Áætlun sem byggir á mislukkuðum brandara

Þriðja endurskoðun efnahagsáætlunar ríkisstjórnarinnar og AGS var samþykkt af stjórn sjóðsins í dag og þar með aukast lánamöguleikar frá sjóðnum og norðurlöndunum og eins virðist þessi afgreiðsla sanna að AGS sé hættur störfum sem handrukkari fyrir fjárkúgarana í Bretlandi og Hollandi.

Það sem vekur þó mesta athygli við þessa endurskoðun er viljayfirlýsing ríkisstjórnarninnar sem lögð var fyrir stjórn sjóðsins í tilefni endurskoðunarinnar, en yfirlýsingin er grátbrosleg aflestrar og virkar eins og misheppnaður brandari, en þar segir m.a: 

"Efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar byggir á fjórum meginþáttum. Í fyrsta lagi er unnið að því að byggja upp traust fjármálakerfi sem getur sinnt þörfum heimila og fyrirtækja. Í öðru lagi þarf að tryggja fjárhagslega stöðu ríkissjóðs og hins opinbera og leika þar fjárlög haustsins lykilhlutverk. Í þriðja lagi verður að taka frekari skref til afnáms gjaldeyrishafta og móta peningastefnu til frambúðar. Í fjórða lagi þarf að tryggja aðlögun skulda heimila og fyrirtækja, með virkri þátttöku lánastofnana. Nýfallinn dómur Hæstaréttar og fyrirhuguð lagasetning vegna gengisbundinna lána munu tryggja sanngjarna niðurstöðu í málinu og flýta fyrir endurskipulagningu skulda. Markmið efnahagsstefnunnar er að leggja grunninn að sjálfbærum hagvexti og atvinnutækifærum til framtíðar."

Það sem þarna segir um áætlanir stjórnarinnar um fjármál heimilanna og skuldir þeirra hlýtur að eiga að vera brandari, þó varla þyki hann mjög fyndinn í þeim fjölskyldum, sem þegar hafa misst heimili sitt, eða eiga það í vændum á næstu mánuðum.  Hvað skyldi fólk oft hafa hlutstað á Árna Pál Árnason lýsa því yfir að "ráðstafanir" væru væntanlegar í næstu viku, þegar búið væri að "útfæra þær nánar"?

Reyndar er ólíklegt að nokkrum manni þyki þetta fyndið, því svo hefur hert að pyngju hvers einasta þjóðfélagsþegns, að það virkar frekar eins og móðgun, að halda því fram að ríkisstjórnin hafi verið að vinna sérstaklega í þágu heimilanna í landinu.  Ekki er minnst á það í þessari yfirlýsingu að til standi að gera einhverjar ráðstafanir til að efla atvinnulífið í landinu og koma nýjum orkufyrirtækjum á koppinn.

Skyldi hafa verið hlegið á stjórnarfundi AGS?


mbl.is Þriðja endurskoðunin samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband