30.9.2010 | 09:50
The Gnarr-effect
Nýlega gortaði Jón Gnarr sig af því að hann væri orðinn sérstakt hugtak í stjórnmálafræðum, sem kallaðist "The Gnarr-effect", eða "Gnarr-áhrifin" eins og það ætti væntanlega að þýðast á íslensku. Ekki fylgdi með gortinu af þessari nafngift í hverju áhrifin á stjórnmálafræðin væru fólgin, en nú virðast þau vera að koma í ljós í kosningum sitt hvorum megin við Atlanshafið.
Í Brasilíu eru kosningar framundan og þar eru Gnarr-áhrifin nokkuð áberandi, en þar eru ýmsir í framboði, sem greinilega hafa orðið fyrir Gnarr-áhrifunum, eins og ÞESSI frétt sýnir glögglega, en þar geta kjósendur t.d. valið á milli vændiskonu, boxara og starfsbróður Jóns Gnarrs, þ.e. trúðs.
Birgitta Jónsdóttir er nú stödd á Ítalíu, þar sem hún hvetur Ítali til að kjósa hina ítölsku útgáfu af Jóni Grarr, sem er í framboði fyrir ítalska útgáfu af Hreyfingunni. Hvort tenging ítalskra gnarrista og Hreyfingarinnar boðar eitthvað um samstarf þessara grínframboða hérlendis, skal ósagt látið, en einkennileg er þessi trúboðsferð Birgittu til Ítalíu í því skyni að útbreiða Gnarr-áhrifin.
Væntanlega mun slagorð þessara hreyfinga verða: "Trúðar allra landa sameinist".
Ítölsk Hreyfing í fæðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:52 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
er ekkert óþægilegt að vera svona leiðinlega neikvæður? mikið vona ég þín veegna að þér batni nú í sálinni að lokum. Það er ekki hollt að vera svona fúll á móti.
brynjar (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 09:58
Brynjar, er þín athugasemd ekki svolítið neikvæð í minn garð? Er hún þá ekki dæmigerð frá manni sem er fúll á móti?
Axel Jóhann Axelsson, 30.9.2010 kl. 10:03
Axel - brynjar notar þetta stundum - held að þetta sé ekkert persónulegt - bara eitthvað sem hann notar þegar hann hefur ekkert að segja -
Ekki veit ég hvað hún sagi þarna en ég bið og vona að fólk hafi ekki haldið að fulltrúi með 0,3 -2% fylgi sé talsmaður þjóðarinnar - ( reyndar skaust fylgið upp í 3.5 um daginn ).
Ítalir hafa sinn Berlusconi ( veit ekkert hvernig á að stafa nafnið hans ) þannig að trúðsháttur er þeim ekkert framandi - svo sat Giggolína líka á þingi hjá þeim.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.9.2010 kl. 10:36
Kannski eru þá Gnarr-áhrifin upprunninn á Ítalíu eftir allt saman.
Axel Jóhann Axelsson, 30.9.2010 kl. 10:42
Sammála Brynjari. Veistu annars nokkuð um hvaðan fúll á móti er komið? Að nenna að þrástagast á að borgarstjórinn okkar sé trúður, ég meina þrástagast og gefa þig ekkert með það. Gerirðu þér grein fyrir hvað þetta er ömurlegt. Þú hendir í hann dónalegum kommentum eins og þessu, aftur og aftur og ert svo hörundssár eins og ungabarn ef einhver bendir þér á það. Þú ert bara alger fúll á móti, svei mér þá.
Bergljót Gunnarsdóttir, 30.9.2010 kl. 16:19
Ein spurning, hefurðu annars húmor?
Bergljót Gunnarsdóttir, 30.9.2010 kl. 16:21
Bergljót, ég hef fínan húmor, bæði fyrir sjálfum mér og öðrum, þó mér finnist ekki fyndið að hafa algerlega óhæfan borgarstjóra í Reykjavík, sem er þó alveg ágætur í trúðshlutverki.
Þér skjátlast algerlega um það, að ég sé hörundsár. Því fer víðsfjarri, enda leyfi ég öllum fúkyrðum um mig að standa í athugasemdunum, ef eitthvað fylgir þeim um málefnið, sem til umræðu er hverju sinni. Þegar athugasemdin er ekkert annað en orðljótur óhróður og skítkast í minn garð, eða annarra skrifara, og innihalda ekkert annað, þá eyði ég þeim þegar ég sé þær.
Er ekki "fúll á móti" komið frá Bjartmari, úr einu af hans frábæru textum?
Axel Jóhann Axelsson, 30.9.2010 kl. 16:38
Trúðar eiga sér u.þ.b. 3000 ára sögu og hafa í gegnum tíðina þótt hin merkilegasta stétt manna. Oftast völdust stálgreindir menn í hlutverk þeirra, og trúðar, eða hirðfífl, voru þeir einu sem fengu að tjá sig, oftast óáreittir, um ástand landsmála hverju sinni. Æðstu menn ríkja tóku margir mikið mark á þeim, svo sem Elísabet I, sem ríkti allra þjóðhöfðingja lengst. Allar aðfinnslur hirðfíflanna fóru fram í gegnum trúðslætin, og þóttu oft með afbrigðum fyndnar, en gengju þeir of langt var þeim oft refsað, oftast hýddir.
Þar sem mér sýnist þú taka sjálfskipað hlutverk þitt sem opinber flegill á Jón Gnarr, mjög alvarlega, og linnir varla látum í þeim efnum, langar mig að senda "link" sem upplýsir töluvert um þessa merku stétt manna. Þar sem það virtist eina leiðin, í íslensku samfélagi í dag, að nota trúðslætin, sem fara svona fyrir brjóstið á þér, til að ná eyrum borgarbúa, fyrir og eftir kosningar, myndi ég mæla með að hið fyrrum háa alþingi, sem hefur aldrei verið rislægra en í dag, réði sér nokkra góða trúða, því þar sem allir troða á öllum, enginn tekur ábyrgð og enginn hlustar á neinn, myndi góður trúður mögulega ná eyrum þessarar ömurlegu samkundu, sem virðist hafa gleymt að hún á að stjórna og finna leiðir landinu til heilla. Stjórnarandstaðan er engu skárri en ríkisstjórninog þakkar eflaust í hljóði að þurfa ekki að standa fyrir svörum um afglöp sinna flokka á undanförnum árum. http://www.clownbluey.co.uk/clown-bluey-clowns-history.htmlMbk. Bergljót
Bergljót Gunnarsdóttir, 2.10.2010 kl. 06:19
Því miður komst ritvillupúkinn í tæri við nýyrði mitt um þá sem sjá um flengingar, en það á auðvitað að vera flengill.
Bergljót Gunnarsdóttir, 2.10.2010 kl. 07:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.