Bjarna tókst það sem Jóhönnu hefur aldrei tekist

Mönnum er í fersku minni, að fyrir ári síðan, eða svo, skrifaði Jóhanna Sigurðardóttir bréf til Brown´s, forsætisráðherra Bretlands og annað til Darling´s, fjármálaráðherra, og óskaði eftir að fundi með þeim félögum, til þess að ræða um Icesavedeiluna.  Báðir sýndu álit sitt á Jóhönnu með því að svara viðtalsbeiðninni aldrei, en sendu henni smámiða mörgum mánuðum síðar, þar sem einungis var sagt að viðræður um málið væru í gangi, en svöruðu bréfi Jóhönnu engu í raun.

Nú hafa orðið stjórnarskipti í Bretlandi og ekki vitað hvort Jóhanna hefur fengið einhvern til að skrifa fyrir sig annað bréf á ensku, og sent nýjum valdhöfum þar, en a.m.k. hefur hún ekki átt með þeim neina fundi, en einstaka sinnum er sagt frá því, að formlegar eða óformlegar viðræður séu ennþá í gangi, en ekkert hefur spurst til "miklu betra tilboðsins" sem "lá á borðinu" þegar þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave fór fram 6. mars s.l. og þjóðin sýndi stjórnvöldum hug sinn í verki á eftirminnilegan hátt. 

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, virðist ekki hafa átt í neinum vandræðum með að ná fundi Cameron´s, hins nýja forsætisráðherra Bretlands, og getað rætt við hann um Icesave og önnur mál, sem efst eru á baugi á Íslandi og í Bretlandi, þó formlegar niðurstöður séu auðvitað engar, enda fundurinn ekki til þess ætlaður, heldur til að kynna málstað Íslendinga og koma á framfæri þeim afgerandi sjónarmiðum, að Icesave sé íslenskum skattgreiðendum óviðkomandi.

Það hlýtur að styttast í það, að Bjarni Ben. taki formlega við forsætisráðherrastólnum af Jóhönnu.  Hún hefur sýnt svo oft að hún ræður ekkert við þau vandamál sem við er að etja og tekst ekki einu sinni að halda ríkisstjórninni almennilega saman og segir það á við kattasmölun, sem allir vita að er ógerlegt verk.

Þjóðin getur ekki beðið lengur eftir raunverulegri forystu, sem ræður við að koma þjóðfélagninu í gang á ný.


mbl.is Íslendingar taki ekki á sig byrðarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

taktu eftir,hann sagði hafa rætt,þetta klassíska,ég held að hann viti ekki sjálfur og geti þarafleiðandi ekki útskýrt HVERS VEGNA ÞETTA ER ÓRÉTTLÁTT.

Andri (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 16:13

2 identicon

Sæll og blessaður; Axel Jóhann !

O jæja; mér sýnist þú nú stika létt, yfir staðreyndirnar.

Jóhanna og Bjarni; eru jafn ÓHÆF, til allra verka, ágæti drengur.

Hvað; kostar Macaó Vafninga brask Bjarna Silfur skeiðar drengs, okkur Íslendinga, þegar upp er staðið, að þinni hyggju ?

Hvort heldur er; siðferðilega - eða þá; fjárhagslega ?

Jóhanna aftur á móti; hefir nóg fyrir stafni, í gor og slor verkun sinni, á tröppunum heima fyrir, eða;, svo skyldum við ætla, Axel minn.

Utanþingsstjórn; þökk fyrir - takist það ekki; má skoða Asísk yfirráð, síðuhafi góður, sýnist mér.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 16:15

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Neyðarstjórn, er eina vitið segir Pétur á útv. sögu, ég er sammála honum.

Aðalsteinn Agnarsson, 7.10.2010 kl. 17:08

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Rannsóknarnefnd Alþingis hlífði engum, sem eitthvað misjafnt höfðu í pokahorninu, að hennar mati eftir langa og stranga rannsókn.  Bjarni var varla nefndur á nafn í skýrslunni og ekkert fundið athugavert við aðkomu hans að atvinnulífinu eða stjórnun fyrirtækja á árunum fyrir hrun.

Sýkna frá Rannsóknarnefnd Alþigis ætti að duga mönnum til að fá frið fyrir hælbítum þjóðfélagsins.

Axel Jóhann Axelsson, 7.10.2010 kl. 20:25

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Bjarni Ben hefur aldrei látið sjá sig meðal almennings eða tekið þeirra málstað. En Sjálfstæðisflokkurinn sér leik á bragði núna þar sem ríkisstjórn er ekki að standa sig. Sami flokkur og steypti okkur í glötun hér áður fyrr.

Stjórnmálamenn eru ekki fagfólk. Þetta er gömul valdaelíta sem þarf að uppræta og koma inn alvöru fagfólki í staðinn. Verst að margir sjá ekki muninn.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.10.2010 kl. 20:40

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Lísa, það er alveg stórmerkilegt að sjá, að ennþá skuli fólk hanga á klisnunum um að Sjálfstæðisflokkurinn  hafi borið ábyrgð á banka- og efnahagskreppunni á vesturlöndum.  Það skrítna er að enginn í heiminum, nema Íslendingar, hafa hugmyndaflug til að halda þessu fram og ekki hefur stjórnmálamönnum í einu einasta landi dottið í hug á ásaka sína stjórnmálamenn um kreppurnar í sínum heimalöndum og alls ekki íslenskum Sjálfstæðismönnum.

Þessi klisja er að verða nokkuð leiðigjörn, enda trúir ekki nokkur lifandi maður þessari dellu lengur.

Axel Jóhann Axelsson, 7.10.2010 kl. 20:51

7 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Nei - ekki bara sjálfstæðismenn, heldur svo miklu fleiri. Má ég benda þér á að lesa Rannsóknarskýrsluna - eða skoða inntak úr henni á rannsoknarskyrslan.blog.is

Sjálfstæðisflokkurinn, ásamt fleiri flokkum, hafa makað sinn krók ljúflega á þessum tímum - það er sannað og sést í skýrslunni. Þó svo Bjarni standi upp núna vegna þess að það er meðbyr - sýnir bara pólitískan ásetning til að ná völdum aftur.

Hvað er hann menntaður aftur - þekkir hann vel til hagfræði og hvernig á að bregðast við þeim aðstæðum sem við erum í núna? Frekar en aðrir þingmenn?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.10.2010 kl. 20:57

8 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Aðalsteinn !

Laukrétt ályktun; hjá ykkur Pétri. 

Lísa Björk !

Þakka þér fyrir; liðveizlu góða, ekki veitir af. Axel Jóhann; þessi mæti síðu hafi, og gestgjafi okkar, er enn, undir sterkum eitrunar áhrifum frjálshyggju skjallar anna, suður í Valhöll, við Háaleitisbraut, enn; sem komið er.

En það; sem verra er. Axel Jóhann; hefir enn vonarneista nokkurn, til liðónýtra stjórnmálamanna. Það er; öllu lakara.

Í ýmsum atvinnugreina okkar; er að finna ótölulegan fjölda hæfileikaríks fólks, sem gæti undið ofan af margra áratuga soranum, sem eftir stjórnmála- og embættismanna kerfið liggur, hérlendis.

Með beztu kveðjum; sem þeim fyrri /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 21:11

9 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þakka þér góðar undirtektir Óskar Helgi.

Mig langar til að koma með örlítinn mola í umræðuna. Mér skilst að Bjarni sjálfur Ben eigi í fyrirtækjum sem nauðsynlega þyrftu á afskriftum skulda að halda s.s. N1 - þetta hefur verið í umræðunni.

Það er vinnuregla t.d. endurskoðenda, að þeir mega ekki eiga í - eða hafa hagsmuni af þeim fyrirtækjum sem þeir vinna fyrir. Þessi vinnuregla væri ágæt á Alþingi okkar Íslendinga. Margir Alþingismenn hafa nefninlega fyrst og fremst eigin hagsmuna að gæta - ekki almennings.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 8.10.2010 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband