29.9.2010 | 19:36
Pólitískt réttarhneyksli
Samfylkingin lét VG teyma sig út í pólitískan skrípaleik til þess að koma Geir H. Haarde fyrir Landsdóm og gekk plottið út á að ráðherrar Samfylkingarinnar í síðustu ríkisstjórn myndu sleppa við ákærur, gegn því að flokkurinn sæi til þess að Geir yrði ákærður og helst Árni Matt. einnig.
Jóhanna Sigurðardóttir gaf út þá yfirlýsingu að kæran væri til þess að róa almenning og Lilja Mósesdóttir sagði að stefna ætti Sjálfstæðismönnunum fyrir Landsdóminn til þess að gera upp við pólitískar skoðanir þeirra og frjálshyggjuna, eins og hún orðaði það.
Í dag sagði Ögmundur Jónasson að honum þætti miður að Geir væri einum stefnt fyrir dóminn til þess að taka á sig pólitíska ábyrgð á hruninu. Þetta er enn ein staðfestingin á því, að þetta Landsdómsmál hefur allan tímann verið hugsað sem pólitísk aðför að fyrrverandi ríkisstjórn og slík pólitísk réttarhöld hafa verið algerlega óþekkt á vesturlöndum undanfarna áratugi, en voru alþekkt í Sovétríkjunum sálugu, en þangað sækir VG sínar pólitísku fyrirmyndir.
Aðspurður játaði Ögmundur því að þetta væru pólitísk réttarhöld og uppgjör við ákveðna stjórnmálastefnu. Þessar játningar um tilgang réttarhaldanna þyrftu nánari rannsóknar við.
VG og Samfylkingin hafa með þessum gerðum sínum staðið fyrir mesta pólitíska réttarhneyksli sem um getur frá falli kommúnismans í austrinu.
Dapurleg niðurstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef að Jóhanna ætlar svo ekki að verða ljúgvitni fyrir landsdómi, þarf hún að breyta málflutningi sínum vegna undirskriftar Ingibjargar. Flest ef ekki öll lykilvitni fyrir landsdómi, utan Jóhönnum munu áminnt um sannsögli og eiðsvarin hrekja þá fullyrðingu Jóhönnu að Ingibjörg hafi skrifað undir sem oddviti Samfylkingarinnar.
Þáttur Björgvins og Össurar mun einnig verða opinberaður í eiðsvörnum vitnisburðum. Líklegast er Samfylkingin að skjóta sig í fótinn með þessari aðför sinni að Geir. Það staðfestist endanlega með sýknu Geirs.
Vg. hafa fyrir löngu skotið sig í báða fætur og þurfti ekki landsdóm til þess.
Kristinn Karl Brynjarsson, 29.9.2010 kl. 20:37
Þið takið þessu allt of alvarlega. Skiljið þið ekki að þetta er bara fyndinn blekkingarleikur fjórflokksins? Geir hefur gaman af því að taka lagið og með því að taka á sig ákæru einn mann muni hann syngja sitt síðasta fyrir syndir annarra alveg eins og Jesú forðum. Í framhaldinu mun hann upp rísa og verða sendiherra.
Hólímólí (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 21:56
Ég hygg að Kristni Karli ratist hér satt orð í blogg, þar sem hann segir að Geir muni verða sýknaður. Annað hvort það eða þá að málinu verði vísað frá dómi. Ég er að vísu ekkert kátur með slíka niðurstöðu, en ég hef þetta einhvern veginn á tilfinningunni.
Magnús Óskar Ingvarsson, 29.9.2010 kl. 21:59
Allir eða enginn, það er málið.
Bergljót Gunnarsdóttir, 30.9.2010 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.