1.10.2010 | 19:21
Er Steingrímur J. loksins að kveikja?
Eitthvað örlítið virðist vera að rofa til í höfði Steingríms J., því hann sýnist loksins hafa uppgötvað það í mótmælunum í dag, að fólk væri óánægt með ástandið í þjóðfélaginu og vildi aðgerðir til aðstoðar skuldugum heimilum. Að vísu hefur þessum kröfum verið haldið á lofti í meira en eitt og hálft ár, en ríkisstjórnin hefur fram að þessu haldið að fólk væri bara að grínast með þessi mál.
Steingrímur segir að líklega sé fólkið ekki að mótmæla ríkisstjórninni, þó það sé að krefjast afsagnar stjórnarinnar og nýrra þingkosninga. Það heldur Steingrímur að sé alls ekki í raun vantraust á ríkisstjórnina, enda sé fólkið bara óánægt með skuldastöðuna, en ekki ráðherrana.
Nú þegar styttist í tveggja ára afmæli hrunsins er Steingrímur J. þó að byrja að kveikja á þeim vandamálum, sem almenningur er að glíma við í landinu og batnandi manni er best að lifa. Eftir því sem skilningur Steingríms eykst, fer hann kannski að sjá að atvinnuleysi er eitt mesta böl, sem vinnufús maður lendir í og atvinnuleysið er undirrót vanda fjölda heimila og hefur rekið þau út í vanskil og gjaldþrot.
Vonandi tekur ekki tvö ár í viðbót fyrir Steingrím að öðlast fullan skilning á þessum vandamálum.
Óánægja vegna skuldavanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Axel og takk fyrir mjög gott blogg, en ég fæ ekki séð hvar þú sérð "rof" í höfði Steingríms J, það þarf ekki mjög glögga menn til að sjá að hann, sem forystu "kommi" landsins og kannski sá síðasti, er óbilgjarn og einsýnn á því að halda sinni stefnu til streitu og valtar yfir aðra í sínum flokki t.d. Lilju Mósesdóttur sem á ekki upp á pallborðið hjá honum en hefur sýnt að hún á gríðarlegt fylgi hjá grasrótarhreyfingu flokksins.
Guðmundur Júlíusson, 1.10.2010 kl. 20:17
Ég ætla að vona að þið gefið honum ekki meira af dýrmætum tíma.
Aðalsteinn Agnarsson, 1.10.2010 kl. 21:13
Steingrímur J. er þrælgáfaður maður og hann skilur almenning og viðhorf hans alveg í botn. Hins vegar verður það að segjast eins og er að jafnframt er Steingrímur lyginn og hikar ekki við að klæða raunveruleikann í pell og purpura eins og hann vildi helst hafa hann. Steingrímur er afskaplega ómerkilegur maður.
Magnús Óskar Ingvarsson, 1.10.2010 kl. 22:48
Kommasteini er nokk sama um almenning.Svo lengi sem hann fær að vera ráðherra og fær að tala við útlendinga um Icesave þá er kallinn sáttur.Skítt með fólkið sem þarf að borga reikninginn
Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 23:15
Gæti verið að steingrímur sé að bíða eftir sýðustu greiðslu frá AGS.? eru það ekki þeyr sem halda honum föstum? Ef svo er þá þarf að frysta lánin strax og uppboðin!!! Nei mér datt þetta svona í hug!
Eyjólfur G Svavarsson, 2.10.2010 kl. 01:47
Þeir eiga ekki að fá frekari tíma til að setja fólkið í landinu niður í svaðið.
AGS er farinn að stjórna landinu það er nokkuð ljóst.
Steingrímur er afar bráðger enda á hann ættir að rekja til þess, en hvernig á hann að skilja almenning og viðhorf hans, hann hefur aldrei þurft að líða skort, alinn upp í sjálfstæðisandanum og veit eigi hvenær eða hvernig viðsnúningur hans hófst, kannski hann hafi bara vitað að ekki mundi hann ná langt í öðrum röðum.
Takk fyrir mig
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.10.2010 kl. 09:20
Þú ert alls ekki að lesa Steingrím rétt, að eitthvað sé að rofa til í höfði hans í þessu viðtali, Axel.
Skoði menn það með gagnrýnum augum út í gegn, blasir við hráskinnaleikur hans, undanfærslur frá ábyrgð og blindni eða afneitun gagnvart hinum bitra veruleika um andúð fólksins á þessari gagnslausu ríkisstjórn sem ekkert er að gera fyrir almenning, en allt fyrir fjármálaöflin utan lands sem innan.
Ég vona að ég komist til að blogga um þetta viðtal sem afhjúpar ref þennan úr Þistilfirði.
Jón Valur Jensson, 2.10.2010 kl. 11:47
Augu Steingríms opnast, ef nógu mörg egg lenda á skalla hans.
Aðalsteinn Agnarsson, 2.10.2010 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.