Á Steingrímur J. að fara fyrir Landsdóm?

Nú er mikið rætt um þann hluta tillagna Atlanefndarinnar um ákærur á fyrrverandi ráðherra, að ákveðin mál hefðu ekki verið rædd á ríkisstjórnarfundum og því hefði öllum ráðherrunum ekki verið kunnugt um hvað var að gerast á verksviði allra ráherra.

Fram að þessu hefur sú túlkun verið við lýði á hlutverki ráðherra, að þeir væru hver um sig ábyrgir fyrir sínu ráðuneyti og þeim málaflokkum, sem undir þá heyra, en væru ekki ábyrgir fyrir verkefnum annarra ráðherra, enda væri ríkisstjórnin fjölskipað vald.

Forystumenn núverandi ríkisstjórnar virðast taka margar ákvarðanir sameiginlega og ekki verður alltaf séð, að þær hafi verið ræddar í ríkisstjórn eða bornar undir hana og því vaknar sú spurning hvort enn sé litið svo á að ríkisstjórnin sé fjölskipað vald og þau vinnubrögð sem ákæra á fyrrverandi ráðherra fyrir, séu ennþá viðtekin.

Nægir í þessu sambandi að benda á undirskrift Steingríms J. á fyrsta Icesavesamninginn, sem ekki er vitað til að hafi verið ræddur í ríkisstjórn fyrir undirskrift, hvað þá að innihald hans hafi verið kynnt fyrir Alþingi, sem svo var ætlast til að samþykkti hann fyrir sitt leyti, óséðan.

Er þessi embættisfærsla Steingríms J. tilefni stefnu fyrir Landsdóm?


mbl.is Staðan ekki rædd í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ekki mundi ég harma þó að Steingrímur yrði sendur fyrir Landsdóm, eða jafnvel lengra norður. Hins vegar held ég að honum og öðrum ráðherrum og þingmönnum væri holt að hafa í huga þegar kemur að því að greiða atkvæði um ákærur á hendur fyrverandi ráðherrum það sem vitur maður sagði forðum: "Sá yðar sem sindlaus er, kasti fyrsta steininum." Ég held að ýmsir hafi að undaförnu kastað nokkuð stórum steinum úr sínu glerhúsi.

Gísli Sigurðsson, 20.9.2010 kl. 13:20

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Svar við spurningunni: Já. Hann er tvímælalaust sekur um landráð. Auk þess lýgur hann að þingi og þjóð ítrekað án þess að blikna eða blána.

Magnús Óskar Ingvarsson, 20.9.2010 kl. 13:25

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Tek undir þatta með ykkur, það hlýtur að vera ólöglegt að skrifa undir svona lagað, með engri heymild. svo það má með réttu kalla hann það.!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 20.9.2010 kl. 14:06

4 identicon

Bull er þetta! Ekki er verið að bera blak af Steingrími en svona málflutningur er enmitt til þess fallinn að halda okkur í þessari kreppu lengur með umræðu sem stenst enga skoðun.

Það var ríkisstjórn Geirs Haarde sem skrifaði undir samkomulag um að endurgreiða Icesave með "sanngjörnum" vöxtum osfr. Svona pólitískum milliríkjadeilum og samningum verður ekki rift af geðþótta þó svo að ný ríkisstjórn taki við. Á meðan Sjallar drulla upp á bak með svona yfirlýsingum með Landsdóm að þá ættu þeir að líta sér nær með sitt fólk og hvaða afleðingar þeirra axarsköft í embætti hafa gert heilli þjóð.

Þegar menn saka Steingrím um landráð eru þið hreinlega að tala út um óæðri endan. Það á að draga fólk sem talar svona fyrir Landsdóm fyrir heimsku af gáleysi... eða heimsku af tilsettu ráði:-)

Hlynur Gudlaugsson (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 16:25

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hlynur, svona fullyrðingaglaður orðasóði eins og þú ættir að muna, að ekki var búið að skrifa undir neina Icesave samninga fyrr en samninganefndin hans Svavars Gestssonar kom heim með samninginn "glæsilega", sem Steingrímur J. staðfesti svo, sem fjármálaráðherra, án þess að bera samninginn undir aðra í ríkisstjórn og hvað þá að hann væri búinn að tryggja meirihluta fyrir honum í þinginu.  Það er alveg sama hvernig kjaftaskar eins og  þú reynið að breyta sögunni, þá var eingöngu búið að samþykkja af fyrri ríkisstjórn að ganga til samninga um Icesave, en það þýðir ekki það sama og að samþykkja hvaða afarkosti sem er.

Það sem pistillinn fjallaði um, var að ef fyrri ríkisstjórn braut stjórnarskrána með því að ræða ekki alvarleg mál á ríkisstjórnarfundum, að viðstöddum öllum ráðherrum, er þá ekki núverandi ríkisstjórn sek um nákvæmlega sama hlutinn.  Það var ekkert verið að fjalla um Icesavesamninginn sem slíkan, heldur hvernig staðið var að samþykkt hans af hálfu Steingríms J., með samanburði við ásakanirnar um óvönduð vinnubrögð í fyrri ríkisstjórn.

Hafir þú ekki skilið þetta strax, þá er þér hér með fyrirgefið, því þín heimska er greinilega hvorki af gáleysi, eða tilsettu ráði, heldur örugglega meðfædd og við því er ekkert hægt að gera.

Axel Jóhann Axelsson, 20.9.2010 kl. 16:48

6 identicon

Hvað er það sem hefur breyst? Akkúrat ekkert, um það erum við sammála að ég held.

Gleymdu því ekki heldur að fyrri stjórn ætlaði að skuldbinda okkur á 7% vöxtum osfr. að mig minnir þannig allt undir því er glæsilegt. Það vill engin borga þetta rugl sem Icesave er. En málið snýst um neyðarlögin sem voru sett. Að ÍSK ríkisborgarar fá allar sínar innistæður í topp en sá hollenski ekki? Er það sanngjarnt? ÞAð finnst mér ekki! Væri ekki í lagi að láta fjármagnseigendur á Íslandi blæða fyrir okrið á almenningi með að tapa sínu til jafnt á við okkur hin? Þetta er svo sem önnur umræða.

Burtu með þessa flokkadrætti sem eru að setja allt á annan endan og burtu með Sjálfstæðismenn sem kunna ekki að skammast sín. Þeir eru sínu verri af þeim sem vondir eru!

Hlynur Gudlaugsson (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 17:20

7 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Hlynur hefur þú leytað þér aðstoðar? Nei mér datt þetta svona í hug, Islendingar töpuðu stórfé á Icesafe reykningum, og banka hruninu í heyld, það virðist ekki ættla að síga inn í höfuðið á sumum.

Eyjólfur G Svavarsson, 20.9.2010 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband