Gnarr-áhrif í Brasilíu

Jón Gnarr gortaði sig af því á netdagbók sinni fyrir stuttu, að hann væri orðinn hugtak í stjórnmálafræðinni og héti það á ensku "The Gnarr Effect".  Skömmu síðar bárust fréttir af því að ýmsir kollegar hans úr skemmtanabransanum væru komnir í framboð sitt hvorum megin við Atlantshafið, þ.e. í Evróðu og Suður-Ameríku.  Voru þar á meðal boxari, trúður og vændiskona.

Í kosnignabaráttunni sagðist Jón Gnarr ekkert vita um borgarmál og sagðist halda að það væri létt verk og löðurmannlegt að gegna starfi borgarstjórna, enda gæti hann látið borgarstarfsmennina vinna öll verkin, en ætlaði ekkert að gera sjálfur nema þiggja háu launin og einkabílstjórann.

Jón Gnarr er ekki lengur eini trúðurinn sem kosinn hefur verið í almennum kosningum, því brasilíski trúðurinn Tiririca vann mikinn sigur í þingkosningum og mun taka sæti á brasilíska þinginu fyrir höfuðborgina Sao Paulo.  Sá brasilíski aðlagaði kosningabaráttu Jóns Gnarrs að aðstæðum heima fyrir og helsta kosningaloforð hans hljóðai svona:  "Hvað gerir þingmaður? Það veit ég sannarlega ekki. En ef þú kýst mig þá skal ég komast að því fyrir þig."

Nú á bara eftir að koma í ljós hvort Gnarr-áhrifin séu búin að ná svo góðri fótfestu í Evrópu, að það dugi vændiskonunni og boxaranum til kosningasigurs.


mbl.is Trúður kosinn á brasilíska þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Heyrðu nú Axel!

Hvar geymirðu húmorinn sem þú fullyrtir að þú hefðir?

Getur ferið að þú sért haldinn mjög alvarlegum sjúkdómi sem er kallaður trúðafobía eða ofsahræðsla við trúða, og er geðsjúkdómur?

Ég er að vísu enginn læknir eða slíkt, en yrði bara hreint ekki hissa þó örlaði á honum þegar þú sest við tölvuna. Það er heilmikið um þennan sjúkdóm á netinu og auðvelt að nálgast það.

M.b.k.

Bergljót Gunnarsdóttir, 5.10.2010 kl. 15:44

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Er þetta ekki hálf sjúkleg viðkvæmni við gagnrýni og öðrum skrifum um þennan stjórnmálamann, en allir aðrir stjórnmálamenn veraldar þurfa að liggja undir mikilli gagnrýni og hörðum ummælum um gerðir sínar og aðgerðaleysi.  Varla getur sá sem gegnir borgarstjóraembættinu í Reykjavík verið mikið heilagri en aðrar opinberar fígúrur, jafnvel þó hann hafi látið tattóvera skjaldarmerki borgarinnar á handlegginn á sér.

Ég hef ekki nokkra einustu fóbíu fyrir trúðum, þvert á móti hef ég mjög gaman af öllum trúðasýningum, en finnst hreinasti óþarfi að blanda þeim inn í stjórnmál.

Annars þakka ég kærlega fyrir umhyggjusemina varðandi geðheilsu mína, en þeir sem umgangast mig daglega hafa ekki sýnt neinar áhyggjur varðandi hana, svo ég ætla að bíða aðeins með heimsóknina til geðlæknisins.

Axel Jóhann Axelsson, 5.10.2010 kl. 19:02

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Víst er það viðkvæmni, en ekkert sjúklegt við hana. Það er bara svo ömurlegt að sjá fólk þrástagast á sama hlutnum, sem jaðrar við einelti aftur og aftur, jafnvel eftir að allir lesendur eru búnir að fá nóg.

Bergljót Gunnarsdóttir, 6.10.2010 kl. 10:24

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Um stjórnmálamenn er fjallað svo lengi sem þeir sitja í embætti og suma miklu lengur, allt eftir því hversu eftirminnilegir þeir eru, annaðhvort fyrir góð störf sín, eða léleg.  Jón Gnarr getur ekki verið nein undantekning frá því frekar en aðrir, sem gegnt hafa borgarfulltrúastörfum í Reykjavík, að ekki sé nú minnst á borgarstjóraembættið, en um þá hefur verið farið mismjúkum höndum gegnum tíðina.  Það sem af er hefur Jón Gnarr sýnt af sér algjört vanhæfi til að gegna starfinu og verður að hlíta því, að um það sé fjallað.

Aldrei dettur mér í hug að bera upp á hann einhver sérstök veikindi þess vegna, hvorki líkamleg né andleg.  Að bera slíkt upp á fólk í rökræðum ber ekki vott um neitt nema rökþrot og að ásaka viðmælanda um heimsku fellur í sama flokk.

Ég hef ekki séð miklar röksemdafærslur í athugasemdum við bloggin mín, um vinnubrögð Jóns Gnarrs, eða frammistöðu yfirleitt, í embætti borgarstjóra.  Hins vegar birtast stöðugt fréttir af ýmsum skringilegheitum, sem væntanlega eiga að vera fyndin, og svo vælir hann um vanþakklæti heimsins í dagbókinni sinni á kvöldin.

Er einhver undrandi á því, að um þennan arfaslaka borgarstjóra sé fjallað?

Axel Jóhann Axelsson, 6.10.2010 kl. 11:10

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hann er bara samur við sig eins og hann lofaði, svo er annað mál hvort fólk vill  skilja húmorinn.

Annað mál! Hhvernig fer maður að því að eignast bloggvini, ég er svo nýbyrjuð á þessu að ég kann ekkert á kerfið. Yrði ákaflega þakklát ef þú myndir segja mér það.

Við verðum aldrei sammála um borgarstjórann og allra síst um arfaslaka frammistöðu hans, sem þú rökfærir ekki, en ég ætla að láta þessari umræðu lokið, hef haft gaman af henni og þakka viðbragðsflýtinn hjá þér. Það stóð aldrei til að að særa eða móðga. Etv. hef ég svona Gnarr Effect húmor sem sumir virðast bara alls ekki skilja.

Í bestu vinsemd.

Bergljót Gunnarsdóttir, 6.10.2010 kl. 11:41

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bergljót, þetta er allt í góðu og ekki móðgast ég svo glatt, enda fæ ég það oft óþvegið í athugasemdadálkunum og ekki er það nú allt á biblíumáli.  Ég kippi mér ekkert upp við svoleiðis, en eyði hins vegar út því allra versta, ef ekkert fylgir svívirðingunum. 

Til þess að eignast bloggvini, þarftu t.d. að vera að lesa blogg einhvers og ferð síðan í stikuna alveg efst á síðunni, ýtir á takkann "bloggvinir" og þá kemur nafn bloggarans í ljós og þá kemur upp textinn "bæta við sem bloggvini" og þú jánkar því.  Viðkomandi þarf síðan að staðfesta beiðnina.  Ég sendi beiðni um bloggvináttu til þín og til að sjá hana, þarftu að fara í stjórnborð og þar á að vera tilkynning um beiðnina, sem þú þarft svo að staðfesta (eða hafna).

Ef nánari skýringa er þörf, þá lætur þú vita og ég reyni að bæta úr.

Axel Jóhann Axelsson, 6.10.2010 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband