Skríllinn haldi sig fjarri

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, heldur stefnuleysisræðu sína á Alþingi í kvöld og verður útvarpað og sjónvarpað frá þinginu á meðan umræður um getuleysi ríkisstjórnarinnar fer fram.  Ekki er búist við miklum eða stórum tíðindum frá Jóhönnu að þessu sinni, frekar en áður, enda hefur hún margsýnt vangetu sína til að stýra ríkisstjórninni og aðrir ráðherrar því verið eins og höfuðlaus og hugmyndasnauður her, sem ekki hefur haft nokkra getu til að takast á við ástandið í þjóðfélaginu eftir banka- og efnahagshrunið. 

Landinu er reyndar stjórnað af AGS og ráðherrarnir virðast eingöngu vera sendisveinar starfsmanna sjóðsins, án þess þó að vilja viðurkenna það opinberlega, nema þegar þeir lenda í alvarlegum vandræðum með að svara fyrir sig, þá er gjarnan gripið til þess að segja, að svona vilji AGS hafa hlutina.

Boðað hefur verið til mótmæla við Alþingishúsið á meðan að umræður um stefnuleysisræðuna standa yfir og er fólk hvatt til að mæta með "áhöld sem heyrist vel í" og skapa þannig nógu mikinn hávaða til að trufla störf þingsins.  Mótmæli gegn því ástandi sem ríkir í þjóðfélaginu og getuleysi ríkisstjórnarinnar til að takast á við það, eru sjálfsögð en mega ekki ganga svo langt að þau eyðileggi starfsfrið þingsins og hvað þá að skríll notfæri sér ástandið til að grýta fólk og fasteignir með alls kyns óþverra, sem bæði valda hættu á líkamsmeiðingum og kostnaðarsömu tjóni á eignum.

Vonandi heldur skríllinn sig fjarri Austurvelli í kvöld og ekki síst grímuklæddur uppvöðslulýður, sem sækir sér fyrirmyndir að klæðnaði til glæpakvikmynda og erlendra hryðjuverkamanna.  Svoleiðis skríll, sem eingöngu mætir til mótmælaaðgerða til að fremja skemmdarverk í þeim tilgangi að hleypa ástandinu upp í átök við lögregluna, setur ljótan blett á annars eðlileg og réttmæt mótmæli.

Vonandi fara mótmælin í kvöld friðsamlega fram og án þátttöku skrílsins, sem mætir á vettvang í þeim eina tilgangi að hleypa málum í bál og brand.

 


mbl.is „Tunnumótmæli“ við stefnuræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Aðgerðarsinnar hylja andlit sín til að þekkjast ekki af myndum til að forðast ákærur sem einstaklingar ...rétt eins og lögreglan er númera- og auðkennalaus á ófriðarstundum TIL AÐ ÞEKKJAST EKKI AF MYNDUM til að forðast ákærur sem einstaklingar.

corvus corax, 4.10.2010 kl. 09:34

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sérsveitin hylur andlitið til þess að forðast hótanir og ofbeldi utan vinnutíma gegn lögreglumönnunum sjálfum, eiginkonum þeirra, börnum og öðrum ættingjum, en "aðgerðarsinnar" hafa oft haft í hótunum gagnvart þessum aðilum og stundum framkvæmt hótanir sínar.

"Aðgerðarsinnar" eru hluti af þeim skríl, sem alltaf reynir að hleypa friðsamlegum samkomum upp í skrílslæti, óspektir og átök við lögregluna.  Væru "aðgerðarsinnar" í friðsamlegum erindum þyrftu þeir ekki að dulbúast og gætu óhræddir sýnt andlit sín eins og aðrir.

Axel Jóhann Axelsson, 4.10.2010 kl. 09:43

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Hvaða skríll er þetta sem þú ert að tala um?  Enginn reyndi að hleypa upp þessum mótmælum gegn vanhæfu Alþingi!  Gegn aðgerðaleysi vegna vanda heimilanna og fyrirtækjanna í landinu! Mótmæli gegn vaxandi fátækt!  Vegna uppboða á heimilunum!  Mótmæli gegn sífelldum kjaraskerðingum! Kannski eru allir þeir sem mótmæla bara skríll, sem veit ekki hverju það er að mótmæla?  Ólína segir það.  Sigmundur Ernir segist hafa verið í lífshættu.  Hverslags kerlingar eru þetta?  Ert þú í hópi með þeim?  Hvernig má mótmæla á Íslandi eða má það bara alls ekki?

Til eru þeir,  staddir á Austurvelli 1. september, sem drógu klúta yfir andlit sitt, þegar lögreglan dró upp brúsa sína og kylfur! 

Ég varð ekki var við vanþóknun meðal okkar hinna fullorðnu vegna ungmenna sem stóðu fremstir í hópnum.  Hinir eldri fylgdu fast á eftir hinum ungu.  Þar á meðal afar og ömmur!

Varst þú þar, Axel?  Það efast ég um!  Miðað við ástandið í samfélaginu er mesta furða hve friðsamleg þessi mótmæli voru! 

Verða ekki Alþingismenn að fara að vinna fyrir fólkið í landinu?  Í stað þess að standa í ómerkilegu karpi hver við annan?  Þurfum við ekki utanþingsstjórn?  Mörg okkar vilja það!  En við erum náttúrulega bara skríll! Eða einsog kerlingarræksnið sagði: Þið eruð ekki þjóðin!

Auðun Gíslason, 4.10.2010 kl. 11:03

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Auðun Gíslason, 4.10.2010 kl. 11:06

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mótmæli gegn því ástandi sem ríkir í þjóðfélaginu og getuleysi ríkisstjórnarinnar til að takast á við það, eru sjálfsögð en mega ekki ganga svo langt að þau eyðileggi starfsfrið þingsins

Þinghald sem gerir ekkert nema viðhalda því ástandi sem ríkir í þjóðfélaginu og getuleysi ríkisstjórnarinnar til að takast á við það, er sjálfsagt en má ekki ganga svo langt að það eyðileggi heimilisfrið landsmanna.

Hversu mörg heimili eru á leiðinni á nauðungaruppboð? Ef sitjandi stjórnvöld leyfa því að halda áfram sem fram horfir að kröfu AGS, þá hafa þau ekkert erindi til frekar valdasetu og skulu hypja sig út í hafsauga ekki seinna en í gær!

Annars er ekki von á góðu.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.10.2010 kl. 11:17

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Axel við getum ekki vakið þá til lífsins sem eru búnir að taka líf sitt! En við getum varið þá sem eru að hugsa um að gera það! Lögreglan er ekki í stakk búin til að takast á við okkur því að þeir eru við en ef lögregla ætlar að neyta aflsmuna og beita vopnum þá segi ég guð blessi ísland!

Sigurður Haraldsson, 4.10.2010 kl. 11:24

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég styð heilshugar mótmæli gegn getu-, verk-, og hugmyndalausri ríkisstjórn, en er alfarið á móti öllu ofbeldi, skrílslátum og skemmdarverkum.  Þetta hélt ég að væri auðskilið af skrifum mínum.

Axel Jóhann Axelsson, 4.10.2010 kl. 11:31

8 identicon

Eins mikið og ég er á móti "skrílnum" þá er mér umhugsunarefni hvort skríllinn gæti verið "a necessary evil" því á þennan glæpalýð, sem fjórflokkurinn er, virðist ekki duga nein silkihanska mótmæli. Þetta er óforskammað hyski sem skilur ekki neitt nema eigin hagsmuni.

Hið eina rétta í stöðunni er að Alþingi játi uppgjöf og það verði í alvörunni skoðuð sú lausn að fá erlent teymi sérfræðinga til að reka landið næstu fimm árin. Íslenskir pólitíkusar eru óvitar í nánast allla staði, svo mikið hefur sagan sýnt og sannað.

Baldur (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 11:41

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Baldur, það er erlent teymi sérfræðinga sem hefur rekið landið síðustu tvö ár.  Það er teymi frá AGS.

Axel Jóhann Axelsson, 4.10.2010 kl. 11:52

10 Smámynd: Auðun Gíslason

Núna fyrir helgi staðfesti talsmaður Hagsmunasamtaka Heimilanna þessa staðreynd, sem þú talar um Axel.  Er þá ekki málið að segja upp samstarfinu við AGS, einsog stungið hefur verið uppá.  Ríkisstjórnin virðist ekki hafa neina burði til að setja þessum svokölluðu sérfræðingum stólinn fyrir dyrnar!  Ertu búinn að lesa tillögurnar sem ég safnaði saman á síðunni minni?  Tengill hér fyrir ofan.  Til þess að þær séu framkvæmanlegar þarf að losna við AGS!

Auðun Gíslason, 4.10.2010 kl. 12:12

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðunn, tillögur þínar hef ég lesið og get lýst mig sammála mörgu, sem þar kemur fram, en öðru er ég mótfallinn, eins og t.d. uppboðsleiðinni á kvótanum, byltingunni og einhverju fleiru.  Sumar þó ágætar og furðulegt að stjórnin skuli ekki hafa gert neitt af viti til bjargar millistéttinni í landinu.  Þvert á móti virðist eiga að ganga endanlega frá henni í eitt skipti fyrir öll og koma henni niður fyrir fátækramörk.

Þessu þarf að mótmæla kröftuglega og það hefur verið reynt á þessu bloggi.

Axel Jóhann Axelsson, 4.10.2010 kl. 12:23

12 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Axel ég er ekki talsmaður ofbeldis en nú er stuttur kveikiþráður hjá mörgum og skiljanlegt!

Sigurður Haraldsson, 4.10.2010 kl. 12:44

13 Smámynd: Benedikta E

Sæll Axel - Ég á nú bágt með að trúa því að þú viljir halda upp á þessa handónýtu og vanhæfu  ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms - Ég segi burt með vanhæfa ríkisstjórn - STRAX - í dag - þó að því þurfi að fylgja eftir með  nokkrum ommelettum í haus.

Benedikta E, 4.10.2010 kl. 13:28

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Benedikta, nei ég vil ekki halda upp á þessa handónýtu og vanhæfu ríkisstjórn, en frekar myndi ég gefa eggjapakka til Fjölskylduhjálparinnar, en að henda honum í ríkisstjórnina, enda er það bæði sóðaskapur og getur valdið meiðslum, eins og sást á prestinum, sem blæddi á eyra eftir eggjakastið við þingsetninguna.

Axel Jóhann Axelsson, 4.10.2010 kl. 13:31

15 Smámynd: Benedikta E

Axel - Vertu ekki með þessa meðvirkni - það var eggjarauða sem lak út úr eyra Ólínu systurinnar.

Benedikta E, 4.10.2010 kl. 13:44

16 Smámynd: Auðun Gíslason

Vísir - Stjórnvöld lofa Strauss-Kahn að fara ekki í flatar afskriftir

Visir.is: Stjórnvöld útiloka flatar afskriftir á skuldum heimila landsins. Þá verður ekki boðið upp á frekari úrræði til handa skuldugum heimilum. Þetta kemur fram í viljayfirlýsingu forsætisráðherra, fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra og seðlabankastjóra til Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjór...
Og nú hefur þessi hægri-stjórn lofað AGS öllu fögru.  Hneppa skal þjóðina í fjötra fátæktar!  Eignaupptakan/skuldauppgjörið skal halda áfram lofar leppstjórnin! 

Auðun Gíslason, 4.10.2010 kl. 18:59

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðunn, þetta er sannarlega ekki í anda hægri manna, heldur er það einmitt staðfastur vilji hinnar hreinu og tæru vinstri stjórnar að koma millistéttinni í landinu niður fyrir fátækramörk og ráðherrar VG halda að þeirra framtíð í pólitík sé best tryggð með því að ala á óánægu og sundurþykkju.  Þannig hafa vinstri menn alltaf aflað sér fylgis.

Axel Jóhann Axelsson, 4.10.2010 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband