Hverju lofar Steingrímur AGS núna?

Framkvæmdastjórn AGS mun taka fyrir þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar sjóðsins og Íslands, þann 29. september n.k. og hefur verið heldur hljótt um undirbúninginn að þeirri endurskoðun, enda ríkisstjórnin lagin við að beina athygli almennings annað um þessar mundir.

Fréttin af málinu er ekki löng, en þar segir þó:  "Íslensk stjórnvöld hafa sent sjóðnum endurnýjaða viljayfirlýsingu í samræmi við reglur sjóðsins."  Fróðlegt verður að sjá hvað í þeirri endurnýjuðu viljayfirlýsingu felst, en afar líklegt er að þar lýsi Steingrímur J. því yfir að hann hyggist halda áfram skattahækkanabrjálæði sínu, hækkun þjónustugjalda hjá hinu opinbera, aukinni þátttöku sjúklinga í kostnaði við lyf og læknisaðstoð, hækkun áfengis og tóbaks, hækkun virðisaukaskatts í lægra þrepinu (matarskattinn), svo eitthvað sé nefnt af handahófi af áhugamálum Steingríms J.

Eitt er alveg víst, að kreppan sem Jóhanna og Steingrímur J. sögðu um daginn að væri liðin hjá mun bíta í hjá almenningi, sem aldrei fyrr, á næsta ári og ekki mun atvinnuleysið minnka heldur, því engin teikn eru á lofti um að stjórnin ætli að láta af andstöðu sinni við atvinnuuppbyggingu hverskonar í landinu.

Hvað sem ráðherrarnir segja, fer kreppan harðnandi á heimilunum, en af slíkum smámunum skiptir ríkisstjórnin sér ekki.


mbl.is Þriðja endurskoðun að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Eina leiðin úr þessu til að draga hratt úr atvinnuleysinu er að skipafélögin fjölgi ferðum sínum til Norðurlandana og lækki taxtana.  Á einu ári hefur tala þeirra er að baki hverju % í atvinnuleysistölum, lækkað um rúmlega 300 manns.  Væri sama tala nú bakvið hvert % væru um það bil 14-15 þús á atvinnuleysisskrá í stað ca 12.000.  Það er nánast sama atvinnuleysisprósenta í gangi og fyrir ári. Á svipuðum tíma í fyrra voru 7,7 % án atvinnu, en núna er 7,3% atvinnuleysi.  Það er nánast sama hlutfall án vinnu, en fólksflóttinn er bara slíkur að færri og færri einstaklingar eru á atvinnuleysiskrá, ekki fjölgun starfa.

Kristinn Karl Brynjarsson, 15.9.2010 kl. 16:23

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Störfum hefur fækkað um c.a. 22.500 þannig að atvinnuleysistalan sem slík segir ekki nema lítinn hluta sannleikans.  Miklir búferlaflutningur til útlanda og stytting vinnutíma hjá flestum, sem þó hafa vinnu, skýra mismuninn.

Einhversstaðar þætti þetta vera svo stórt vandamál, að höfuðáhersla væri lögð á að leysa það og fjölga þannig skattgreiðendum, í stað þess að hækka stöðugt skattana á þeim síminnkandi hópi sem ennþá hefur einhverjar tekjur.

Axel Jóhann Axelsson, 15.9.2010 kl. 16:34

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Steingrímur er sá eyni á Islandi sem hefur rétt fyrir sér.

Eyjólfur G Svavarsson, 15.9.2010 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband