11.10.2010 | 10:43
Vandinn er ræddur og ræddur og ræddur og niðurstaðan engin
Ríkisstjórnin hefur boðað forystumenn stjórnarandstöðunnar á sinn fund í dag til að RÆÐA hugmyndir um almenna niðurfærslu skulda, sem stjórnin hefur fram að þessu sagt að sé gjörsamlega óframkvæmanleg, enda yrði hún geysilega kostnaðarsöm og sá kostnaður myndi að lokum lenda á skattgreiðendum.
Nú vill ríkisstjórnin ræða hugmyndir Hagsmunasamtaka heimilanna um almenna niðurfærslu skulda, en í þeim felst að bankar, Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir færi niður allar útistandandi skuldir heimilanna a.m.k. um 18%, en kostnaður vegna þess yrði um 220 milljarðar króna og þá eru lán til fyrirtækjanna eftir, en heildarkostnaður við niðurfærslu allra lána er áætlaður um 1000 milljarðar króna.
Þór Saari hefur trú á því, að fundurinn í dag eigi að snúast um að ekki sé hægt að fara í almennar skuldaniðurfærslur og er það ekki ólíklegt. Ríkisstjórnin er svo ósamstíga og hrædd við gagnrýni almennings, að hún þorir ekki að ítreka fyrri yfirlýsingar sínar um þessi mál og reynir því að fá stjórnarandstöðuna til liðs við sig, þannig að hægt verði að segja að sátt sé innan Alþingis um leið ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna, en sú leið hefur reynst vandrötuð og þung fyrir fæti.
Þrátt fyrir tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna um að elli- og örorkulífeyrisþegar lífeyrissjóðanna taki á sig hluta af skuldum yngri kynslóða, verður því varla trúað að skuldarar þiggi slíka niðurgreiðslu á lánum sínum og hljóti að vilja frekar berjast til þrautar sjálfir vegna afborgana af þeim.
Hér skrifar a.m.k. skuldari, sem ekki kærir sig um að elli- og örorkulífeyrisþegar, frekar en skattgreiðendur taki að sér að greiða af hans lánum.
Skuldavandi heimilanna ræddur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hugsunarháttur Þórólfs Matthíassonar ofl, sem telja galið að reyna að bjarga heimilunum með almennri leiðréttingu skulda er að verða íslenskum almenningi dýr. Skiptir þá engu hvort almenningur flokkast sem sparifjáreigendur, öryrkjar, skuldarar, ellilífeyrisþegar eða annað. Þessi hugsunarháttur er af sama meiði og icesave meinloka "hagfræðingsins" réttlætinu skal fórnað í til að hanga á launaskrá örlítið lengur á kostnað annarra.
Magnús Sigurðsson, 11.10.2010 kl. 11:03
Eftirfarandi athugasemd frá Þór Saari verður að teljast sérstaklega ómerkileg:
„Ég held að áhersla verði lögð á að það sé ekki hægt að fara í almenna niðurfærslu. En ég mæti með opinn huga. Orð Þórólfs Matthíassonar, aðalhagfræðings Samfylkingarinnar í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun, þar sem hann sagði að það væri galið að reyna að bjarga heimilunum, þóttu mér ekki gefa tilefni til bjartsýni. Orð hans eru ekkert annað en ábyrgðarlaust hjal,“
Raunar sagði Þórólfur að almenn niðurfærsla væri galin leið, en lagði síðan til aðrar aðferðir til þess að aðstoða skuldara. Í þessum ömurlega farvegi er öll umræða um þessi mál. Sérstaklega áhugavert að Þór Saari segist "mæta með opinn huga" en segist þó fyrirfram aðeins vilja ræða eina lausn. Detturn einhverjum virkilega í hug að hlusta á þennan mann?
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 11:10
Þór Saari er með allra óábyrgustu kjaftöskum, sem á Alþingi hafa komið.
Axel Jóhann Axelsson, 11.10.2010 kl. 11:15
Svo kom nú í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki með í þessum umræðum! Hlýtur að gefa flokksbroti Þórs Saari meiri vigt.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 11.10.2010 kl. 12:00
Taka bara IKEA á þetta.
snjallasti (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 12:13
Þór Saari er klárari og ábyrgari en allur sjálfstæðisflokkurinn samanlagt getur látið sig dreyma um að verða einhverntíma.
corvus corax, 11.10.2010 kl. 12:57
Sjálfstæðisflokkurinn lætur ríkisstjórnina ekki spila með sig og eftir fundinn sagði Þór Saari að þessir fundir væru leiksýning og eingöngu til að blekkja almenning og láta líta svo út, sem eitthvað væri að gerast í málunum, sem væri alls ekki raunin.
Axel Jóhann Axelsson, 11.10.2010 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.