Hrunstjórnum Evrópu mótmælt

Þó engu líkara sé, en að Íslendingar haldi að hvergi hafi orðið efnahagshrun annarsstaðar en hér á landi, þá er það engu að síður staðreynd og fjöldi banka hefur orðið gjaldþrota, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, þrátt fyrir að ríkissjóðir viðkomandi landa hafi ausið stjarnfræðilegum upphæðum til að bjarga bankakerfum sínum, þó ekki hafi allir bankar lifað þær björgunaraðgerir af.

Atvinnuleysi austan hafs og vestan er í flestum löndum jafnvel meira en hérlendis, þó íslensku atvinnuleysistölurnar gefi ekki rétta mynd af ástandinu, þar sem fjöldi fólks hefur farið til náms í atvinnuleysinu og mörg þúsund manns hafi flutt af landi brott í leit að atvinnu, aðallega til Noregs.

Vandamálin í öllum þessum löndum er það sama, en það er skortur á atvinnutækifærum og vangeta ríkisstjórnanna við að koma atvinnulífinu í gang á ný, þó fæstar ríkisstjórnir berjist beinlínis gegn allri atvinnuuppbyggingu, eins og sú íslenska gerir.  Samdrátturinn í atvinnulífinu hefur orðið til þess að skatttekjur landanna hafa skroppið saman og eina ráðið til að mæta tekjumissinum er að skera niður ríkisútgjöld og spara á öllum sviðum ríkisrekstrarins.

Slíkur niðurskurður bitnar í mörgum tilfellum helst á þeim sem síst skyldi, þ.e. atvinnulausum, öryrkjum og láglaunafólki.  Þetta ástand hefur orðið til þess að mikil mótmæli eru nú víða um Evrópu og þó mest í höfuðborg hrunveldis ESB, Brussel.

Fari svo sem Samfylkingin vill, þurfa Íslendingar að bregða sér til Brussel, vilji þeir mótmæla einhverju í framtíðinni.


mbl.is Verkföll og mótmæli víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Fari svo sem Samfylkingin vill, þurfa Íslendingar að bregða sér til Brussel, vilji þeir mótmæla einhverju í framtíðinni."

Með öðrum orðum yrðu mótmæli af hálfu Íslendinga verðlögð út af borðinu með óyfirstíganlegum ferðakostnaði.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.9.2010 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband