26.9.2010 | 12:35
Talaði Rannsóknarnefnd Alþingis ekki skýrt?
Atlanefndin virðist gera ráð fyrir því að niðurstaða Rannsóknarnefndar Alþingis sé eitthvað óskýr í hugum fólks, en Atlanefndin sér ástæðu til þess að gera tillögu um að Alþingi skýri niðurstöðurnar nánar, t.d. með því að benda sérstaklega á eftirfarandi í ályktun sinni: "Auk þess leggur þingmannanefndin til að Alþingi álykti að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu, verklagi og skorti á formfestu."
Svona ályktun frá Alþingi er hálfhláleg, því þingið þarf ekki og á ekki að túlka niðurstöður Rannsóknarnefndarinnar, þær standa algerlega fyrir sínu, einar og sér og þurfa engar ályktanir frá Alþingi, þær eru alveg skýrar og öllum skiljanlegar.
Í sama anda er víðáttuvitlaus hugmynd Ólínu Þorvarðardótturog Skúla Helgsonar, í þá veru að Alþingi samþykki vítur á alla ráðherra, þingmenn og aðra, sem við störf voru á árunum 2001-2008 vegna þeirrar ábyrgðar sem þeir báru á þróun þjóðfélagsins á þessum árum. Þessir þingmenn hljóta þá að vilja setja það fordæmi, að við hver einustu ríkisstjórnarskipti álykti nýr meirihluti um störf og ábyrgð stjórnarinnar á undan og fordæmi hana fyrir að hafa haft einhverja aðra stefnu, en nýjasti meirihlutinn.
Alþingi er ekki dómstóll, heldur lagasetningarsamkoma. Þingmenn þurfa sjálfir að fara að skilja hlutverk sitt og halda sig við það. Annað hlýtur að teljast vítavert.
Áfellisdómur yfir stjórnvöldum og stjórnmálamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:36 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef að skoðuð væri nefndarálit fastanefnda þingsins, einhver ár aftur í tímann, þá kæmi eflaust margt athyglisvert í ljós. Margir þeirra þingmanna sem að hæst hafa nú um mistök stjórnvalda, eru á þeim nefndarálitum sem urðu að lokum að grunni þeirra laga, sem sett voru í undanfara hrunsins. Steingrímur J. er t.d. á nefndaráliti meirihlutans í Efnahags og viðskiptanefnd, þar sem grunnurinn að krosseignatengslum er lagður og þeim lögum sem greiddu fyrir lánum til hlutabréfakaupa, með veði í bréfunum sjálfum.
Ögmundur og Jóhanna voru á meirihlutaáliti, þar sem fjármögnun á starfsemi FME var samþykkt, með sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki, árið 2006. Árið 2007 sat Atli Gíslason í Efnahags og viðskiptanefnd, þegar þá verandi viðskiptaráðherra, flutti breytingar tillögu við lögin frá árinu áður. Eina athugasemd Atla var sú, að honum fannst það óeðlilegt að FME fengi miklu hærra framlag en Samkeppnisstofnun.
Flest þeirra laga og reglugerða, sem talið er að hafi spilað stóran þátt í hruninu, eiga það sameiginlegt að vera upptaka á EES tilskipun og að hafa runnið í gegnum nefndir þingsins og þingsins sjálfs án teljandi athugasemda og umræðu.
Ef að ekki er hægt að færa sannfærandi rök fyrir því að Framkvæmdavaldið, hafi ekki fylgt boðum Löggjafans í kjölfar lagasetninga, þá hlýtur stærsti áfellisdómurinn að vera á þingið. Engin lög eru sett hér á landi, án aðkomu þingsins. Það er skylda þingsins, að yfirfara öll þau frumvörp sem fyrir það koma og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar þykja. Síðan fær Framkvæmdavaldið til framkvæmdar þessi frumvörp afgreidd sem lög.
Ríkisstjórn hvers tíma á ekki og setur ekki lögin í landinu, ríkisstjórnir framkvæma þau lög sem þingið setur. Þinginu og þeim einstaklingum, sem að þar sitja hverju sinni, ber að sjá til þess að þau lög sem í gildi eru og frumvörp sem að lögum verða, setji ekki þjóðina á hliðina.
Kristinn Karl Brynjarsson, 26.9.2010 kl. 13:10
Auðvitað er þetta rétt, hinir vammlausu eru upp fyrir haus í aðkomu að settningu lagana sem voru eldiviðurinn að hrunbálinu og vissu jafnvel og framkvæmdavaldið að skriðan var að fara af stað og að lögin sem þau settu voru ekki að virka.
Ólína og Skúli voru helsta baráttufólk landsins fyrir EES ásamt Jóni Baldvin og fleiri krötum og unnu þar með meira en nokkur annar að niðurrifi varnarmúra um starfsemi fjármálafyrirtækja sem fyrir voru en voru felld úr gildi með EES.
Sama má segja um VG og Samfó allt þetta fólk kvittaði undir og ætlar nú að slá pólitískar keilur með pólitískum réttarhöldum í stíl einræðisríkja. Þvílíkir hræsnarar!!
Sveinn (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 19:58
Sammála ykkur hérna, gleymum því heldur ekki að það voru Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn sem lögðust harðast gegn því að eignarhald á bönkunum yrði dreift eins og stefnt var að.
Kannski fara flestir þeirra í skammarkrókinn á endanum ???
Sigurður Sigurðsson, 26.9.2010 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.