Hver á að rannsaka rannsóknirnar?

Nú er tími hinna miklu rannsókna í þjóðfélaginu og hver þingmaðurinn eftir annan ber fram tillögur um að þetta og hitt sem gert var í fortíðinni verði rannsakað af sérstökum rannsóknarnefndum.  Að minnsta kosti tvær tillögur eru komnar fram á alþingi um að rannsakaðar verði sölur á Landsbankanum og Búnaðarbankanum á sínum tíma og hlýtur slík rannsókn að verða jafnframt rannsókn á Ríkisendurskoðun, sem mun vera búin að rannsaka þessar bankasölur tvisvar og skila skýrslum um þær rannsóknir sínar.

Rannsóknarnefnd þarf líka að setja í verk núverandi ríkisstjórnar, svo sem Icesave og andstöðuna við atvinnuuppbyggingu.  Svo þarf að setja rannsóknarnefndir í að rannsaka allt sem ekki hefur verið gert á undanförnum áratugum og hvers vegna það var ekki gert.  Rannsóknarnefndir þarf nauðsynlega til að rannsaka allar þingkosningar frá lýðveldisstofnun og komast að því hvort rétt hafi verið talið og hver sé skýringin á fylgi hvers flokks fyrir sig og af hverju aðrir buðu ekki fram en þeir sem buðu fram.

Þegar búið verður að rannsaka allt sem hægt verður að rannsaka, þarf að setja á fót sérstaka rannsóknarnefnd til að rannsaka allar rannsóknarnefndirnar og niðurstöður þeirra og kanna alla þá þætti, sem nefndunum kynni að hafa yfirsést í rannsóknum sínum.

Í öllum þessum rannsóknum skal hafa vinnubrögð rannsóknarréttar miðalda til fyrirmyndar.  Einnig má líta til fleiri slíkra fyrirmynda síðari tíma, t.d. menningarbyltingarinnar í Kína, en rannsóknir voru þó ekki mjög djúpar á þeim tíma, enda allt slíkt tímafrekt og eingöngu til að tefja fyrir dómsniðurstöðum.


mbl.is Vill rannsókn á einkavæðingu banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já það pirrar ykkur Sjálfstæðismenn mikið að til skuli standa að reyna að læra af klúðrinu ykkar...

hilmar jónsson, 27.9.2010 kl. 11:51

2 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt

góðir punktar hjá þér - en hvað er svo gert við allar þessar niðurstöður og hvað kosta þær okkur ??

Sigrún Óskars, 27.9.2010 kl. 12:02

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hilmar, það pirrar ekki Sjálfstæðismenn að aðrir vilji læra af verkum þeirra, enda ekki mikið af klúðri í þeirri sögu allri.  Um öll mannanna verk má þó deila, en ef þú ert að vitna t.d. í hrunið, þá má benda á að Rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu, eftir átján mánaða rannróknir, að hrunið væri að stærstum hluta eigendum og stjórnendum bankanna að kenna, en ekki stjórnmálamönnum.

Ekki eru uppi neinar ásakanir á hendur ráðherrum um að þeir hafi valdið hruninu, heldur snúast ákærurnar um hvort þeir hefðu getað með einhverju móti dregið lítillega (miðað við heildina) úr afleiðingunum.  Landsdómur mun væntanlega fjalla um það og fyrir þeim dómi þarf þá að færa sönnur á að það hefði verið á þeirra færi.

Sigrún, það er svo aftur annað mál, hvað gert er við allar þessar rannsóknarniðurstöður og hvort að ný ríkisstjórn mun framvegis setja á stofn rannsóknarnefndir til að ákæra næstu ríkisstjórna á undan, fyrir það sem hún gerði og gerði ekki í sinni stjórnartíð.

Rannsóknarnefndir eru greinilega framtíðin.

Axel Jóhann Axelsson, 27.9.2010 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband