4.10.2010 | 15:42
Úrræðalaus ríkisstjórn og ömurlegar jólagjafir
Það er með ólíkindum að lesa frétt um að ríkisstjórnin hafi lofað AGS því, í tengslum við þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar sjóðsins og stjórnarinnar, að ekki muni verða boðið upp á frekari úrræði fyrir skuldug heimili, sem á næstunni munu lenda á uppboðum, þúsundum saman. Fyrr í dag var bloggað HÉRNA um að til neyðarráðstafana þyrfti að grípa til að útvega þessum fjölskyldum húsaskjól, því varla ætlast ríkisstjórnin til þess að fólk sem missir íbúðir sínar, búi á götunni eða á stofugólfi ættingja sinna til frambúðar.
Í fréttinni má lesa þessi ótrúlegu skilaboð frá AGS: "Í orðsendingu frá starfsmönnum sjóðsins er því fagnað að frestun nauðungaruppboða verði nú felld úr gildi. Hins vegar koma einnig fram áhyggjur vegna þess að stjórnvöld hafa ekki haft hemil á væntingum almennings um frekari skuldaúrræði.
Stjórnvöld eigi þannig að senda út sterk skilaboð þess efnis að ekki verði frekar komið til móts við skuldara með lagasetningum eða öðru."
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa þá verið að segja ósatt undanfarna daga, þegar þeir hafa boðað nýjar og róttækar aðgerðir til að koma til móts við fjölskyldur, sem eru að missa húsnæðið um þessar mundir og ekki síður á næstu mánuðum.
Bæði lygar og úrræðaleysi hinnar hreinu og tæru vinstri stjórnar, sem kennir sig við norræna velferð, eru ömurlegar jólagjafir til þeirra barna og foreldra, sem lenda á götunni fyrir hátíðarnar.
Engin fleiri úrræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:50 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er það sem Sigurður Kári Kristjánsson tók upp á þingi þegar í ljós kom að 18. grein Viljayfirlýsingarinnar fæli þetta í sér.
Það var fátt um svör -
Og núna er það ljóst að AGS ræður ferðinni hér - sjóðurinn krefst aukinnar þátttöku heimilanna en gleymir því að fólk er atvinnulaust þúsundum sama og getur ekki meira -
Legg til að Landsdómur verði undirbúinn.
Starfssemi AGS er alltaf sjálfri sér lík - keyra lönd í svaðið og leggja bestu bitana undir bandarísk fyrirtæki.
Förum að ræða við Kína og Rússland í fullri alvöru. Burtséð frá mannréttindabrotum - við gætum þá hugsanlega komið í veg fyrir mannréttindabrot gagnvart okkar eigin fólki.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.10.2010 kl. 15:54
Þetta er allt á sömu bókina lært hjá ríkisstjórninni. Það á að koma millistéttinni í landinu niður fyrir fátækramörk með öllum þeim ráðum, sem stjórnin hefur yfir að ráða. Þar má nefna beinu skattana, aðra skattaáþján, lækkun barnabóta og fæðingarorlofs og ofan á allt saman á að lækka vaxtabætur hjá yfirskuldsettum fjölskyldum.
Herferðin gegn millistéttarfólkinu er í fullum gangi.
Axel Jóhann Axelsson, 4.10.2010 kl. 16:04
"Ríkisstjórnin mun gera allt til þess að sjá til að bankarnir verði ekki fyrir skakkaföllum. Falli gengisdómar bönkunum í óhag mun ríkið láta þá fá meiri pening, segja stjórnvöld í yfirlýsingu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Í skýrslu AGS sem birt var í dag segja stjórnvöld að hveitibrauðsdögum skuldara á Íslandi sé lokið. Aukinnar þátttöku heimila í niðurgreiðslu skulda sé vænst, frystingu skulda sé lokið og nauðungaruppboð séu framundan.
Á sama tíma segjast stjórnvöld ætla að slá skjaldborg um bankana. Í kaflanum um mögulega dóma í tengslum við gengislán segir að ef í ljós komi, fari allt á versta veg fyrir þá, að þeir ráði ekki við stöðuna, þá muni ríkissjóður bjarga fjárhag þeirra með því að auka hlut sinn í þeim og láta þeim í té meira fé.
Segir ríkisstjórn Íslands að tillaga um slíkt verði lögð fyrir Alþingi fyrir 15. október. Þar fái ríkisstjórnin heimild til að setja meira fé í bankana og heimila Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, að endurfjármagna bankana"
Svona hljómar frétt á pressan.is. Ef að það að stinga lögfræðiálitum vegna gengistryggra lána undir stól sumarið 2009, þegar unnið var að endurreisn bankanna, flokkast ekki undir saknæmt athæfi, sem stefnt gæti Ríkissjóði í voða, þá má stroka ansi margt út úr ákæruskjali á hendur Geirs H. Haarde.
Kristinn Karl Brynjarsson, 4.10.2010 kl. 17:24
Þar sem fordæmið er komið, mun ekki líða á löngu eftir stjórnarskipti að ráðherrum þessarar ríkisstjórnar verði stefnt fyrir Landsdóm. Nógar eru sakirnar.
Axel Jóhann Axelsson, 4.10.2010 kl. 17:58
Þetta þarf Steingrímur að fá samþykkt í þinginu fyrir 15. okt. Við skulum fylgjast með hvort fleiri úr svonefndri órólegu deild Vg. finni ekki hjá sér þörf til að taka sér frí um stundarsakir. Atli Gísla fór í frí líkt og hann gerði, þegar Icesave kom síðast inn í þingið. Skildu fleiri Vg- ingar, setja það á herðar varamanna sinna að samþykkja þetta ódæði við þjóðina?
Kristinn Karl Brynjarsson, 4.10.2010 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.