Loksins góð frétt

Loksins birtist jákvæð frétt úr atvinnulífinu, en nú mun vera búið að ganga frá samningum milli þeirra aðila, sem að því koma, svo Rio Tinto Alcan geti hafist handa við að uppfæra búnað og auka framleiðsluna í Straumsvík og mun fyrirtækið verja til þess fjörutíuogeinum milljarði króna.

Á framkvæmdatímanum mun þetta verk skapa nokkur hundruð störf og blása nokkru lífi í efnahagsmál þjóðarinnar á meðan unnið verður að þessu, en afkastaaukningin verður að fullu komin til framkvæmda á árinu 2014.  Vonandi hefur ríkisstjórnin engin ráð til að stöðva, eða tefja, þessa framkvæmd, en eins og allir vita, hefur hún barist eins og grenjandi ljón gegn hvers konar atvinnuuppbyggingu í landinu frá því að hún komst til valda og ekki allta beitt til þess löglegum meðulum og nægir að benda á umhverfisráðherrann því til sönnunar.

Nú þarf að leggja alla áherslu á, að koma af stað framkvæmdum við álverið í Helguvík og stóriðju við Húsavík.  Ennfremur verður að greiða fyrir uppbyggingu skurðsjúkrahúsa í Mosfellsbæ og í Reykjanesbæ, sem fyrirhuguð eru til þjónustu við útlendinga, en ríkisstjórnin hefur, samkvæm sjálfri sér, einnig tafið og þvælst fyrir þeim áformum.

Það munar um hvert einasta starf, sem tekst að skapa og því ber að fagna þessum framkvæmdum í Straumsvík og vona að þær séu aðeins upphafið að miklu meiri atvinnusköpun.


mbl.is 41 milljarður í framkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

 Margur verður af reyslunni api eða af aurunum ríkari, eða þannig?     Þvílík sjónarmið!

Bergljót Gunnarsdóttir, 24.9.2010 kl. 03:26

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst allt of mikill áhugi fyrir álbræðslum. Eru engin önnur úrræði til í huga þessa fólks?

Ný atvinnugrein hefur skotið upp kollinum á Íslandi: í síðustu ársskýrslu Skógræktar ríkisins eru yfir 20 starfsmenn með starfsheitið skógarhöggsmaður. Ætla má að í heild séu í dag um 30 ársverk á þssu sviði og fer vaxandi. Af hverju er aldrei minnst á skógrækt sem atvinnuskapandi starfsemi? Sjá menn ekkert nema ál og aftur ál?

Svo kann að fara að eftir nokkra áratugi vilji álbræðslufyrirtækin loka starfsemi sinni hér á landi. Ástæðurnar eru augljósar: ef Bandaríkjamenn taka upp endurvinnslu á áldósum þá þýðir það endurvinnslu á meira magni en öll álverin í Norður Evrópu framleiða!

Betri orkunýting er með endurvinnslu og tölum ekki á þessari gríðarlegu umhverfisspillandi starfsemi sem fylgir frumvinnslu hráefnis til áliðnaðar.

Guðjón Sigþór Jensson, 24.9.2010 kl. 08:09

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Núna eru um 13.000 manns á atvinnuleysisskrá og við þá tölu má bæta þeim sem misst hafa vinnuna og farið aftur í skóla (nám er auðvitað alltaf jákvætt) og um 10.000 íslenskum ríkisborgurum, sem flutt hafa erlendis á síðustu tveim árum.  Alls er áætlað að um 23.000 störf hafi tapast á síðast liðnum tveim árum.

Þetta sýnir í hnotskurn að það ber að fagna hverju einasta nýja starfi, sem tekst að skapa, hvort sem það er í álveri, við skógarhögg, tölvuleikjaframleiðslu, minjagripagerð eða hvað annað sem atvinnu getur veitt.  Auðvitað á ekkert að einblína á álver, en það á heldur ekki að útiloka þau heldur taka þeim fagnandi eins og hverju öðru, sem atvinnu getur skapað til framtíðar.  Starfsfólk álvera lætur yfirleitt mjög vel af sínum vinnustað og álverin greiða tiltölulega góð laun og mengun frá þeim fer minnkandi með árunum vegna tækninýjunga, þannig að þetta hatur sumra á álverum er illskiljanlegt.

Fjölbreytt atvinnutækifæri fyrir alla hlýtur að vera takmarkið.  Atvinnuleysið er mikið böl.

Axel Jóhann Axelsson, 24.9.2010 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband