5.10.2010 | 08:57
Almenningur setti ríkisstjórnina af
Fólk á öllum aldri, fjölskyldurnar í landinu, setti ríkisstjórnina af í gærkvöldi þegar Jóhanna Sigurðardóttir flutti innihaldslitla stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöldi. Á Austurvöll safnaðist algerlega nýr hópur mótmælenda, sem ekki hefur verið áberandi á slíkum hópsamkomum fyrr, þ.e. hinn breiði fljöldi millistéttarinnar í landinu, sem nú er búinn að fá algerlega nóg af stjórn-, getu- og hugmyndaleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart þeim vandamálum, sem heimilin hafa verið að glíma við undanfarin tvö ár.
Greinilegt var á ráðherrum ríkisstjórnarinnar að þeir eru algerlega sambandslausir við grasrótina í þjóðfélaginu og virtust vera að uppgötva í fyrsta skipti í gærkvöldi þá reiði og óþolinmæði eftir raunhæfum aðgerðum stjórnarinnar, sem kraumar meðal almennings og er nú búinn að fá algerlega nóg og með þeirri gífurlegu þátttöku sem var í mótmælumum, var ríkisstjórnin í raun sett af og nú er það hennar að ákveða hvernig stjórnarskipti munu bera að.
Mótmælin í gærkvöldi fóru að mestu leyti vel fram, en fámennur hópur ofbeldisseggja sækir í svona samkomur til að vinna sín spellvirki og hann var mættur í gærkvöldi í sín hefðbundnu skrílslæti, sem hámarki náðu með svívirðilegum og fólskulegum árásum á þingmenn og ekki síst ráðherrana, þegar þeir óku frá þinghúsinu og mun bíll Steingríms J. hafa orðið verst úti í þeim lífshættulegu árásum þessara ofbeldismanna, sem setja sinn ömurlega svip á hver heiðarlegu mótmælin á fætur öðrum.
Það sem upp úr stendur eftir gærkvöldið er, að ríkisstjórnin er umboðslaus, enda tilkynnti Jóhanna í gærkvöldi að hennar fyrsta verk í dag yrði að leita á náðir stjórnarandstöðunnar eftir hugmyndum til að koma til móts við kröfur fólksins og vegna annarra brýnna verkefna, sem ríkisstjórnin stendur ráðþrota gegn.
Vonandi verður sá fundur til að koma hjólunum til að snúast á ný.
Ófriðarbál á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ég var þarna á austurvelli til að reyna að íta á aðgerðir fyrir smáskuldara og að yta á refsingar fyrir stórskuldara (útrásarvíkina), en ég var samt með tvíeggja sverð í höndunum, því ef forsætisráðherra myndi seja af sér og stjórnin falla er aðeins um tvo möguleika að ræða, kostningar sem sjáfstæðismenn myndu vinna, sem væri það versta sem gæti gerst eða utanþingstjórn, sem myndi aldrei gerast því forsetinn sjálfur er af stétt stjórmálamanna og því óhugsandi að það komi til greina hjá honum, ég vona að stjórnin haldi velli.
Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2010 kl. 09:04
Það yrði nú ekki það versta, að Sjálfstæðisflokkurinn ynni stórsigur í næstu kosningum. Það er eini flokkurinn sem hefur lagt fram raunhæfar tillögur til þess að komast út úr skuldum ríkissjóðs án drepandi skattpíningar og eyðileggingar á því velferðar- heilbrigðis- og menntakerfi, sem honum tókst að byggja hér upp í sinni tuttugu ára stjórnartíð.
Núverandi ríkisstjórn hefur sýnt sig algerlega vanmegna við stjórn landsins og því verður að fá alvöru flokk til valda aftur.
Axel Jóhann Axelsson, 5.10.2010 kl. 09:13
það er eini flokkurinn sem skapaði það umhverfi sem hleipti glæpamönnum inn í bankana og gerðu svo ekkert til þess að milda fallið þegar það var óumflýjandlegt og svo að koma þeim aftur að myndi sýna gullfiskaminni kjósenda afskaplega vel, ju það yrði hræðilegt!!!
Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2010 kl. 09:34
Þessi áróðursklisja um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi skapað eitthvert umhverfi fyrir glæpamenn að starfa í, er orðin svo lúin og þreytt, að jafnvel þeir sem mest staglast á þessu eru hættir að trúa þessu sjálfir, enda svo arfavitlaust að ekki tekur nokkru tali.
Á þriðjudaginn ákærði stjórnarmeirihlutinn Geir H. Haarde fyrir að hafa ekki stjórnað bönkunum einn og sjálfur, minnkað bankakerfið, komið höfuðstöðvum bankanna úr landi og að hafa ekki borgað 300 milljarða króna úr ríkissjóði til þess að koma Icesave undir útibú Landsbankans í Englandi, en ráðherrar núverandi ríkisstjórnar eyddu miklum hluta ræðutíma síns í gærkvöldi til að ásaka bankana fyrir að vinna seint og illa að skuldamálum almennings, þrátt fyrir fyrirskipanir ríkisstjórnarinnar um að slíkt skyldu þeir gera.
Þannig reynir núverandi ríkisstjórn að sýna fram á að hún ráði ekki og hafi ekki stjórn á bönkunum, en ákærir síðan ráðherra síðustu ríkisstjórnar fyrir að hafa ekki veitt gömlu bönkunum neitt aðhald.
Þessu rugli öllu leyfir fólk sér svo að trúa.
Axel Jóhann Axelsson, 5.10.2010 kl. 09:42
hvað ertu eginlega að tala um, þetta kemur bara málunum ekkert við, ekki að ég se sammála þér í Þessum endurskrifuðu rökum þínum frá sagnaritara samtímans í morgunblaðinu, ég er að tala um umhverfið sem gert var, ekki afleiðingarnar, þetta öfga kapitaliska umhverfi sem gerir þá ríku ríkari og fátæka fátækari, í stjórnatíð sjáfstæðisflokksinns lækkuðu til dæmis skatta á efnamikla til muna en skattheimtan sjáf jóskat að sama skapi, það verður ekki skýrt öðruvísi en hærri skattar á almugan. ég hef aldrei skilið fólk sem hefur undir miljón í laun á mánuði og kýs sjáfstæðisflokkunn, þau eru að kjósa beint á móti egin hagsmunum.
Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2010 kl. 10:04
og eg er ekki að varja vinstristjórnina, hun er skárri en ekki eru mikil gæði í þeim afturhalds öflum sem eru þar og biðja til guðs um betri tíð og stoppa allt sem hann skaffar. fjórflokkurinn allur einsog hann leggur sig er óhæfur og ætti að fara með úrtrásarvíkunum til kanarí í eylifarfrí.
Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2010 kl. 10:07
Núna keppast einhverjir álitsgjafar við breiða út þann spuna að enginn viti hverju sé verið að mótmæla. Það eru eflaust sömu álitsgjafarnir og höfðu ekki hugmynd um hvað var kosið um þann 6. mars sl.
Allt tal um að umræðunni þinginu hafi farið aftur, er í rauninni kolrangt. Það hefur ætíð verið þannig að þegar stór sem smá mál hafa verið til umræðu í þinginu, þá hafa menn og konur tekist á, sé almennt ekki sátt um málið. Spuninn um breytta umræðuhefð, til verri vegar, er runninn undan rifjum stuðningsmanna þeirra er voru í stjórnarandstöðu árum saman hér áður fyrr. Á meðan þessir aðilar voru í stjórnarandstöðu, þá létu þeir öllum illum látum í þinginu, til þess að tefja mál og reyndu að kjafta þau í kaf með málþófi.
Þessir sömu álitsgjafar og ég tala um hér að ofan, segja þó að verið sé að mótmæla Alþingi sem slíku, en þora ekki að ganga lengra og segja eins og er, þ.e. að verið sé að mótmæla stjórnvöldum (ríkisstjórninni). Sá stjórnarmeirihluti sem er við völd hverju sinni, er einnig með meirihluta í Forsætisnefnd, sem ákveður dagskrá þingsins. Núverandi Forsætisnefnd, hvað sem aðrar hafa gert í fortíðinni, hleypir engum málum á dagskrá þingsins, nema leiðtogar stjórnarflokkanna, leyfi það. Stjórnarandstaðan hefur margoft krafist þess að það ástand sem komið er upp í þjóðfélaginu verði rætt, en nær undantekningalaust verið hafnað á þeim forsendum, að slíkt sé ekki á dagskrá þingsins. Á dagskrá þingsins hafa þá oftar en ekki verið gæluverkefni einstaka ráðherra, eins t.d. Stóra ljósabekkjamálið, eða álíka mál sem hafa ekkert með það að gera hvort að fólk haldi heimilum sínum, eða hafa með það að eitthvað glæðist í atvinnumálum.
Það er í rauninni afar fáranlegt að halda því fram að þjóðin neyðist til þess að sitja uppi með núverandi ríkisstjórn og alls ekki megi kjósa, því að þá gætu ákeðnir flokkar komist til valda. Nú er það bara svo að flokkar komast ekki til valda hér á landi nema að þeir hafi meirihluta kjósenda á bakvið sig. Hvað sem segja má um lagasetningar í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og annarra flokka, þá hafa flest þau frumvörp runnið nokkuð hljóðlega í gegnum þingið, án teljandi mótmæla þáverandi stjórnarandstöðu og alls ekki óalgengt að stjórnarandstöðuþingmenn séu á meirihluta álitum nefnda er málið varðar.
Kristinn Karl Brynjarsson, 5.10.2010 kl. 10:09
Jóhann, almenningur hefur aldrei haft það betra, en á stjórnartíma Sjálfstæðisflokksins og velferðar- heilbrigðis- og menntakerfið aldrei verið öflugra.
Efnahagskerfið hrundi svo vegna alþjóðlegu bankakreppunnar og glæpsamlegs reksturs íslenskra banka- og útrásarfyrirtækja. Það kom pólitík hins vegar ekkert við.
Axel Jóhann Axelsson, 5.10.2010 kl. 10:17
Einmitt, Axel, haltu bara áfram að segja sjálfum þér það, Sjálfstæðisflokkurinn ber enga, alls enga ábyrgð á hruninu. Onei. Ekki ögn.
Vésteinn Valgarðsson, 5.10.2010 kl. 12:22
Vésteinn, hann ber a.m.k. ekki ábyrgð á bankahruninu í Bandaríkjunum, Englandi, Írlandi og annarsstaðar um heimsbyggðina og varla heldur á efnahagskreppunni sem tröllriðið hefur þessum löndum öllum undanfarin tvö ár.
Axel Jóhann Axelsson, 5.10.2010 kl. 13:03
Hvað meinaru að það kom ekki politíkinni við, það var kerfislæg breyting þar sem allir eftirlitsaðilar voru fjársveltir eða lagðir niður til þess að bankarnir gátur unnið að því að hola bankana innanfrá með svo gott sem fullum stuningi stjórnarflokkana.
vissulega bætti ekki heimsástandið hlutina en án þess hefði þetta fallið hvort sem er. ekkert ríki fór jafn langt í nyfrjálshyggjunni en Ísland, við fórum lengra í henni en USA gat látið sig dreyma um.
Það er ljúft að sofa á tímasprengju!!!
Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2010 kl. 15:12
Jóhann, niðurstaða Rannsóknarnefndar Alþingis var, að eigendur og stjórnendur bankanna væru fyrst og fremst ábyrgir fyrir bankahruninu hér á landi, enda hefðu þeir tæmt bankana innanfrá. Um þetta þarf ekkert að deila og kemur stjórnmálum ekkert við.
Axel Jóhann Axelsson, 5.10.2010 kl. 15:20
bankamenn stálu peningunum, stjórnmálamenn opnuðu peningaskápana, þeir voru kanski ekki þeir sem beinlínis frömdu glæpinn en þeir stuðluðu að honum með því að ofmeta heiðleika fólks og tröllatrú á markaði sem í eðlislægri merkingu hanns er drifinn áfram á sýðleisi og græðgi, ef þú segir það ekki fyrirsjáanlegt þá var þetta auðvitað það, þetta gerist reglulega á tuttugu ára fresti, alltaf vegna sömu græðginnar og alltaf hafa kapitalistarnir þóst hafa fundið lausn sem veldu því að þetta gerist ekki aftur. lausn nyfrjálhyggjunar sem sjáfstæðismenn fóru með legngra hér en nokkrir aðrir þorðu að gera var að svo gott sem afnema allt eftirlit með bankamönnum. Það er líkt og að opna peningarskápana fyrir almenning og vona að enginn steli neinu.
Það er hrein heimska að segja þetta ekki hafa komið stjórnmálamönnum neitt við.
Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2010 kl. 16:05
Er það þá lögreglustjóranum í Reykjavík að kenna, ef brotist er inn í skartgripabúð við Laugaveginn? Hann á að passa upp á að þjófar steli ekki, eða er það ekki?
Axel Jóhann Axelsson, 5.10.2010 kl. 16:21
ja, nei, ég er ekki að kenna eftirlitstöfnununum um þetta.
Ef stjórnvöld legðu lögregluna niður stofnuðu litla eftirlisttofnun sem ekki hefði leyfi til að handtaka nokkurn og fengi trö starfsem sem helst ættu að fylgjast með því að hinn segði ekkert, og svo yrði brotist inn í þessa skartgripabúð. er það þá þessu stveim að kenna eða stjórnvöldum, það eru alltaf til enhverjir sem vilja stela, en stjórnvöld eiga að reyna að komast í veg fyrir að þeir geti það með því aðsetja á stofn lögreglu. á íslandi var efnahagslögreglan splittuð upp, fjársvelt og að stórum hluta lögð niður, og svo er enhver hissa á því að einhverjum datt í hug að stela.
Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2010 kl. 16:31
Axel, láttu ekki svona, var einhver að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn bæri ábyrgð á heimskreppunni?
Hver var það sem gaf þessum snillingum bankana til að byrja með? Hver bjó í haginn fyrir þá? Fór það fram hjá þér að Sjálfstæðisflokkurinn var hér við völd í mörg ár? Trúir þú því virkilega að þetta hafi bara gerst af sjálfu sér, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi bara verið staddur þarna af tilviljun þegar kreppan datt úr heiðskíru lofti?
Vésteinn Valgarðsson, 5.10.2010 kl. 17:08
Vésteinn, flest allir bankar í heiminum eru einkabankar, svo hver var glæpurinn við að einkavæða íslensku bankana? Það hefði verið nákvæmlega sama hvaða flokkar hefðu verið við völd á árinu 2008, hér hefði orðið kreppa alveg eins og annarsstaðar. Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni, að það varð bankakreppa á vesturlöndum, en vegna glæpsamlegs reksturs íslensku bankanna kom hún ver niður hér á landi en víða annarsstaðar.
Ekki nokkur lifandi sála, fyrir utan eigendur og stjórnendur bankanna, hafði hugmynd um að búið væri að tæma bankana innanfrá, nema ef vera skyldi endurskoðendur bankanna, sem skrifuðu síðast upp á uppgjör sem dagsett voru 30. júní 2008 um að bankarnir stæðu vel og allt væri í fínum málum þar innandyra og sex mánaða hagnaður næmi ótrúlegum fjölda milljarða króna.
Það er fáránlegt að halda því fram að íslenskir stjórnmálamenn hefðu getað gert eitthvað til að koma í veg fyrir þessa heimskreppu.
Axel Jóhann Axelsson, 5.10.2010 kl. 17:27
Munurinn hér og annarstaðar var að bönkunum var visvitandi leyft að vaxa uppfyrir hagkerfið og þeim var leift að lana eigendum sínum 25% af efnahagsreikningum, svo var eftirlits kerfinu visvitand gert ókeyft að fylgjast með því að þeim reglum væri fylgt, en þær voru brotnar bigtime, þetta hlutfall er mun minna í örðrum bonkum, svo til að verja bankana var lausafjár markið lækkað niður úr öllu þannig að hér var fullkomið umhverfi fyrir lotbólubanka, og þetta var gert visvitandi og reglubreytinarnar lofaðar. það var vottur af sömu hegðun nánast allstaðar í hinu vestræna bankakerfi en hvergi annarstaðar gékk þetta svo langt að eftirlitstofnanir voru beinlínis lamaðar, eða lagðar niður þegar frá þeim komu skilaboð sem ekki var stjórnendum þóknanlegt, eisgo með þjóðhagsstofnun, ef hún hefði staðið hefði hun varað almenning við strax árið 2006 og stjórnmlamenn neiddir til að gera eitthvað.
Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2010 kl. 18:26
Þetta er þvílík della og varla svaraverð, því regluverkið hér á landi var allt tekið upp eftir ESB í gegnum samninginn um EES og því giltu sömu reglur og lög hér og annarsstaðar í Evrópu.
Þjóðhagsstofnun var ekki eftirlitsaðili með bönkunum, svo engu hefði breytt þó hún hefði verið stafrækt áfram, enda allar upplýsingar sem hún safnaði áður voru tiltækar hjá öðrum stofnunum, eins og Hagstofunni, Seðlabankanum, Fjármálaráðuneytinu og víðar.
Það er hægt að vera með alls konar samsæriskenningar endalaust, en þær verða bara aldrei annað en samsæriskenningar og flestar slíkar eru hrein della.
Axel Jóhann Axelsson, 5.10.2010 kl. 18:44
regluverk esb var tekið upp en það leyfir svifrúm sem var nýtt hér nyfrjálshyggjunni til handa auk þess að regluverkið sjáft var frekar mikið kapetalískt
þjóðhasstofnun gaf út skýslur um framþróun í efnahagsmálum sem hefði örugglega tekið eftir þessu og tilkynnt það þó að hún hafði í sjáfu sér engin völd til breytinga þá hefðu stjórnmálamenn ekki getað litið franhjá niðurstöðum hennar þar sem þær voru obunberar. auk þess var fjármálaeftirlitið fjársvelt visvitandi til þess að ef regluverkið sem leyfði þó mikið hefði verið brotið þá gat fme ekki ransakað það vegna fjárskorts. það er athyglisvert að á meðan flestir útgjaldaliðr ríkissinn jukust voru framlögum til FME minkaðar, og ekki annað hægt að lesa í það en að markaðurinn fékk frítt spil frá stjórnvöldum.
Jóhann Hallgrímsson, 6.10.2010 kl. 09:15
Aðalvandi FME var líkast til ekki fjárframlögin, þó þau hafi vafalaust verið of lág, því bankarnir yfirbuðu alla helstu og bestu starfsmenn eftirlitsins og á þessum tíma gat enginn keppt við launagreiðslur bankanna.
ÞESSI frétt varpar nokkru ljósi á það sem við var að eiga, af hálfu FME og þá vissi enginn að bönkunum væri stjórnað af vægast sagt vafasömu fólki, sem lét lögin ekkert vefjast fyrir sér.
Axel Jóhann Axelsson, 6.10.2010 kl. 09:56
Snúðu ekki út úr, Axel. Það hefur enginn bendlað Geir H. Haarde við ábyrgð á heimskreppunni nema þið íhaldsmenn. Það sem Geir gerði var að klúðra viðbrögðum við kreppunni hér á Íslandi. Bar hann einn ábyrgð á því? Nei, en hann bar svo sannarlega ábyrgð. Hefðu aðrir gert þetta betur? Það veit ég ekkert um, en það breytir því ekki að það var Geir sem bar ábyrgðina. Sættu þig við það, Axel, flokkurinn sem þú trúir á í blindni klúðraði málunum. Gersamlega.
Vésteinn Valgarðsson, 6.10.2010 kl. 13:01
Vésteinn, þú sættir þig ekki við mín rök og ég ekki við þín. Lengra nær það líklega ekki.
Axel Jóhann Axelsson, 6.10.2010 kl. 13:26
Þín "rök" eru byggð á blindri trú á Sjálfstæðisflokkinn. Það er vissulega sárt þegar átrúnaðargoðið manns reynist vera júbelidíót, en þá reynir bara á trúarþrjóskuna. Þú stendur þig vel í henni.
Vésteinn Valgarðsson, 6.10.2010 kl. 14:37
Sömuleiðis Vésteinn, það er hægt að dást að trúfestu þinni, sem byggist greinilega á ekki minni trúarofsa en hjá Gunnari í Krossinum, þó trúarbrögðin séu vissulega gjörólík.
Axel Jóhann Axelsson, 6.10.2010 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.