvernig stefna Sjálfstæðisflokksins í þessum málaflokkum er.  Þá var ríkissjóður einnig rekinn með afgangi og ríkissjóður var skuldlaus.  Þetta er ekki neitt bull og fólki á áttræðisaldri alveg óhætt að trúa þessu, enda auðskilið.  Að hvaða fólki á áttræðisaldri þú ert hins vegar að beina skrifum þínum er mér ókunnugt, en það getur alveg skilið þessa einföldu hluti, eins og allir aðrir aldursflokkar.

Axel Jóhann Axelsson, 12.10.2010 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband