Bjarni Ben. er framtíðarleiðtogi þjóðarinnar

Það hefur komið æ betur í ljós undanfarnar vikur, að tilfinnanlega skortir leiðtogaefni fyir þjóðina úr röðum Alþingismanna og aðeins einn maður hefur sýnt að hann búi yfir þeim eiginleikum, sem góður forystumaður ríkisstjórnar þarf að vera gæddur. 

Jóhanna Sigurðardóttir er búin að fá sinn tíma og hefur notað hann til að sýna og sanna vanhæfni sína í leiðtogahlutverki og Steingrímur J. hefur einnig glutrað niður allri tiltrú, sem sumir höfðu á honum og nú er svo komið að ekki einu sinni hans hörðustu fyrrum stuðningsmenn innan VG treysta honum lengur, vegna svika hans við öll helstu stefnumál flokksins frá stofnun hans.

Um Þór Saari þarf ekki að hafa mörg orð og þó Sigmundur Davíð hafi sýnt ýmsa góða spretti á þinginu, hefur hann ekki sýnt af sér þá leiðtogahæfileika sem þarf til að leiða ríkisstjórn.  Bjarni Benediktsson er sá eini sem nú situr á þingi, sem hefur sýnt af sér virkilega hæfileika til að stjórna og leiða fólk til góðra verka og hefur farið sívaxandi í starfi sínu undanfarna mánuði og sýnt og sannað að hann er framtíðarleiðtogaefni þjóðarinnar.

Bjarni er skarpur, ákveðinn, fylginn sér en sanngjarn og hefur sýnt að hann er úrræða- og tillögugóður í erfiðum málum, enda leitar ríkisstjórnin nú til hans með beiðni um að leiða stjórnina inn á vænlegar brautir við úrlausn þeirra verkefna, sem hún hefur ekki getað leyst úr á undanförnum átján mánuðum.

Hitt er svo annað mál, að vænlegra til árangurs í erfiðleikum þjóðarbúsins er, að ríkisstjórnin fari strax frá og Bjarna verði falið að mynda nýja ríkisstjórn strax.


mbl.is Boða formenn flokka á fund í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Þjóðin treystir ekki Bjarna frekar en öðrum "þrefurum" á þingi.   Hann er því alls enginn þjóðarleiðtogi.  Og það mun gagnast honum lítið að hafa hóp ritfæra bloggara eins og þig í liði sínu. 

Eyjólfur Sturlaugsson, 6.10.2010 kl. 21:55

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Ha ha ha......

hilmar jónsson, 6.10.2010 kl. 21:57

3 identicon

Bjarni misskilur stöðu sína all svakalega. Hann mun ekki ríða feitum hesti frá Alþingi frekar en aðrir þingmenn. Og nú hótar hann almenningi öllum að Sjálfstæðisflokkurinn muni ekki taka þátt í endurreisn heimila landsins!

Krafa almennings er skýr. Aðgerðir strax! Mótmælin snúa að hverjum þeim sem leggur hindrun í þá götu!

Og fái þeir makaleg málagjöld sem það gera!!!

Kristinn (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 22:07

4 Smámynd: Hamarinn

Hamarinn, 6.10.2010 kl. 22:22

5 Smámynd: Hamarinn

Hamarinn, 6.10.2010 kl. 22:23

6 Smámynd: Björn Birgisson

".......... og Bjarna verði falið að mynda nýja ríkisstjórn strax."

Nú hefur einhver dottið á höfuðið. Bjarni hinn ungi hefur nákvæmlega ekkert af því sem til þarf að leiða ríkisstjórn við þessar aðstæður. Hann lægi bara í gemsanum hans Davíðs til að fá ráð og þjóðin þekkir þau.

Björn Birgisson, 6.10.2010 kl. 22:23

7 identicon

Þú ert nú meiri brandarakallinn, Sjálfstæðismenn hafa engu gleymt , siððspillinguna áfram , nei takk

Jón Ágúst (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 22:42

8 Smámynd: Sigmundur H Friðþjófsson

Sæll Axel

Það er gaman að fylgjast með viðbrögðum vinstri manna við þessum pistli.

Nýtt slagorð hefur verið notað af fylgjendum þessarar ríkisstjórnar.Það er að fjórflokkurinn sé ónytur.Með þessu ætla þeir að draga alla flokka til ábyrgðar á eigin getuleysi.Íslandi var komið úr torfkofunum til álna á undraskömmum tíma af stjórnmálaflokkum.Þá voru hvorki til Samfylking né Vinstri Grænir.

Kanski þessum tveimur flokkum sé ofaukið í Íslenskri pólitík.

Kveðja  Sigmundur F

Sigmundur H Friðþjófsson, 6.10.2010 kl. 23:00

9 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Axel Jóhann mikið er ég sammála þér. Ekki eru þessir menn hér að ofan að koma með betri lausn eða leið segi ég bara. Nei heldur er allt gert til að rífa þær hugmyndir og lausnir sem koma fram niður vegna þess að þær eru ekki að koma frá rétta flokknum, svei og skömm segi ég bara. Þessi stefna hjá Sjálfstæðisflokknum er mjög góð fyrir alla segi ég og verð ég sannfærðari og sannfærðari því meira sem ég hugsa hana.

Þjóðin er ílla brennd gagnvart því að treysta eins og er skynja ég. En það er búin að verða mikil byllting á hugarfari fólks og meðvitund almennings er mikil núna. Bjarni er ungur og skynja ég ekkert annað frá honum en velferð og heilan hug okkur fólkinu til heildinni. Bjarni er ekki að setja fólk í manngreiningarálit eins og margir eiga til að gera, heldur talar hann fyrir heildina og er það mikill kostur að bera. Eins finnst mér hún Ólöf vera kraftmikil og tala af heilum hug okkur heildinni til líka.

Ég er sammála því að það er engin annar með þennan Leiðtoga í sér eins og Bjarni Benediktsson er með og á hann að leyfa þjóðinni að sjá hann meira vegna þess að það eru heilindin í orðunum og hugsjóninni sem kallar þennan Leiðtoga fram ef hann er til í fólki á annað borð... Lilja Mósesdóttir er líka mjög góð og er með heildina að leiðarljósi líka...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.10.2010 kl. 23:24

10 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Axel. Sigmundur og. Ingibjörg,Ég er sammála ykkur Bjarni hefur sótt mjög mikið á, en það þarf að taka aðeins betur til í flokknum, og Lilja Mósesdóttir ætti að vea formaður vinstri grænna og ætti að taka til þar líka. Þá fer að verða grundvöllur fyrir nýrri stjórn! Mér datt þetta svona í hug!

Eyjólfur G Svavarsson, 6.10.2010 kl. 23:58

11 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hér kemur stutt dæmisaga, fyrir ykkur lesendur hér á síðu Axels.  Ef þið svarið spurningunni í enda sögunnar játandi, þá áttið þið ykkur ekki á stöðunni.  Heldur er þá ekki hægt að merkja að þið skiljið hvað Bjarni meinar með þessari tilkynningu. 

Það haust. Ein af lægðum haustsins kemur æðandi upp að landinu með stormi og helliregni. Bjarni er að kvöldi til á ferð yfir Hellisheiðina á bíl sínum, á heimleið eftir að hafa heimsótt vinafólk sitt í Hveragerði. Skyndilega kemur hann auga á vanbúið par, gangandi mann í vegkantinum, klætt líkt og hann í gallabuxur og bol. Hann vorkennir parinu og býður því  far í bæinn. Parið afþakkar með þeim orðum að útivera sé svo holl, að þau  ætli heldur að labba í bæinn, þó svo að þau séu fyrir lifandis löngu orðin gegnblaut og skjálfa úr kulda.  

Hvað á Bjarni að gera?  Á hann að leggja bíl sínum í vegkantinum og labba með parinu í bæinn?

Kristinn Karl Brynjarsson, 7.10.2010 kl. 00:23

12 Smámynd: Björn Birgisson

Nei, hann á að sannfæra fólkið um að betra sé að standa saman, það sé skynsamlegra og skutla því síðan heim til sín. Alls ekki að gefa sig við fyrsta andstreymi og fara í fýlu.

Björn Birgisson, 7.10.2010 kl. 00:37

13 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ætli Bjarni hafi nokkuð fundið fyrsta andstreymið í gær eða fyrradag.  Hann og fleiri hafa margoft boðið þeim far, en alltaf fengið sama svar, nei takk við reddum okkur sjálf. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 7.10.2010 kl. 00:42

14 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það er svolítið einkennilegt hve fólk virðist gjörþekkja Bjarna Benediktsson og hæfileika hans til að leiða þjóðina úr ógöngum.  Það  er varla minnst á að Bjarni sé að öðrum ólöstuðum sá þingmaður sem einna helst hefur möguleika á að bjarga þjóðinni, öðruvísi en upp komi raddir um að hann sé unglingur sem ekki er treystandi fyrir þessu vandasama verki.  Það sem léttir af manni áhyggjum af þessum orðum er það að yfirleitt kemur þetta frá mannþekkjurum sem fullyrtu fyrir síðustu kosningar að eini maðurinn á þingi sem treystandi væri fyrir leiðsögunni út úr kreppunni væri Steingrímur J. Sigfússon.  Hann er búinn að sanna það að þetta fólk er ekki skörpustu hnífarnir

Kjartan Sigurgeirsson, 7.10.2010 kl. 08:39

15 identicon

BNT-samstæðan, sem á N1 hf. og fasteignafélagið Umtak, skuldar að minnsta kosti um 60 milljarða króna, samkvæmt síðustu birtu efnahagsreikningum félaganna.

Fjallað er um fjárhagsstöðu félaga samstæðunnar í Viðskiptablaðinu í dag.

Móðurfélagið BNT skuldaði 9,5 milljarða króna, að mestu í erlendum gjaldmiðlum, í lok árs 2007. Félagið hefur ekki birt ársreikninga fyrir árin 2008 né 2009.

N1 skuldaði 19,3 milljarða króna í lok júní síðastliðins og skuldir Umtaks námu 27,2 milljörðum króna um síðustu áramót.

Endurskipulagning BNT verður eitt helsta verkefni fyrirtækjasviðs Íslandsbanka í haust samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Hluti lána BNT eru þegar gjaldfallin, lán til Umtaks féllu nýverið í gjalddaga og stór skuldabréfaflokkur N1 er á gjalddaga í maí á næsta ári.

Var ekki Bjarni stjórnarformaður í þessu félagi hvert færi ríkissjóður.

HMK (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 09:00

16 Smámynd: Einnar línu speki

Að fá braskara sem Forsætisráðherra?  Það væri alveg týpiskt fyrir Ísland.

Einnar línu speki, 7.10.2010 kl. 10:58

17 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Bjarni er góður til síns brúks.

Guðlaugur Hermannsson, 7.10.2010 kl. 11:39

18 identicon

Guð blessi Ísland ef BB er framtíðarleiðtogi þess!

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 12:39

19 identicon

Þurfu Sjálfstæðismenn ekki líka að losna við kúlulánafólkið í sínum fólki.

Arnar (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 13:33

20 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    HMK ! Takk fyrir að reyna að opna augun á athugasemdurum þessarar kolvitlausu bloggfærslu , með því að reyna að segja þeim hvað þetta "stórmenni" hefur , til að mynda , að geyma .

    Guð  "blessi"  Engeyjarættina , utan Valgerði B. .

Hörður B Hjartarson, 7.10.2010 kl. 14:04

21 identicon

Eru allir búnir að gleyma hvað Bjarni skrifaði undir fyrir hönd föður síns, hann á að fara frá ásamt Þorgerði Katrínu og Guðlaugi Þór og Ólöf Nordal á að taka við flokknum og svo væri fínnt að Lilja Móses henti Steingrími burt og tæki hans sæti ´svo gætu þessar sóma konur tekið við að stjórna landinu.

Best væri svo að leggja Samfylkinguna niður í þeirri mynd sem hún er í dag því það er ekkert að viti að koma frá neinum þar á bæ. Framsókn er því miður enn fastur í fjötrum forfeðra sinna og eiga langt í land að verða traustsins verðið þrátt fyrir að hafa endurnýjað hjá sér en þeirra tími mun koma það er ég sannfærð um er Sigmundur Davíð heldur fast um stefnuna sem þeir eru með.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 17:21

22 identicon

Axel hver bað þig að skrifa svona lélegan brandara,?ég trúi því ekki að þér hafi dottið hann sjálfum í hug.Lélegur er hann.

Númi (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 17:28

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Almáttugur!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.10.2010 kl. 20:18

24 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nafni, Bjarni er snjall, en það er allt of mikið að segja að hann sé almáttugur.

Axel Jóhann Axelsson, 7.10.2010 kl. 20:40

25 identicon

Mér finnst Bjarni helvíti fínn en mér finnst hann samt ekki efni í forsetisráðherra.....

CrazyGuy (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 09:01

26 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Gaman væri þá að heyra hvaða menn Björn eða Axel Jóhann og félagar í spillingarklúbbnum hafa frekar í huga, heyr Kjartan Sigurgeirson fyrir gott svar, já þessir sömu og hlægja að þessari hugmynd kusu einmitt Steingrím J og töldu hann og Jóhönnu vera rétta liðið í brúnni!!!!

Guðmundur Júlíusson, 8.10.2010 kl. 23:02

27 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

ég er auðvitað að tala um Axel Jóhann Hallgrímsson, þar sem báðir eru með sama fornafn og millinafn!!!

Guðmundur Júlíusson, 8.10.2010 kl. 23:05

28 Smámynd: Björn Birgisson

Utanþingsstjórn, sem margir eru að gæla við, væri til dæmis vel leidd af Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra nú eða Dr. Páli Skúlasyni fyrrum Háskólarektors, svo nöfn tveggja hæfra einstaklinga séu nefnd, af mörgum sem til greina koma. Bjarni Benediktsson er ekki eitt þeirra nafna.

Björn Birgisson, 8.10.2010 kl. 23:49

29 identicon

Bjarni er framtíðarleiðtogi þjóðarinnar, það kemur enginn annar til greina. Þakka góða grein.

Íslendingur (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 00:29

30 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Dr, Pál Skúlason?? þú hlýtur að vera að grínast Björn? Hvað gerir hann svona hæfann að gera skuli hann að leiðtoga þjóðarinnar ???

Guðmundur Júlíusson, 9.10.2010 kl. 01:40

31 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Björn, að sjálfsögðu er nafn Bjarna Ben. ekki nefnt í tengslum við utanþingsstjórn, enda er hann þingmaður og líklegastur þeirra allra til að leiða næstu ríkisstjórn.

Axel Jóhann Axelsson, 9.10.2010 kl. 19:09

32 Smámynd: Björn Birgisson

Axel, þetta var klaufalega orðað hjá mér í flýti. Það sem ég átti auðvitað við var að Bjarni er ekki kandidat í djobbið yfirhöfuð. Afsakaðu ónákvæmnina!

Björn Birgisson, 9.10.2010 kl. 19:25

33 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Sigmundur er leiðtoginn sem við þurfum, hann hefur haft rétt fyrir sér frá byrjun eftir hrunið og það er mun meira en Bjarni getur státað sig af.

Tryggvi Þórarinsson, 9.10.2010 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband