VG og Samfylkingarþingmenn ómerkilegastir í heimi?

Það er alvet rétt hjá Geir H. Haarde að stjórnmálamenn báru ekki ábyrgð á efnahagskreppunni sem við hefur verið að kljást í heiminum frá árinu 2008, heldur óábyrgum rekstri banka, annarra fjármálastofnana og sumsstaðar, eins og t.d. á Íslandi, hreinlega glæpsamlegum verkum eigenda og stjórnenda bankanna, sem í flestum tilfellum voru einnig eigendur allra stærstu fyrirtækja landsins, sem þeir hreinsuðu innanfrá af öllum fjármunum, alveg eins og bankana.

Vegna glæpsamlegrar hegðunar þessara banka- og fyrirtækjaeigenda varð kreppan mun dýpri hér á landi en víðast annarsstaðar, líklega að sumum Eystrasaltslandanna undanskildum, en þó eru ekki öll lönd búin að bíta úr nálinni vegna bankanna í sínum löndum, t.d. Írland, en þar þrefaldaðist fjárlagahalli ríkissjóðs í einu vetvandi vegna ábyrgðar sem írska ríkið tók á sig vegna eins af bönkum landsins.

Engum hefur neins staðar í veröldinni dottið í hug að ásaka stjórnvöld landanna um að bera ábyrgð á bankakrepppunni, með einni undantekningu þó, sem er á Íslandi, en þar hefur lýðskrumurum úr VG tekist að ljúga því að almenningi, sem trúir, að bankahrunið og afleiðingar þess séu nokkrum stjórnmála- og embættismönnum að kenna.  Þessi áróður VG hefur svo verið studdur af nokkrum fleirum jafn óábyrgum aðilum og vegna kunnáttu þessara aðila í hjarðhegðunarstjórnun, hefur þeim tekist að afla þessum tilhæfulausa áróðri talsverðs fylgis meðal almennings.

Þó nýjar ríkisstjórnir hafi tekið við völdum í mörgum löndum, dettur engum í þessum nýju stjórnum í hug, að stefna fyrri stjórnvöldum fyrir dómstóla vegna bankakreppunnar og ekki er seðlabönkum þjóðanna kennt um heldur, en í einstaka landi er fjármálaeftirlitinu legið á hálsi fyrir slælegt eftirlit með bankakerfunum, án þess að eftirlitunum sé kennt um hvernig fór.

Íslendirngar skera sig auðvitað frá öðrum þjóðum í þessu efni, eins og svo mörgum öðrum.  Eins og í svo mörgu öðru, er þetta hreint ekkert til að vera stoltur af, þvert á móti ætti þjóðin að skammast sín fyrir þessa afstöðu og langmest ætti hún að skammast sín fyrir þá þingmenn, sem samþykktu að færa íslenskt réttarfar niður á það stig sem tíðkaðist í Sovétríkjunum og tíðkast enn í Kína, Norður-Kóreu og nokkrum öðrum löndum.

 


mbl.is Ekki sekur frekar en Brown eða Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll og blessaður; Axel Jóhann, jafnan !

Þarna; ferð þú villur vegar, ágæti drengur.

Það voru jú; stjórnmálamennirnir, með hjálparkokkum embættismanna kerfisins, sem settu viðskipta svindlurnum leikreglurnar, og það; takmarkalausar, sem á daginn kom.

Þýðir lítt; að hengja þennan klakk, á braskarana, Axel minn.

Einungis; enn ein afleiðing þess, að treysta á lið ónýtt og falskt kraðak hvít- flibba og blúndukerlinga stjórnarfarsins, sem við höfum setið við allt of lengi, til stórtjóns eins, sem aldir getur tekið - jafnvel; árþúsund, að lagfæra, að nokkru.

Það er nú; megin vandinn, síðuhafi góður.

 

Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 14:18

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Axel Jóhann, nú þykir mér þú jafn örlátur á siðferðisvottorð til stjórnmálamanna og sagt er sumir læknar séu á lyfseðla til dópista.

Stjórnmálamennirnir bjuggu til þann grundvöll sem glæpamennirnir í fjármálfyrirtækjunum nýttu sér til hins ýtrasta. Ef þeir hefðu ekki fengið þennan "leikvöll" og bankagjafir frá  stjórnmálamönnum þá hefðu þeir ekki getað blásið upp þá blöðru sem sprakk síðan með hvelli í okt. 2008. Það var bent á það í Silfri Egils í dag að kjósendur væru ekki geldur stykk frí. Þeir kusu yfir sig þau stjórnvöld sem, voru ekki aldeilis að leyna því hvers konar þjóðfélag þeir voru að byggja upp. Þjóðfélag þar sem fjármálstarfsemi átti að vera ein meginstoðin undir þjóðfélagini, Ísland alþjóðleg fjármálastofnun og þar sem ríkiseftirlit og hömlur skyldu vera í skötulíki. Í þrennum kosningum veittu kjósendur Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki umboð til að koma þessari stefnu fram sem þeir gerðu rækilega og réttu vildarvinum Landsbankann og Búnaðarbankann á silfurfati fyrir sýndargreiðslu. Nú hrópa allir ókvæðisorð að "hrunstjórninni" svokölluð, Ríkisstjórn Geirs Haarde 2007 - 2009. En hvar eru aðalkokkarnir Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímssom, Finnur Ingólfsson og Valgerður Sverrisdótir?

Hættu að gefa stjórnmálamönnunum sem hruninu ollu siðferðisvottor!

Sigurður Grétar Guðmundsson, 3.10.2010 kl. 14:40

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þó Rannsóknarnefnd Alþingis hafi ekki gefið stjórnsýslunni háa einkunn, reyndar falleinkunn, tók hún þó skýrt fram, að höfuðábyrgðina á hruninu bæru eigendur og stjórnendur bankanna. 

Þær reglur og lög sem starfað var eftir hérlendis voru komin frá EES samningnum og voru algerlega sambærileg við þau, sem bankar og fjármálastofnanir störfuðu eftir í Evrópu og ekki svo mjög ólíkar lögum og reglum annarra landa, a.m.k. vesturlanda.  Flestir bankar annarra landa eru einkabankar og hafa verið það áratugum saman og sumir í árhudruð, þannig að það er engin skýring á hruni íslensku bankanna að þeir hafi verið einkabankar.  Skýringin er auðvitað að þeir íslensku voru reknir á glæpsamlegri hátt en flestir þeir erlendu, þó ríkisstjórnir nágrannalandanna og Bandaríkjanna hafi þurt að ausa stjarnfræðilegum upphæðum af skattfé inn í sín bankakerfi til að bjarga þeim frá algjöru hruni.

Stjórnmálamenn ollu ekki hruninu, hvorki hér á landi eða annarsstaðar og þurfa ekkert siðferðisvottorð frá mér vegna þess. 

Axel Jóhann Axelsson, 3.10.2010 kl. 14:56

4 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Enn; sem fyrr, ferð þú eins og köttur í kringum heitan graut, Axel minn.

Hvaða pótintáta, í stjórnsýslunni - eða loddara; ertu að reyna að verja, ágæti drengur ?

Hygg; að þeim mikla Lagna fræða þul, Sigurði Grétari kynni að þykja jafn vænt, um möguleg tilsvör þín, þar um - líkt og mér.

Með; fjarri því, lakari kveðjum, sem áður /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 15:02

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég er ekki að verja einn eða neinn sérstaklega, aðeins að benda á hina raunverulegu gerendur og sökudólga.

Axel Jóhann Axelsson, 3.10.2010 kl. 15:23

6 identicon

Komið þið sælir; sem áður og fyrri !

Axel Jóhann !

Mér sýnist; sem þú viljir ekki - meðvitað; (eða þá ómeðvitað), útskýra fyrir okkur Lagna frömuði, í hverju fölskvalaust dekur þitt, á punt fígúrum stjórnmálanna liggur, ágæti drengur.

Upphafsemnn hryðjuverkanna; á hendur okkur Íslendingum, voru jú laga setningar hafarnir - ekki; svindlararnir og braskaranir, SEM ENN GANGA LAUSIR, í boði liðónýtra stjórnmála mannanna, vel; að merkja.

Hvers vegna; skyldi það nú vera ?

Kannski; þú getir svarað okkur Sigurði Grétari - og öðrum landsmönnum, í hverju hlífiskjöldur Alþingis og Stjórnarráðs liggi, gagnvart skemmdar verka mönnunum ?

Reyndu nú; að sýna þann okkur manndóm, að afsaka frumhlaup þitt, í þágu hinna vel búnu, raunverulegu þjófa; á æru og velferð samlanda okkar, Axel minn.

Yrðir; þar meiri maður að, ágæti drengur.

Með; sízt lakari kveðjum, en þeim fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 15:39

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Alþingi setur lögin og landsmanna er að fara eftir þeim.  Banka- og útrásargengin fóru ekki eftir lögunum og það er ekki löggjafanum að kenna og ekki heldur lögreglunni, frekar en önnur lögbrot í landinu.

Glæparekstur og einkarekstur eiga ekkert sameiginlegt.

Axel Jóhann Axelsson, 3.10.2010 kl. 15:57

8 identicon

Komið þið sælir; enn !

Axel Jóhann !

Þarna; viðurkennir þú, FULLA sekt lögjafans, sem og vaktaranna (lögreglu), á þeim vanhöldum, sem þau sýndu - OG; SÝNA RAUANR ENN, Axel Jóhann.

Með öðrum orðum; réttarríkið er horfið, og hvaða glæpa lýður sem er - innan þings, sem utan þess, fær að traðka óhindrað, á okkur landsmönnum, öðrum.

Er þá ekki; tími Benzín sprengna og annarra óhjákvæmilegra hluta, upp runninn, hér á Fróni, Axel minn ?

Og ég; sem hélt, að við gætum horfið, af þessum heimi, í kyrrð og ró þess hversdags, sem við ólumst upp við, á yngri árum.

Nei; heldur skulu óaldartímar 16. aldarinnar - og annarra fyrri, upp hefjast, í boði þess glæpa lýðs, sem;; meira að segja þú, sem allt of margir annarra, hafið reynt að verja, af einurð mikilli, sem drengskap, en verið sjálfir rangindum beittir, sem lygum, með framferði þessarra ógnar afla, ágæti drengur.

Fremur; dapurlegur endir, okkar æfiskeiðs margra, að þurfa að búa við Skálm öld þá, sem fram undan er, á næstu árum og áratugum, að óbreyttu, Axel minn.

Með; þeim sömu kveðjum, sem öðrum fyrri /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 16:10

9 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Einna skásta sprettinn  í landsdómumræðunni, átti Guðmundir Steingrímsson, sem að ég nota bene er ekki sammála dagsdaglega.  Guðmundur nálgaðist málið út frá ábyrgð þingsins, sem að á jú að hafa eftirlit með stjórnvöldum og setja þeim leikreglurnar.  Í máli Guðmunds kom fram að enginn þingmaður, hafi þrátt fyrir fréttir, nánast í viku hverri, að mögulegri bankakreppu, gert svo mikið sem að leggja fram fyrirspurn, munnlega eða skriflega um stöðu bankana og þá hvað stjórnvöld væru að gera til að bæta stöðu bankana eða ríkissjóðs, stæðu þeir tæpt.

 Lagaumhverfið var að mestu byggt á EES tilskipunum.  Þegar ný tilskipun kom þá flutti viðkomandi ráðherra frumvarp í þinginu. Flest þessara frumvarpa flugu í gegnum þingið nánast án umræðu og yfirferð í nefndum þingsins.  Slíkt var traustið til tilskipana merkt EES, að menn skrifuðu upp á þær blindandi, alveg frá Steingrími og Ögmundi uppí Pétur Blöndal, svo einhver dæmi séu tekin.  Hafi þingið og þá á ég við alla 63 þingmenn sem þar sitja hverju sinni, sinnt starfi sínu eins og þeim ber, þá hefðu flestar ef ekki allar þessar EEStilskipanir verið "mátaðar" við íslenskar aðstæður hverju sinni og gerðar tillögur um undanþágur, ef að atriði tilskipananna væru á þann þátt að íslenskum aðstæðum ofviða.  

 Ef að menn ætla að réttlæta stefnu Geirs eða tillöguna um öll fjögur fyrir landsdóm, með Tamílamálinu danska, þá eru menn í rauninni að bera saman epli og appelsínur. Í Tamílamálinu, var það æpandi staðreynd allan tímann að sá ráðherra sem að kærður var og dæmdur í því máli, braut lög, eða kom sér undan því að framkvæma þau.  Afleiðing háttalags hans var að þessir Tamílar sem málið snerist um, fengu ekki þá málsmeðferð sem þeim bar.  Þannig að það mál var alveg konkrít frá upphafi.  Hefði ráðherrann ekki falið þessi skjöl, þá hefðu Tamílanir fengið lögskipaða málsmeðferð og fengið landvistarleyfi eða ekki, eftir atvikum.

Sá saksóknari sem að rannsaka mun mál Geirs, mun hins vegar hafa það eitt undir í sinni rannsókn, hvað Geir gerði eða gerði ekki frá feb 2008 og fram að hruni, samkvæmt ákæruskjali Alþingis.  Aðgerðir fyrir þann tíma, munu vart gagnast þeirri rannsókn, nema þá í þeim tilgangi að teikna upp ástandið á þeim tíma sem skoðaður verður.  Forsendur fyrir því sem að menn sögðu eða gerðu, fyrir feb. 2008, geta hafa verið allt aðrar en sú staða sem að var uppi í feb. 2008.  Saksóknarinn þarf t.d. að sýna fram á það, hvað Geir hefði átt að gera til þess að Icesave færi úr landi.  Þegar sú aðgerð fór út um þúfur, þá var það lokaboð Breskra stjórnvalda að íslenska ríkið greiddi 300 milljarða með þeim flutningi.  Geir verður þá kannski dæmdur fyrir það, að hafa ekki lagt fram frumvarp til Alþingis, eða hvatt viðkomandi ráðherra, fjármála og/eða viðskiptaráðherra, um aukafjárveitingu upp á 300 milljarða til að kosta þessa flutninga.  Svo má taka endalaus dæmi um það að minnka bankana og allt það, sem að var í raun ekkert í valdi stjórnvalda til að framkvæma, heldur bankanna sjálfra. Ekki gat Geir skipað bönkunum tilsjónarmenn, því þá hefðu þeir orðið fyrir áhlaupi og þá stjórnvöld nú fyrir dómi, að svara ákærum Jóns Ásgeirs, Bjöggana og Kaupþings Gög og Gokke, með skaðbótakröfum upp á þúsundir milljarða.  Með öðrum orðum, þá er staðan þannig, þangað til annað kemur í ljós að takist saksóknaranum að fá Geir dæmdan fyrir refsiverða hegðun, þá væri kominn fram maður, sem gæti tekið einn og nánast óstuddur við stjórn landsins. Maður með lausnir og svör við öllu.  Sjálfur saksóknarinn.

 Ég er samt ekki að segja að Geir og aðrir hafi ekki gert mistök í starfi, en í öllum sakamálum, líka fyrir landsdómi þarf að færa sönnur á því að lög hafi verið brotinn og þessu tilfelli, hvað hefði þurft að gera til þess að brjóta ekki lögin. Það eru í rauninni engin viðmið til, til að dæma eftir, líkt og er t.d. í umferðalagabrotum.  Í umferðalagabrotum eins og t.d. hraðakstursbrotum, þá er það viðmið til að ef að ekið er hraðar en heimilt er á þeim stað sem brotið er framið, þá séu líkur á slysi.   Saksóknarinn þarf að sýna fram á og sanna, að hafi Geir og aðrir gert eitthvað öðruvísi á tímabilinu feb 2008 og fram að hruni og þá hvað hann hefði átt að gera og hvað hefði gerst hefði hann gert það.

Kristinn Karl Brynjarsson, 3.10.2010 kl. 16:51

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Rannsóknarnefnd Alþingis var skipuð af stjórnmálamönnum. Er einhver hissa á að hún hvítþvoi stjórnmálamenn?

Theódór Norðkvist, 3.10.2010 kl. 18:08

11 identicon

Fyrirgefdu Axel, en tu gleymir lika teirri stadteynd ad allstadar annarstadar ta bera menn abyrgd a gjordum sinum og hverfa af vettvangi stjornmalanna og annara opinberra starfa,  ef teir verda fyrir tvilikri gagnryni sem i tessum skyrslum eru. Hefur engum dottid i hug ad tegar hinir gømlu stjornvitringar sem logdu fram login um radherraabyrgdina, hafi einfaldlega verid tad framsynir ad sja ad slikt myndi ekki gerast her. Kannski hafa teir tekkt tjod sina betur en tjodin sjalf.

Nøkkvi (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 19:28

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nökkvi, hvers vegna er stjórnmálamönnum í öðrum löndum ekki stefnt fyrir dómstóla vegna banka- og efnahagshrunsins í þeirra heimahögum?  Hvers vegna er ekki einu sinni umræða um að hægt sé að kenna þeim um hvernig fór?

Axel Jóhann Axelsson, 3.10.2010 kl. 20:16

13 identicon

Sæll.

Það er ekki hægt að kenna einhverjum einum flokki um þetta hrun. Þetta hrun varð í flestum löndum heims og ekki var Stjálfstæðisflokkurinn við völd um allan heim, eða hvað? Vinstri menn hafa logið að fólki með þetta. Var Sjálfstæðisflokkurinn við völd í Bretlandi? Nei, systurflokkur Sf svo dæmi sé tekið.

Orsaka hrunsins er ekki að leita í hugmyndafræði eða hjá stjórnmálaflokki þó sumir tækifærissinnar vilji telja fólki trú um það. Var einhver flokkur, hér eða erlendis, sem hvatti fólk til að taka lán? Var einhver flokkur sem lánaði of mikið? Nei, það voru bankarnir. Á komandi misserum mun svínaríið í kringum fjármálastofnarnir koma í ljós eftir því sem rannsókn sérstaks saksóknara vindur fram.

Mann grunar að bankamenn hafi nánast blekkt fólk enda var ég að sjá að ekki bara topparnir fengu bónusa heldur líka þeir sem sáu um að útbýta lánum, fengu bónusa fyrir að stækka efnahagsreikninginn með taumlausum lánveitingum. Hvaða stjórnmálaflokkur ber ábyrgð á því? Hvaða ábyrgð bera stjórnmálaflokkar á Edge og Icesave? Bönkunum var heimilt að opna þessa reikninga vegna EES reglna og ríkið hafði ekki heimild til að stoppa þá af. Bankarnir voru einkafyrirtæki og undir stjórn einstaklinga en EKKI ríkisins eða einstakra ráðherra.

Hægri menn verða nú að hrista af sér slenið, hér ætla afturhaldsöfl að keyra allt í kaf með pólitískum réttarhöldum, fáfræði á efnahagsmálum og aðgerðaleysi í atvinnumálum. Nú hafa kjósendur reynt vinstri stjórn á eigin skinni og alveg ljóst hvers hún er megnug.

Svo ber nú þessi stjórn einhverja ábyrgð á niðurfellingu skulda sumra en ekki annarra. Hún sýnir svo ekki verður um villst að sumir eru jafnari en aðrir.

Ég man ekki betur en Rannsóknarnefnd alþingis hafi sagt að bankarnir hefðu verið dauðadæmdir frá 2006. Hvers vegna þá að hengja einhverja ráðherra vegna einhvers sem þeir gerðu eða gerðu ekki árið 2008? Það er ekki hlutverk ríksins eða ráðherra að bjarga fyrirtækjum frá sjálfum sér. Ríkið hefði ekki átt að taka yfir alla bankana. Árið 2009 t.d. létu Kanarnir 104 banka fara á hausinn, þannig á að fara fyrir fyrirtækjum sem eru illa rekin.

Uppgjör við hrunið á að fara fram í gegnum embætti sérstaks saksóknara, ekki með pólitískum réttarhöldum.

Helgi (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband